KR-ingar gáttaðir á því að Lina Pikciuté sleppi við bann fyrir olnbogaskotið: „Ásetningur af versta tagi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2021 16:01 Lina Pikciuté gefur Unni Töru Jónsdóttur olnbogaskot. stöð 2 sport KR-ingar eru afar ósáttir við að Fjölniskonan Lina Pikciuté hafi sloppið við bann fyrir að gefa Unni Töru Jónsdóttur olnbogaskot í leik liðanna í Domino's deild kvenna fyrr í þessum mánuði. „Ég var að fá svar frá KKÍ þar sem dómaranefnd metur þetta sem U-villu í leik en ekki D-villu og kæra því ekki atvikið,“ sagði Böðvar E. Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. Brot Pikciutés var með öðrum orðum metið sem óíþróttamannsleg villa en ekki brottrekstrarvilla. Það finnst KR-ingum illskiljanlegt. „Kærufresturinn er liðinn. Félögin geta kært sjö sólarhringum eftir leik en það eru tvær vikur síðan leikurinn fór fram. Við í KR áttum von á að þetta yrði tekið fyrir og leikmaðurinn dæmdur í eins eða tveggja leikja bann. Þess vegna er ótrúlegt að dómaranefnd hafi metið þetta atvik eins og þeir gerðu því það kemur fram á myndbandi að þetta er ásetningur af versta tagi,“ sagði Böðvar. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Olnbogaskot Linu Pikciuté Ekki er langt síðan Nikita Telesford, leikmaður Skallagríms, var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að gefa Valskonunni Hildi Björgu Kjartansdóttur olnbogaskot. „Ég veit ekki hvort dómaranefnd sé að fara í manngreinarálit. Það er nýbúið að dæma hana [Telesford] fyrir fólskuleg brot á Hildi Björgu en svo fáum við þessa blautu tusku í andlitið. Það er magnað að dómarinn, sem var beint fyrir framan þetta, hafi ekki séð þetta og að dómaranefndin, sem er skipuð reynslumiklum mönnum, vísi þessu frá er óboðlegt,“ sagði Böðvar. „Það er eitthvað mikið að, ég held að hver einn og einasti sem hafi skoðað þetta atvik sjái að þetta var viljandi gert og þetta á að vera bann. Misræmið í þessum dómum er svo mikið að ég trúi ekki öðru en þetta verði tekið aftur fyrir og þeir geri það eina rétta í stöðunni og dæma þennan leikmann í bann.“ KR sækir Keflavík heim í Domino's deildinni í kvöld. KR-ingar eru með tvö stig á botni deildarinnar. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna KR Tengdar fréttir Fóru yfir „rosalega ljótt“ olnbogaskot í leik KR og Fjölnis Sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds finnst líklegt að Lina Pikciuté, leikmaður Fjölnis, sé á leið í leikbann. 5. mars 2021 13:31 Sögðu olnbogaskot Nikitu Telesford mjög ljótt Olnbogaskot Nikitu Telesford í leik Skallagríms og Vals í Domino's deild kvenna voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. 26. febrúar 2021 13:00 Nikita dæmd í tveggja leikja bann fyrir olnbogaskotin Skallagrímskonur verða án lykilmanns í næstu tveimur leikjum sínum í Domino´s deildinni. 25. febrúar 2021 13:00 Gaf Hildi tvö olnbogaskot á innan við mínútu og var rekin út úr húsi Olnboganir flugu í leik Skallagríms og Vals í kvennakörfunni í gær. Hér má sjá þegar íslenski landsliðsmiðherjinn fékk að finna fyrir því í Fjósinu. 22. febrúar 2021 09:31 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
„Ég var að fá svar frá KKÍ þar sem dómaranefnd metur þetta sem U-villu í leik en ekki D-villu og kæra því ekki atvikið,“ sagði Böðvar E. Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. Brot Pikciutés var með öðrum orðum metið sem óíþróttamannsleg villa en ekki brottrekstrarvilla. Það finnst KR-ingum illskiljanlegt. „Kærufresturinn er liðinn. Félögin geta kært sjö sólarhringum eftir leik en það eru tvær vikur síðan leikurinn fór fram. Við í KR áttum von á að þetta yrði tekið fyrir og leikmaðurinn dæmdur í eins eða tveggja leikja bann. Þess vegna er ótrúlegt að dómaranefnd hafi metið þetta atvik eins og þeir gerðu því það kemur fram á myndbandi að þetta er ásetningur af versta tagi,“ sagði Böðvar. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Olnbogaskot Linu Pikciuté Ekki er langt síðan Nikita Telesford, leikmaður Skallagríms, var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að gefa Valskonunni Hildi Björgu Kjartansdóttur olnbogaskot. „Ég veit ekki hvort dómaranefnd sé að fara í manngreinarálit. Það er nýbúið að dæma hana [Telesford] fyrir fólskuleg brot á Hildi Björgu en svo fáum við þessa blautu tusku í andlitið. Það er magnað að dómarinn, sem var beint fyrir framan þetta, hafi ekki séð þetta og að dómaranefndin, sem er skipuð reynslumiklum mönnum, vísi þessu frá er óboðlegt,“ sagði Böðvar. „Það er eitthvað mikið að, ég held að hver einn og einasti sem hafi skoðað þetta atvik sjái að þetta var viljandi gert og þetta á að vera bann. Misræmið í þessum dómum er svo mikið að ég trúi ekki öðru en þetta verði tekið aftur fyrir og þeir geri það eina rétta í stöðunni og dæma þennan leikmann í bann.“ KR sækir Keflavík heim í Domino's deildinni í kvöld. KR-ingar eru með tvö stig á botni deildarinnar. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna KR Tengdar fréttir Fóru yfir „rosalega ljótt“ olnbogaskot í leik KR og Fjölnis Sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds finnst líklegt að Lina Pikciuté, leikmaður Fjölnis, sé á leið í leikbann. 5. mars 2021 13:31 Sögðu olnbogaskot Nikitu Telesford mjög ljótt Olnbogaskot Nikitu Telesford í leik Skallagríms og Vals í Domino's deild kvenna voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. 26. febrúar 2021 13:00 Nikita dæmd í tveggja leikja bann fyrir olnbogaskotin Skallagrímskonur verða án lykilmanns í næstu tveimur leikjum sínum í Domino´s deildinni. 25. febrúar 2021 13:00 Gaf Hildi tvö olnbogaskot á innan við mínútu og var rekin út úr húsi Olnboganir flugu í leik Skallagríms og Vals í kvennakörfunni í gær. Hér má sjá þegar íslenski landsliðsmiðherjinn fékk að finna fyrir því í Fjósinu. 22. febrúar 2021 09:31 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Fóru yfir „rosalega ljótt“ olnbogaskot í leik KR og Fjölnis Sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds finnst líklegt að Lina Pikciuté, leikmaður Fjölnis, sé á leið í leikbann. 5. mars 2021 13:31
Sögðu olnbogaskot Nikitu Telesford mjög ljótt Olnbogaskot Nikitu Telesford í leik Skallagríms og Vals í Domino's deild kvenna voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. 26. febrúar 2021 13:00
Nikita dæmd í tveggja leikja bann fyrir olnbogaskotin Skallagrímskonur verða án lykilmanns í næstu tveimur leikjum sínum í Domino´s deildinni. 25. febrúar 2021 13:00
Gaf Hildi tvö olnbogaskot á innan við mínútu og var rekin út úr húsi Olnboganir flugu í leik Skallagríms og Vals í kvennakörfunni í gær. Hér má sjá þegar íslenski landsliðsmiðherjinn fékk að finna fyrir því í Fjósinu. 22. febrúar 2021 09:31