Ár síðan samkomubann tók gildi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2021 08:56 Myndin er tekin á föstudagskvöldi síðasta vor þegar samkomubann hafði nýlega tekið gildi. Heldur fámennt var í bænum. Vísir/Vilhelm Í dag er ár síðan samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi hér á landi. Á miðnætti mánudaginn 16. mars 2020 tók gildi reglugerð þar sem kveðið var á um að ekki mættu fleiri en 100 manns koma saman, til dæmis á tónleikum, íþróttaviðburðum og við kirkjuathafnir. Við öll minni mannamót þurfti síðan að tryggja að nánd milli manna væri að minnsta kosti tveir metrar og að aðgengi að handþvotti og spritti væri gott. Háskólum og framhaldsskólum var lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum. Starf leikskóla og grunnskóla var áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta var í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem samkomubann var sett á og átti það að gilda í fjórar vikur. Samkomubannið var hins vegar strax hert viku síðar þegar í mesta lagi tuttugu manns máttu koma saman í sama rými. Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum var lokað sem og um starfsemi eða þjónustu sem krefst mikillar nálægðar. Þar undir féll allt íþróttastarf og einnig allar hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi. Framhaldið þekkjum við svo öll; síðan 16. mars 2020 hafa samkomutakmarkanir vegna faraldursins verið í gildi en misharðar þó. Mesti slakinn var gefinn síðasta sumar þegar 500 manns máttu koma saman þegar mest lét á tímabili. Þá var eins metra regla tekin upp. Svo kom þriðja bylgjan. Henni fylgdu hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til; í lok október tók tíu manna samkomubann gildi. Líkamsræktarstöðvum var lokað sem og sundlaugum, krám og skemmtistöðum. Í dag er 50 manna samkomubann í gildi, tveggja metra regla og grímuskylda. Þó mega allt að 200 manns koma saman á listviðburðum og íþróttaviðburðum en allir verða þá að sitja í merktum sætum. Hér fyrir neðan má nálgast umfjöllun Vísis þar sem stiklað er á stóru í sögu faraldursins hér á landi á síðasta ári. Umfjöllunin birtist á gamlársdag 2020. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Við öll minni mannamót þurfti síðan að tryggja að nánd milli manna væri að minnsta kosti tveir metrar og að aðgengi að handþvotti og spritti væri gott. Háskólum og framhaldsskólum var lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum. Starf leikskóla og grunnskóla var áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta var í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem samkomubann var sett á og átti það að gilda í fjórar vikur. Samkomubannið var hins vegar strax hert viku síðar þegar í mesta lagi tuttugu manns máttu koma saman í sama rými. Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum var lokað sem og um starfsemi eða þjónustu sem krefst mikillar nálægðar. Þar undir féll allt íþróttastarf og einnig allar hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi. Framhaldið þekkjum við svo öll; síðan 16. mars 2020 hafa samkomutakmarkanir vegna faraldursins verið í gildi en misharðar þó. Mesti slakinn var gefinn síðasta sumar þegar 500 manns máttu koma saman þegar mest lét á tímabili. Þá var eins metra regla tekin upp. Svo kom þriðja bylgjan. Henni fylgdu hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til; í lok október tók tíu manna samkomubann gildi. Líkamsræktarstöðvum var lokað sem og sundlaugum, krám og skemmtistöðum. Í dag er 50 manna samkomubann í gildi, tveggja metra regla og grímuskylda. Þó mega allt að 200 manns koma saman á listviðburðum og íþróttaviðburðum en allir verða þá að sitja í merktum sætum. Hér fyrir neðan má nálgast umfjöllun Vísis þar sem stiklað er á stóru í sögu faraldursins hér á landi á síðasta ári. Umfjöllunin birtist á gamlársdag 2020.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira