Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2021 23:13 Pavel Ermolinskij var með tvö stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar í sigri Vals á Tindastóli. vísir/hulda margrét Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. „Þetta er bara vinna sem við höfum lagt inn undanfarin mánuð eða svo. Það var ekkert sérstakt sem gerðist í þessum leik. Ákveðin hugarfarsbreyting átti sér stað hérna og hún skilar sér í því að við spilum betri körfubolta og vinnum leiki,“ sagði Pavel við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. Liðsheild Vals var mjög öflug í leiknum í kvöld og margir leikmenn áttu góðan leik. „Það var alltaf tilgangurinn með þessu liði, þetta átti að vera safn af mönnum sem spila saman og leggja sín lóð á vogarskálarnar. Það var planið en það hefur gengið erfiðlega að fá menn til að sýna sitt besta andlit, að setja þá í réttar stöður til að standa sig,“ sagði Pavel. „Við höfum unnið í því og besta útgáfan af þessu Valsliði er þetta; að allir skili sínu hlutverki, hvað sem það er.“ Þrátt fyrir að vera komnir á beinu brautina og unnið þrjá leiki í röð er Pavel ekki í nokkrum vafa um að Valsmenn geti orðið enn betri. „Hundrað prósent. Þakið á þessu liði er með því hæsta í deildinni, ef ekki það hæsta. Við höfum sýnt okkar verstu hliðar en svo uppgötvuðum við að þetta er bara eins og hver önnur vinna. Þetta eru klukkutímar í æfingasalnum, sýna einbeitingu, vilja vera betri og setja ábyrgð á sjálfan sig,“ sagði Pavel. „Við erum komnir yfir smá hjalla og höfum fengið trú á sjálfum okkur sem var horfin. Sama hversu stór nöfn eru í þessu liði og mikið sjálfstraust, þá var búið að berja það niður. Það er svo bara æfing á morgun og við þurfum að mæta aftur í vinnuna.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 22:45 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
„Þetta er bara vinna sem við höfum lagt inn undanfarin mánuð eða svo. Það var ekkert sérstakt sem gerðist í þessum leik. Ákveðin hugarfarsbreyting átti sér stað hérna og hún skilar sér í því að við spilum betri körfubolta og vinnum leiki,“ sagði Pavel við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. Liðsheild Vals var mjög öflug í leiknum í kvöld og margir leikmenn áttu góðan leik. „Það var alltaf tilgangurinn með þessu liði, þetta átti að vera safn af mönnum sem spila saman og leggja sín lóð á vogarskálarnar. Það var planið en það hefur gengið erfiðlega að fá menn til að sýna sitt besta andlit, að setja þá í réttar stöður til að standa sig,“ sagði Pavel. „Við höfum unnið í því og besta útgáfan af þessu Valsliði er þetta; að allir skili sínu hlutverki, hvað sem það er.“ Þrátt fyrir að vera komnir á beinu brautina og unnið þrjá leiki í röð er Pavel ekki í nokkrum vafa um að Valsmenn geti orðið enn betri. „Hundrað prósent. Þakið á þessu liði er með því hæsta í deildinni, ef ekki það hæsta. Við höfum sýnt okkar verstu hliðar en svo uppgötvuðum við að þetta er bara eins og hver önnur vinna. Þetta eru klukkutímar í æfingasalnum, sýna einbeitingu, vilja vera betri og setja ábyrgð á sjálfan sig,“ sagði Pavel. „Við erum komnir yfir smá hjalla og höfum fengið trú á sjálfum okkur sem var horfin. Sama hversu stór nöfn eru í þessu liði og mikið sjálfstraust, þá var búið að berja það niður. Það er svo bara æfing á morgun og við þurfum að mæta aftur í vinnuna.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 22:45 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. 18. mars 2021 22:45