Þórsarar endurheimta Drungilas en enda þeir taphrinuna í toppslag kvöldsins? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 16:31 Adomas Drungilas skorar fyrir Þór í fyrri leiknum á móti Stjörnunni. Vísir/Elín Björg Liðin í öðru og þriðja sæti Domino´s deildar karla í körfubolta, Stjarnan og Þór Þorlákshöfn, mætast í Icelandic Glacial höllin í Þorlákshöfn í kvöld. Stjarnan er með tveimur stigum meira en Þórsliðið í öðru sæti deildarinnar en með sigri ná Þórsarar öðru sætinu og tryggja sér um leið betri innbyrðis stöðu á móti Garðbæingum út tímabilið. Leikur Þórs Þ. og Stjörnunnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 18.05. Bæði liðin töpuðu síðasta leik sínum og Þórsarar hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Liðið lék síðasta leik án litháíska leikmannsins Adomas Drungilas sem tók út leikbann á móti Grindavík. Í leiknum á undan tapaði Þórsliðið á móti Keflavík en þar á undan hafði spútniklið vetrarins unnið fimm leiki í röð. Stjarnan tapaði óvænt á móti Þór Akureyri í síðasta leik sínum en Garðabæjarliðið hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð undanfarna rúmu sextán mánuði. Stjarnan hefur síðan unnið sex leiki í röð í næsta leik eftir tapleik. Þórsarar sóttu sigur í Garðabæinn í fyrri leik liðanna í janúar en Þórsliðið vann leikinn 111-100 þar sem umræddur Adomas Drungilas var með 20 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 3 varin skot. Stjörnuliðið hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik en liðið er að fá á sig meðaltali 88,2 stig í leik. Ragnar Örn Bragason setti líka niður 20 stig í leiknum en hann var með fjóra þrista og alls voru fimm leikmenn Þórsliðsins með fimmtán stig eða meira því Larry Thomas og Emil Karel Einarsson skoruðu báðir 16 stig og Styrmir Snær Þrastarson var með 15 stig. Ægir Þór Steinarsson og Gunnar Ólafsson voru báðir með 24 stig fyrir Stjörnuna í leiknum og Mirza Sarajlija skoraði 19 stig. Stjörnuliðið lék án sænska landsliðsmannsins Alexander Lindqvist og verða væntanlega aftur án hans í kvöld þar sem hann fór til Svíþjóðar á dögunum vegna persónulegra ástæðna. Auk þess að sýna beint frá leik Þórs Þ. og Stjörnunnar þá verður leikur Vals og Tindastóls sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.45 og á eftir honum verða Dominos Tilþrifin. Leikur Vals og Tindastóls er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin. Píeta samtökin eru samtök sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Leikurinn verður í opinn dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkkan 20.15 en útsending hefst klukkan 19.45 þar sem vakin verður athygli á samtökunum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Stjarnan er með tveimur stigum meira en Þórsliðið í öðru sæti deildarinnar en með sigri ná Þórsarar öðru sætinu og tryggja sér um leið betri innbyrðis stöðu á móti Garðbæingum út tímabilið. Leikur Þórs Þ. og Stjörnunnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 18.05. Bæði liðin töpuðu síðasta leik sínum og Þórsarar hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Liðið lék síðasta leik án litháíska leikmannsins Adomas Drungilas sem tók út leikbann á móti Grindavík. Í leiknum á undan tapaði Þórsliðið á móti Keflavík en þar á undan hafði spútniklið vetrarins unnið fimm leiki í röð. Stjarnan tapaði óvænt á móti Þór Akureyri í síðasta leik sínum en Garðabæjarliðið hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð undanfarna rúmu sextán mánuði. Stjarnan hefur síðan unnið sex leiki í röð í næsta leik eftir tapleik. Þórsarar sóttu sigur í Garðabæinn í fyrri leik liðanna í janúar en Þórsliðið vann leikinn 111-100 þar sem umræddur Adomas Drungilas var með 20 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 3 varin skot. Stjörnuliðið hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik en liðið er að fá á sig meðaltali 88,2 stig í leik. Ragnar Örn Bragason setti líka niður 20 stig í leiknum en hann var með fjóra þrista og alls voru fimm leikmenn Þórsliðsins með fimmtán stig eða meira því Larry Thomas og Emil Karel Einarsson skoruðu báðir 16 stig og Styrmir Snær Þrastarson var með 15 stig. Ægir Þór Steinarsson og Gunnar Ólafsson voru báðir með 24 stig fyrir Stjörnuna í leiknum og Mirza Sarajlija skoraði 19 stig. Stjörnuliðið lék án sænska landsliðsmannsins Alexander Lindqvist og verða væntanlega aftur án hans í kvöld þar sem hann fór til Svíþjóðar á dögunum vegna persónulegra ástæðna. Auk þess að sýna beint frá leik Þórs Þ. og Stjörnunnar þá verður leikur Vals og Tindastóls sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.45 og á eftir honum verða Dominos Tilþrifin. Leikur Vals og Tindastóls er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin. Píeta samtökin eru samtök sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Leikurinn verður í opinn dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkkan 20.15 en útsending hefst klukkan 19.45 þar sem vakin verður athygli á samtökunum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira