Vala Matt fór fyrir Ísland í dag á snyrtistofuna Ný ásýnd þar sem hún skoðaði málin og ræddi þar við snyrtifræðingana Undínu Sigmundsdóttur og Karen Jóhannsdóttur.
Förðunin er í raun flúrið á andlitið, bæði á augu, augabrúnir og varir.
Vala hitti tvær konur sem hafa farið í þessa varanlega förðun og fékk að heyra þeirra reynslu af meðferðinni eins og sjá má hér að neðan.