Sóttvarnalæknir ákveði næsti skref nú þegar EMA hefur veitt AstraZeneca blessun sína Eiður Þór Árnason skrifar 18. mars 2021 23:59 Forstjóri Lyfjastofnunar segir að niðurstaða Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) á hugsanlegum aukaverkunum bóluefnis AstraZeneca við kórónuveirunni sýni að ávinningur af notkun þess sé meiri en hugsanleg áhætta sem fylgir því að fá Covid-19. „Horft var til þess að þetta er hættulegur sjúkdómur sem getur fylgt blóðtappi og fólk getur náttúrlega dáið úr sjúkdómum. Það er ekkert sem bendir til þess að það sé eitthvað í sambandi við framleiðsluna og það er enginn lotumunur á bóluefninu svo það er ekkert að gæðum lyfsins,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sat fjarfund EMA í dag þar sem niðurstöður stofnunarinnar voru kynntar. „Það eru mögulega einhver tengsl við mjög sérstaka blóðtappa, örfá tilfelli þar sem fækkun blóðflagna fer samhliða blóðtappa og það verður mögulega sett í einhver varnarorð um lyfið,“ bætti hún við. Um þrettán Evrópuríki hafa stöðvað notkun bóluefnisins tímabundið í kjölfar þess að nokkrir einstaklingar fengu blóðtappa eftir að hafa hlotið bólusetningu með efninu. Þó hefur ekki verið sýnt fram á orsakasamhengi þar á milli og bent á að ekki hafi komið upp fleiri tilfelli blóðtappa hjá bólusettum einstaklingum en almennt gengur og gerist. Hvatti Evrópuríki til að hefja notkun bóluefnisins á ný Lyfjastofnun Evrópu gaf út í dag að bóluefni AstraZeneca við Covid-19 væri öruggt og áhrifaríkt og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Emer Cooke, yfirmaður EMA, sagði á blaðamannafundi í dag að rannsókn stofnunarinnar hefði leitt í ljós að þó væri ekki væri hægt að útiloka tengsl á milli blóðtappa og bóluefnisins. Því þyrfti að rannsaka það frekar og ítrekaði hún að bóluefnið væri öruggt og virkaði gegn Covid-19 í minnst 60 prósenta tilfella. Yfirmaður WHO í Evrópu hvatti Evrópuríki til þess að halda notkun bóluefnisins áfram í dag. Dr Sabina Strauss, yfirmaður bóluefnaöryggisdeildar EMA, sagði engar vísbendingar um galla eða gæðaskort hafa fundist við rannsókn stofnunarinnar. Einstaka tilfelli blóðtappa hefðu verið skoðuð og heilt yfir væru ekki meiri líkur á blóðtappa eftir bólusetningu. Þvert á móti væru vísbendingar um andstæðuna og að líkur á blóðtappa minnkuðu. Aðspurð um framhaldið sagði Rúna að nú muni heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnalæknir hér á landi líkt og annars staðar leggjast yfir niðurstöður EMA og ákveða hvernig næstu skrefum verði háttað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50 Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
„Horft var til þess að þetta er hættulegur sjúkdómur sem getur fylgt blóðtappi og fólk getur náttúrlega dáið úr sjúkdómum. Það er ekkert sem bendir til þess að það sé eitthvað í sambandi við framleiðsluna og það er enginn lotumunur á bóluefninu svo það er ekkert að gæðum lyfsins,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sat fjarfund EMA í dag þar sem niðurstöður stofnunarinnar voru kynntar. „Það eru mögulega einhver tengsl við mjög sérstaka blóðtappa, örfá tilfelli þar sem fækkun blóðflagna fer samhliða blóðtappa og það verður mögulega sett í einhver varnarorð um lyfið,“ bætti hún við. Um þrettán Evrópuríki hafa stöðvað notkun bóluefnisins tímabundið í kjölfar þess að nokkrir einstaklingar fengu blóðtappa eftir að hafa hlotið bólusetningu með efninu. Þó hefur ekki verið sýnt fram á orsakasamhengi þar á milli og bent á að ekki hafi komið upp fleiri tilfelli blóðtappa hjá bólusettum einstaklingum en almennt gengur og gerist. Hvatti Evrópuríki til að hefja notkun bóluefnisins á ný Lyfjastofnun Evrópu gaf út í dag að bóluefni AstraZeneca við Covid-19 væri öruggt og áhrifaríkt og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Emer Cooke, yfirmaður EMA, sagði á blaðamannafundi í dag að rannsókn stofnunarinnar hefði leitt í ljós að þó væri ekki væri hægt að útiloka tengsl á milli blóðtappa og bóluefnisins. Því þyrfti að rannsaka það frekar og ítrekaði hún að bóluefnið væri öruggt og virkaði gegn Covid-19 í minnst 60 prósenta tilfella. Yfirmaður WHO í Evrópu hvatti Evrópuríki til þess að halda notkun bóluefnisins áfram í dag. Dr Sabina Strauss, yfirmaður bóluefnaöryggisdeildar EMA, sagði engar vísbendingar um galla eða gæðaskort hafa fundist við rannsókn stofnunarinnar. Einstaka tilfelli blóðtappa hefðu verið skoðuð og heilt yfir væru ekki meiri líkur á blóðtappa eftir bólusetningu. Þvert á móti væru vísbendingar um andstæðuna og að líkur á blóðtappa minnkuðu. Aðspurð um framhaldið sagði Rúna að nú muni heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnalæknir hér á landi líkt og annars staðar leggjast yfir niðurstöður EMA og ákveða hvernig næstu skrefum verði háttað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50 Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50
Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50
Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43