Antoine Griezmann hefur einungis skorað þrettán mörk í 39 leikjum Barcelona á leiktíðinni og Hristo Stoichkov er ekki hrifinn.
Stoichkov lék með Barcelona á árunum 1990 til 1995 en hann skorað 76 mörk í 151 leikjum fyrir félagið. Síðar var hann sóknarþjálfari hjá félaginu, á árunum 2003 til 2004.
„Þegar Griezmann er inn á vellinum þá eru Börsungar tíu. Ef þeir vilja gera eitthvað þá þurfa þeir að selja hann,“ sagði Hristo í samtali við Mundo Deportivo.
Hristo Stoichkov: Barcelona playing with 10 men whenever Antoine Griezmann is on the pitch https://t.co/RRuVPcq32x
— Nigeria Newsdesk (@NigeriaNewsdesk) March 14, 2021
Hristo er goðsögn hjá Barcelona. Hann vann spænska meistaratitilinn fimm sinnum og þar að auki vann hann Ballon d'Or árið 1994.
„Trincao og Braithwaite ættu að vera í liðinu. Hvað er Griezmann að gera þarna?“ bætti Hristo við.
Sá franski var þó á skotskónum í síðasta leik Börsunga er hann skoraði ansi fallegt mark í 4-1 sigrinum á Huesca.
Griezmann er með samning við Barcelona til ársins 2024, líkt og Braithwaite.

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.