Lárus: Við þurftum bara að hætta að hika Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. mars 2021 20:45 Lárus Jónsson var virkilega ánægður með sigur sinna manna í kvöld. vísir/bára Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var virkilega ánægður með sína menn í kvöld, en þeir unnu góðan 92-83 sigur gegn Stjörnunni í Dominos deild karla. „Mér fannst Stjarnan byrja þenna leik miklu ákveðnari og þeir náðu að stoppa hraðann hjá okkur,“ sagði Lárus eftir leikinn í kvöld. „Stjarnan spilaði frábæra vörn á okkur í fyrri hálfleik og við vorum að finna fáar opnanir. Mér fannst við líka hikandi eins og þetta væri einhver leikur upp á líf og dauða. Menn voru ekki að taka opin skot og voru að senda boltann einu sinni of oft.“ Seinni hálfleikur var þó mun betri hjá Þórsusurum, en Lárus gerði þá nokkrar breytingar á skipulagi liðsins. „Í seinni hálfleik ákváðum við aðeins að breyta. Ég setti Dóra inn og hann og Raggi komu með góða orku og menn hættu að hika. Emil kom líka inn og það kom mikill hraði með honum og við náðum að spila okkar leik í seinni hálfleik. Svo vorum við líka frábærir í vörn og höldum þeim í 83 stigum.“ Lárus sagði að hann hefði ekki sagt nein töfraorð til að kveikja í sínum mönnum í hálfleik. „Það vantaði bara alla greddu í þetta hjá okkur. Við þurftum bara að hætta að hika. Við vinnum enga körfuboltaleiki með hiki og að þora ekki að taka skotin okkar. Við erum með frábæra skotmenn og þeir verða að taka skotið ef þeir sjá opnun. Ef þeir gera það ekki þá verður þetta bara ofboðslega flókið.“ Þórsarar settu niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru í seinni hálfleik, og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. „Ætli það hafi ekki bara verið stemningin sem stýrði þessu ofan í. Svo er auðvitað alltaf betra að fá þrjú stig heldur en tvö,“ sagði Lárus. „Ég held samt frekar að það hafi verið vörnin sem stýrði því að við vorum að fá opnanir því vörnin hjá okkur var frábær.“ Þórsarar lyftu sér upp fyrir Stjörnuna í annað sæti Dominos deildinni með sigrinum, en eru þó jafnir á stigum. „Þetta segir okkur bara að við getum unnið Stjörnuna án Lindqvist. Þeir eiga náttúrulega eftir að fá hann til baka. Við höfum ekki enn mætt þeim með fullt lið. Þó að við séum búnir að vinna þá tvisvar í vetur þá vantaði líka kanann og Lindqvist í seinasta leik.“ Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
„Mér fannst Stjarnan byrja þenna leik miklu ákveðnari og þeir náðu að stoppa hraðann hjá okkur,“ sagði Lárus eftir leikinn í kvöld. „Stjarnan spilaði frábæra vörn á okkur í fyrri hálfleik og við vorum að finna fáar opnanir. Mér fannst við líka hikandi eins og þetta væri einhver leikur upp á líf og dauða. Menn voru ekki að taka opin skot og voru að senda boltann einu sinni of oft.“ Seinni hálfleikur var þó mun betri hjá Þórsusurum, en Lárus gerði þá nokkrar breytingar á skipulagi liðsins. „Í seinni hálfleik ákváðum við aðeins að breyta. Ég setti Dóra inn og hann og Raggi komu með góða orku og menn hættu að hika. Emil kom líka inn og það kom mikill hraði með honum og við náðum að spila okkar leik í seinni hálfleik. Svo vorum við líka frábærir í vörn og höldum þeim í 83 stigum.“ Lárus sagði að hann hefði ekki sagt nein töfraorð til að kveikja í sínum mönnum í hálfleik. „Það vantaði bara alla greddu í þetta hjá okkur. Við þurftum bara að hætta að hika. Við vinnum enga körfuboltaleiki með hiki og að þora ekki að taka skotin okkar. Við erum með frábæra skotmenn og þeir verða að taka skotið ef þeir sjá opnun. Ef þeir gera það ekki þá verður þetta bara ofboðslega flókið.“ Þórsarar settu niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru í seinni hálfleik, og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. „Ætli það hafi ekki bara verið stemningin sem stýrði þessu ofan í. Svo er auðvitað alltaf betra að fá þrjú stig heldur en tvö,“ sagði Lárus. „Ég held samt frekar að það hafi verið vörnin sem stýrði því að við vorum að fá opnanir því vörnin hjá okkur var frábær.“ Þórsarar lyftu sér upp fyrir Stjörnuna í annað sæti Dominos deildinni með sigrinum, en eru þó jafnir á stigum. „Þetta segir okkur bara að við getum unnið Stjörnuna án Lindqvist. Þeir eiga náttúrulega eftir að fá hann til baka. Við höfum ekki enn mætt þeim með fullt lið. Þó að við séum búnir að vinna þá tvisvar í vetur þá vantaði líka kanann og Lindqvist í seinasta leik.“
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira