Lárus: Við þurftum bara að hætta að hika Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. mars 2021 20:45 Lárus Jónsson var virkilega ánægður með sigur sinna manna í kvöld. vísir/bára Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var virkilega ánægður með sína menn í kvöld, en þeir unnu góðan 92-83 sigur gegn Stjörnunni í Dominos deild karla. „Mér fannst Stjarnan byrja þenna leik miklu ákveðnari og þeir náðu að stoppa hraðann hjá okkur,“ sagði Lárus eftir leikinn í kvöld. „Stjarnan spilaði frábæra vörn á okkur í fyrri hálfleik og við vorum að finna fáar opnanir. Mér fannst við líka hikandi eins og þetta væri einhver leikur upp á líf og dauða. Menn voru ekki að taka opin skot og voru að senda boltann einu sinni of oft.“ Seinni hálfleikur var þó mun betri hjá Þórsusurum, en Lárus gerði þá nokkrar breytingar á skipulagi liðsins. „Í seinni hálfleik ákváðum við aðeins að breyta. Ég setti Dóra inn og hann og Raggi komu með góða orku og menn hættu að hika. Emil kom líka inn og það kom mikill hraði með honum og við náðum að spila okkar leik í seinni hálfleik. Svo vorum við líka frábærir í vörn og höldum þeim í 83 stigum.“ Lárus sagði að hann hefði ekki sagt nein töfraorð til að kveikja í sínum mönnum í hálfleik. „Það vantaði bara alla greddu í þetta hjá okkur. Við þurftum bara að hætta að hika. Við vinnum enga körfuboltaleiki með hiki og að þora ekki að taka skotin okkar. Við erum með frábæra skotmenn og þeir verða að taka skotið ef þeir sjá opnun. Ef þeir gera það ekki þá verður þetta bara ofboðslega flókið.“ Þórsarar settu niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru í seinni hálfleik, og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. „Ætli það hafi ekki bara verið stemningin sem stýrði þessu ofan í. Svo er auðvitað alltaf betra að fá þrjú stig heldur en tvö,“ sagði Lárus. „Ég held samt frekar að það hafi verið vörnin sem stýrði því að við vorum að fá opnanir því vörnin hjá okkur var frábær.“ Þórsarar lyftu sér upp fyrir Stjörnuna í annað sæti Dominos deildinni með sigrinum, en eru þó jafnir á stigum. „Þetta segir okkur bara að við getum unnið Stjörnuna án Lindqvist. Þeir eiga náttúrulega eftir að fá hann til baka. Við höfum ekki enn mætt þeim með fullt lið. Þó að við séum búnir að vinna þá tvisvar í vetur þá vantaði líka kanann og Lindqvist í seinasta leik.“ Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
„Mér fannst Stjarnan byrja þenna leik miklu ákveðnari og þeir náðu að stoppa hraðann hjá okkur,“ sagði Lárus eftir leikinn í kvöld. „Stjarnan spilaði frábæra vörn á okkur í fyrri hálfleik og við vorum að finna fáar opnanir. Mér fannst við líka hikandi eins og þetta væri einhver leikur upp á líf og dauða. Menn voru ekki að taka opin skot og voru að senda boltann einu sinni of oft.“ Seinni hálfleikur var þó mun betri hjá Þórsusurum, en Lárus gerði þá nokkrar breytingar á skipulagi liðsins. „Í seinni hálfleik ákváðum við aðeins að breyta. Ég setti Dóra inn og hann og Raggi komu með góða orku og menn hættu að hika. Emil kom líka inn og það kom mikill hraði með honum og við náðum að spila okkar leik í seinni hálfleik. Svo vorum við líka frábærir í vörn og höldum þeim í 83 stigum.“ Lárus sagði að hann hefði ekki sagt nein töfraorð til að kveikja í sínum mönnum í hálfleik. „Það vantaði bara alla greddu í þetta hjá okkur. Við þurftum bara að hætta að hika. Við vinnum enga körfuboltaleiki með hiki og að þora ekki að taka skotin okkar. Við erum með frábæra skotmenn og þeir verða að taka skotið ef þeir sjá opnun. Ef þeir gera það ekki þá verður þetta bara ofboðslega flókið.“ Þórsarar settu niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru í seinni hálfleik, og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. „Ætli það hafi ekki bara verið stemningin sem stýrði þessu ofan í. Svo er auðvitað alltaf betra að fá þrjú stig heldur en tvö,“ sagði Lárus. „Ég held samt frekar að það hafi verið vörnin sem stýrði því að við vorum að fá opnanir því vörnin hjá okkur var frábær.“ Þórsarar lyftu sér upp fyrir Stjörnuna í annað sæti Dominos deildinni með sigrinum, en eru þó jafnir á stigum. „Þetta segir okkur bara að við getum unnið Stjörnuna án Lindqvist. Þeir eiga náttúrulega eftir að fá hann til baka. Við höfum ekki enn mætt þeim með fullt lið. Þó að við séum búnir að vinna þá tvisvar í vetur þá vantaði líka kanann og Lindqvist í seinasta leik.“
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira