„Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2021 13:04 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af boðuðum afléttingum á takmörkunum á landamærunum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. Til að mynda geti mismunandi svæði innan sama landsins verið merkt mismunandi lit og erfitt geti því reynst fyrir landamæraverði að vita nákvæmlega hvaðan fólk er að koma. Litakóðunarkerfið mun fela það í sér að fólk sem kemur frá löndum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Nóg verður að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun á landamærunum hér. Fái fólk neikvætt úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að hópur á vegum stjórnvalda væri nú að vinna að framtíðarfyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí, meðal annars með tilliti til þess hvernig framkvæmdin verður. Engu að síður ætlar Þórólfur að skila tillögum sínum að fyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí burtséð frá litakóðunarkerfinu. „Hvað mig varðar sem sóttvarnalækni þá ber mér samkvæmt lögum eftir sem áður að koma með tillögur til ráðherra um fyrirkomulag á landamærunum frá 1. Maí, eins og ég hef gert fram að þessu. Ég hef sagt það hvað mig áhrærir þá finnst mér ekki tímabært að tjá mig um það núna, það verður að fara eftir því hvernig staðan verður þegar nær dregur. Þannig að ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi eða mínum skoðunum eða tillögum hvað það varðar. En ég hef ekkert við það að athuga að stjórnvöld séu að marka sér stefnu í þessu, mér finnst það bara mjög eðlilegt,“ sagði Þórólfur. Þá viðraði hann einnig nokkrar áhyggjur af þeirri ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að opna ytri landamæri Schengen, það er að afnema bann við tilefnislausum ferðum hingað til lands frá löndum utan Schengen að því gefnu að fólk geti framvísað bóluefnavottorði eða vottorði um að vera með mótefni gegn Covid-19. Þórólfur tók fram að hann hefði ekki komið að þessari ákvörðun ráðherrans en reglugerðin varðandi þetta hefur ekki tekið gildi. „Ég segi nokkuð hreinskilið að ég get séð ýmsa hluti sem ég hef áhyggjur af þar. Í fyrsta lagi ef það yrði mjög mikil ásókn í að koma að við myndum hreinlega ekki anna þessari vinnu sem þarf að fara fram á landamærunum. Það eru svona praktískar útfærslur sem ég myndi hafa áhyggjur og þyrfti að skoða aðeins betur og undirbúa mjög vel áður en farið er af stað,“ sagði Þórólfur en bætti þó við að það væri skynsamleg nálgun að taka vottorð um veikindi og bólusetningu gild. „Það er það sem við stefnum að en á hvaða tímapunkti er rétt að opna meira eða minna, menn geta haft endalausar skoðanir á því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Til að mynda geti mismunandi svæði innan sama landsins verið merkt mismunandi lit og erfitt geti því reynst fyrir landamæraverði að vita nákvæmlega hvaðan fólk er að koma. Litakóðunarkerfið mun fela það í sér að fólk sem kemur frá löndum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Nóg verður að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun á landamærunum hér. Fái fólk neikvætt úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að hópur á vegum stjórnvalda væri nú að vinna að framtíðarfyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí, meðal annars með tilliti til þess hvernig framkvæmdin verður. Engu að síður ætlar Þórólfur að skila tillögum sínum að fyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí burtséð frá litakóðunarkerfinu. „Hvað mig varðar sem sóttvarnalækni þá ber mér samkvæmt lögum eftir sem áður að koma með tillögur til ráðherra um fyrirkomulag á landamærunum frá 1. Maí, eins og ég hef gert fram að þessu. Ég hef sagt það hvað mig áhrærir þá finnst mér ekki tímabært að tjá mig um það núna, það verður að fara eftir því hvernig staðan verður þegar nær dregur. Þannig að ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi eða mínum skoðunum eða tillögum hvað það varðar. En ég hef ekkert við það að athuga að stjórnvöld séu að marka sér stefnu í þessu, mér finnst það bara mjög eðlilegt,“ sagði Þórólfur. Þá viðraði hann einnig nokkrar áhyggjur af þeirri ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að opna ytri landamæri Schengen, það er að afnema bann við tilefnislausum ferðum hingað til lands frá löndum utan Schengen að því gefnu að fólk geti framvísað bóluefnavottorði eða vottorði um að vera með mótefni gegn Covid-19. Þórólfur tók fram að hann hefði ekki komið að þessari ákvörðun ráðherrans en reglugerðin varðandi þetta hefur ekki tekið gildi. „Ég segi nokkuð hreinskilið að ég get séð ýmsa hluti sem ég hef áhyggjur af þar. Í fyrsta lagi ef það yrði mjög mikil ásókn í að koma að við myndum hreinlega ekki anna þessari vinnu sem þarf að fara fram á landamærunum. Það eru svona praktískar útfærslur sem ég myndi hafa áhyggjur og þyrfti að skoða aðeins betur og undirbúa mjög vel áður en farið er af stað,“ sagði Þórólfur en bætti þó við að það væri skynsamleg nálgun að taka vottorð um veikindi og bólusetningu gild. „Það er það sem við stefnum að en á hvaða tímapunkti er rétt að opna meira eða minna, menn geta haft endalausar skoðanir á því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira