Klopp harður á því að taka sér ársleyfi eftir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 11:01 Jürgen Klopp með Trent Alexander-Arnold eftir sigurinn á Wolves í síðasta leik. AP/Paul Ellis Þýska knattspyrnugoðsögnin Lothar Matthäus fékk Jürgen Klopp í viðtal og þar talaði knattspyrnustjóri Liverpool um framtíð sína. Hann segist hafa gert samkomulag við fjölskyldu sína. Lothar Matthäus fékk Jürgen Klopp í viðtal í nýjasta blað SportBild og þar var mikið rætt um það að Klopp komi ekki til greina sem landsliðsþjálfari í sumar. Lothar Matthäus spilaði í fimm heimsmeistarakeppnum á ferlinum og er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu úrslitakeppni HM með 25 leiki. Hann var fyrirliði þýska liðsins sem varð heimsmeistari árið 1990. Jürgen Klopp verrät Lothar Matthäus: Warum ich nicht Bundestrainer werden kann https://t.co/Stw8nH5YCU— SPORT BILD (@SPORTBILD) March 18, 2021 Joachim Löw hættir með þýska landsliðið eftir EM í sumar og menn litu strax til Jürgen Klopp nú þegar ekkert gengur hjá Liverpool liðinu. Væri þetta tímapunktur fyrir Klopp að segja þetta gott á Anfield. Klopp sjálfur talaði hins vegar hreint og skýrt á næsta blaðamannafundi sínum og sagðist ætla að klára samning sinn við Liverpool sem rennur út sumarið 2024. „Ég sagði ekki að ég vildi ekki verða landsliðsþjálfari heldur að ég gæti það ekki. Það er mikill munur þar á,“ sagði Jürgen Klopp. „Ég er í mikilvægu starfi hér hjá Liverpool. Þetta er mitt sjötta ár og ég hef byggt upp ótrúleg sambönd við fólk sem ég er að vinna með á hverjum degi. Við treystum á hvert annað. Einmitt núna, þegar við glímum við erfiðleika þá kemur ekki til greina að stökkva frá borði,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp on a sabbatical:"The sabbatical will definitely happen. If we don t win any more games and the thinking of the owners changes, I ll take a year off. No ifs and buts. This is clearly an agreement with my family and probably with my family doctor." #awlfc [bild] pic.twitter.com/aQYDxkuDR3— Anfield Watch (@AnfieldWatch) March 18, 2021 „Ég vil leysa þetta með fólkinu sem vinnur með mér. Það kemur ekki til greina að segja: Það væri nú áhugavert að taka við landsliðinu. Án efa væri það mikill heiður en þetta er ekki rétti tímapunkturinn fyrir mig. Þetta er ekki möguleiki núna,“ sagði Klopp. En hver á þá að taka við þýska landsliðinu? „Mér finnst Ralf Rangnick vera frábær þjálfari ekki síst fyrir sambandið þar sem hann hefur verið að reyna að breyta hlutum. Ralf gæti komið ýmsu í gegn og væri mjög góður kostur. Hann er góður þjálfari og er alltaf tilbúinn að hugsa út fyrir kassann,“ sagði Klopp. The idea of Klopp leaving in future is a little frightening to say the least #LFC https://t.co/cAN5SH0BAO— Empire of the Kop (@empireofthekop) March 17, 2021 Klopp sjálfur mun ekki stökkva í nýtt starf um leið og hann hættir hjá Liverpool. Hann tók sér frí eftir tíma sinn hjá Dortmund og mun gera það líka þegar samningur hans rennur út hjá Liverpool. Klopp hefur lofað fjölskyldu sinni því. „Ég mun taka mér þetta leyfi, það er enginn vafi á því. Ef við vinnum ekki fleiri leiki í úrvalsdeildinni og og afstaða eigandans breytist þá mun ég taka ársleyfi. Ekkert ef eða kannski. Það er samkomulag á milli mín og fjölskyldunnar og líklega á milli mín og heimilislæknisins líka,“ sagði Klopp. „Það er alveg á hreinu að þegar ég hætti með Liverpool þá mun ég taka mér eitt ár í frí. Það á enginn að hringja í mig þá, ekki heldur heldur eftir fjóra mánuði eða eftir sex mánuði. Sama hvað hver reynir. Þetta verður eins árs frí,“ sagði Jürgen Klopp. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira
Lothar Matthäus fékk Jürgen Klopp í viðtal í nýjasta blað SportBild og þar var mikið rætt um það að Klopp komi ekki til greina sem landsliðsþjálfari í sumar. Lothar Matthäus spilaði í fimm heimsmeistarakeppnum á ferlinum og er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu úrslitakeppni HM með 25 leiki. Hann var fyrirliði þýska liðsins sem varð heimsmeistari árið 1990. Jürgen Klopp verrät Lothar Matthäus: Warum ich nicht Bundestrainer werden kann https://t.co/Stw8nH5YCU— SPORT BILD (@SPORTBILD) March 18, 2021 Joachim Löw hættir með þýska landsliðið eftir EM í sumar og menn litu strax til Jürgen Klopp nú þegar ekkert gengur hjá Liverpool liðinu. Væri þetta tímapunktur fyrir Klopp að segja þetta gott á Anfield. Klopp sjálfur talaði hins vegar hreint og skýrt á næsta blaðamannafundi sínum og sagðist ætla að klára samning sinn við Liverpool sem rennur út sumarið 2024. „Ég sagði ekki að ég vildi ekki verða landsliðsþjálfari heldur að ég gæti það ekki. Það er mikill munur þar á,“ sagði Jürgen Klopp. „Ég er í mikilvægu starfi hér hjá Liverpool. Þetta er mitt sjötta ár og ég hef byggt upp ótrúleg sambönd við fólk sem ég er að vinna með á hverjum degi. Við treystum á hvert annað. Einmitt núna, þegar við glímum við erfiðleika þá kemur ekki til greina að stökkva frá borði,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp on a sabbatical:"The sabbatical will definitely happen. If we don t win any more games and the thinking of the owners changes, I ll take a year off. No ifs and buts. This is clearly an agreement with my family and probably with my family doctor." #awlfc [bild] pic.twitter.com/aQYDxkuDR3— Anfield Watch (@AnfieldWatch) March 18, 2021 „Ég vil leysa þetta með fólkinu sem vinnur með mér. Það kemur ekki til greina að segja: Það væri nú áhugavert að taka við landsliðinu. Án efa væri það mikill heiður en þetta er ekki rétti tímapunkturinn fyrir mig. Þetta er ekki möguleiki núna,“ sagði Klopp. En hver á þá að taka við þýska landsliðinu? „Mér finnst Ralf Rangnick vera frábær þjálfari ekki síst fyrir sambandið þar sem hann hefur verið að reyna að breyta hlutum. Ralf gæti komið ýmsu í gegn og væri mjög góður kostur. Hann er góður þjálfari og er alltaf tilbúinn að hugsa út fyrir kassann,“ sagði Klopp. The idea of Klopp leaving in future is a little frightening to say the least #LFC https://t.co/cAN5SH0BAO— Empire of the Kop (@empireofthekop) March 17, 2021 Klopp sjálfur mun ekki stökkva í nýtt starf um leið og hann hættir hjá Liverpool. Hann tók sér frí eftir tíma sinn hjá Dortmund og mun gera það líka þegar samningur hans rennur út hjá Liverpool. Klopp hefur lofað fjölskyldu sinni því. „Ég mun taka mér þetta leyfi, það er enginn vafi á því. Ef við vinnum ekki fleiri leiki í úrvalsdeildinni og og afstaða eigandans breytist þá mun ég taka ársleyfi. Ekkert ef eða kannski. Það er samkomulag á milli mín og fjölskyldunnar og líklega á milli mín og heimilislæknisins líka,“ sagði Klopp. „Það er alveg á hreinu að þegar ég hætti með Liverpool þá mun ég taka mér eitt ár í frí. Það á enginn að hringja í mig þá, ekki heldur heldur eftir fjóra mánuði eða eftir sex mánuði. Sama hvað hver reynir. Þetta verður eins árs frí,“ sagði Jürgen Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira