Klopp harður á því að taka sér ársleyfi eftir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 11:01 Jürgen Klopp með Trent Alexander-Arnold eftir sigurinn á Wolves í síðasta leik. AP/Paul Ellis Þýska knattspyrnugoðsögnin Lothar Matthäus fékk Jürgen Klopp í viðtal og þar talaði knattspyrnustjóri Liverpool um framtíð sína. Hann segist hafa gert samkomulag við fjölskyldu sína. Lothar Matthäus fékk Jürgen Klopp í viðtal í nýjasta blað SportBild og þar var mikið rætt um það að Klopp komi ekki til greina sem landsliðsþjálfari í sumar. Lothar Matthäus spilaði í fimm heimsmeistarakeppnum á ferlinum og er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu úrslitakeppni HM með 25 leiki. Hann var fyrirliði þýska liðsins sem varð heimsmeistari árið 1990. Jürgen Klopp verrät Lothar Matthäus: Warum ich nicht Bundestrainer werden kann https://t.co/Stw8nH5YCU— SPORT BILD (@SPORTBILD) March 18, 2021 Joachim Löw hættir með þýska landsliðið eftir EM í sumar og menn litu strax til Jürgen Klopp nú þegar ekkert gengur hjá Liverpool liðinu. Væri þetta tímapunktur fyrir Klopp að segja þetta gott á Anfield. Klopp sjálfur talaði hins vegar hreint og skýrt á næsta blaðamannafundi sínum og sagðist ætla að klára samning sinn við Liverpool sem rennur út sumarið 2024. „Ég sagði ekki að ég vildi ekki verða landsliðsþjálfari heldur að ég gæti það ekki. Það er mikill munur þar á,“ sagði Jürgen Klopp. „Ég er í mikilvægu starfi hér hjá Liverpool. Þetta er mitt sjötta ár og ég hef byggt upp ótrúleg sambönd við fólk sem ég er að vinna með á hverjum degi. Við treystum á hvert annað. Einmitt núna, þegar við glímum við erfiðleika þá kemur ekki til greina að stökkva frá borði,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp on a sabbatical:"The sabbatical will definitely happen. If we don t win any more games and the thinking of the owners changes, I ll take a year off. No ifs and buts. This is clearly an agreement with my family and probably with my family doctor." #awlfc [bild] pic.twitter.com/aQYDxkuDR3— Anfield Watch (@AnfieldWatch) March 18, 2021 „Ég vil leysa þetta með fólkinu sem vinnur með mér. Það kemur ekki til greina að segja: Það væri nú áhugavert að taka við landsliðinu. Án efa væri það mikill heiður en þetta er ekki rétti tímapunkturinn fyrir mig. Þetta er ekki möguleiki núna,“ sagði Klopp. En hver á þá að taka við þýska landsliðinu? „Mér finnst Ralf Rangnick vera frábær þjálfari ekki síst fyrir sambandið þar sem hann hefur verið að reyna að breyta hlutum. Ralf gæti komið ýmsu í gegn og væri mjög góður kostur. Hann er góður þjálfari og er alltaf tilbúinn að hugsa út fyrir kassann,“ sagði Klopp. The idea of Klopp leaving in future is a little frightening to say the least #LFC https://t.co/cAN5SH0BAO— Empire of the Kop (@empireofthekop) March 17, 2021 Klopp sjálfur mun ekki stökkva í nýtt starf um leið og hann hættir hjá Liverpool. Hann tók sér frí eftir tíma sinn hjá Dortmund og mun gera það líka þegar samningur hans rennur út hjá Liverpool. Klopp hefur lofað fjölskyldu sinni því. „Ég mun taka mér þetta leyfi, það er enginn vafi á því. Ef við vinnum ekki fleiri leiki í úrvalsdeildinni og og afstaða eigandans breytist þá mun ég taka ársleyfi. Ekkert ef eða kannski. Það er samkomulag á milli mín og fjölskyldunnar og líklega á milli mín og heimilislæknisins líka,“ sagði Klopp. „Það er alveg á hreinu að þegar ég hætti með Liverpool þá mun ég taka mér eitt ár í frí. Það á enginn að hringja í mig þá, ekki heldur heldur eftir fjóra mánuði eða eftir sex mánuði. Sama hvað hver reynir. Þetta verður eins árs frí,“ sagði Jürgen Klopp. Enski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Lothar Matthäus fékk Jürgen Klopp í viðtal í nýjasta blað SportBild og þar var mikið rætt um það að Klopp komi ekki til greina sem landsliðsþjálfari í sumar. Lothar Matthäus spilaði í fimm heimsmeistarakeppnum á ferlinum og er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu úrslitakeppni HM með 25 leiki. Hann var fyrirliði þýska liðsins sem varð heimsmeistari árið 1990. Jürgen Klopp verrät Lothar Matthäus: Warum ich nicht Bundestrainer werden kann https://t.co/Stw8nH5YCU— SPORT BILD (@SPORTBILD) March 18, 2021 Joachim Löw hættir með þýska landsliðið eftir EM í sumar og menn litu strax til Jürgen Klopp nú þegar ekkert gengur hjá Liverpool liðinu. Væri þetta tímapunktur fyrir Klopp að segja þetta gott á Anfield. Klopp sjálfur talaði hins vegar hreint og skýrt á næsta blaðamannafundi sínum og sagðist ætla að klára samning sinn við Liverpool sem rennur út sumarið 2024. „Ég sagði ekki að ég vildi ekki verða landsliðsþjálfari heldur að ég gæti það ekki. Það er mikill munur þar á,“ sagði Jürgen Klopp. „Ég er í mikilvægu starfi hér hjá Liverpool. Þetta er mitt sjötta ár og ég hef byggt upp ótrúleg sambönd við fólk sem ég er að vinna með á hverjum degi. Við treystum á hvert annað. Einmitt núna, þegar við glímum við erfiðleika þá kemur ekki til greina að stökkva frá borði,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp on a sabbatical:"The sabbatical will definitely happen. If we don t win any more games and the thinking of the owners changes, I ll take a year off. No ifs and buts. This is clearly an agreement with my family and probably with my family doctor." #awlfc [bild] pic.twitter.com/aQYDxkuDR3— Anfield Watch (@AnfieldWatch) March 18, 2021 „Ég vil leysa þetta með fólkinu sem vinnur með mér. Það kemur ekki til greina að segja: Það væri nú áhugavert að taka við landsliðinu. Án efa væri það mikill heiður en þetta er ekki rétti tímapunkturinn fyrir mig. Þetta er ekki möguleiki núna,“ sagði Klopp. En hver á þá að taka við þýska landsliðinu? „Mér finnst Ralf Rangnick vera frábær þjálfari ekki síst fyrir sambandið þar sem hann hefur verið að reyna að breyta hlutum. Ralf gæti komið ýmsu í gegn og væri mjög góður kostur. Hann er góður þjálfari og er alltaf tilbúinn að hugsa út fyrir kassann,“ sagði Klopp. The idea of Klopp leaving in future is a little frightening to say the least #LFC https://t.co/cAN5SH0BAO— Empire of the Kop (@empireofthekop) March 17, 2021 Klopp sjálfur mun ekki stökkva í nýtt starf um leið og hann hættir hjá Liverpool. Hann tók sér frí eftir tíma sinn hjá Dortmund og mun gera það líka þegar samningur hans rennur út hjá Liverpool. Klopp hefur lofað fjölskyldu sinni því. „Ég mun taka mér þetta leyfi, það er enginn vafi á því. Ef við vinnum ekki fleiri leiki í úrvalsdeildinni og og afstaða eigandans breytist þá mun ég taka ársleyfi. Ekkert ef eða kannski. Það er samkomulag á milli mín og fjölskyldunnar og líklega á milli mín og heimilislæknisins líka,“ sagði Klopp. „Það er alveg á hreinu að þegar ég hætti með Liverpool þá mun ég taka mér eitt ár í frí. Það á enginn að hringja í mig þá, ekki heldur heldur eftir fjóra mánuði eða eftir sex mánuði. Sama hvað hver reynir. Þetta verður eins árs frí,“ sagði Jürgen Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira