Lét börnin sín tilkynna heiminum það að hann væri hættur eftir tuttugu ár í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 10:30 Börnin hans Dre Brees voru greinilega mjög ánægð með að fá að sjá meira af pabba sínum nú þegar hann er hættur í NFL-deildinni. Instagram/@drewbrees Það eru núna stór tímamót hjá NFL goðsögninni Drew Brees, eiginkonu hans og börnunum fjórum. Einn besti leikstjórnandinn í sögu NFL-deildarinnar hefur ákveðið að segja þetta gott en Drew Brees notaði óvenjulega aðferð til að tilkynna það að hann væri hættur í boltanum. Það er ekki hægt að segja að það hafi komi sérfræðingum og öðrum á óvart að Drew Brees sé hættur að spila amerískan fótbolta en það hefur stefnt í þetta síðan að hann og félagar hans í New Orleans Saints duttu úr úr úrslitakeppninni á móti Tom Brady og félögum í janúar. Brees fékk börnin sín fjögur til að tilkynna heiminum að hann væri hættur en einnig lét hann fylgja með smá pistil sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Drew Brees (@drewbrees) Börnin hans eru Rylen Judith Brees, Bowen Christopher Brees, Baylen Robert Brees og Callen Christian Brees en hann á þau með eiginkonu sinni frá 2003, Brittany Brees. Strákarnir voru allir í treyjum pabba síns en eina stelpan var greinilega ekki til að fylgja þeim í því. Drew Brees spilaði með San Diego Chargers frá 2001 til 2005 en hefur spilað með New Orleans Saints frá 2006. Brees vann einn titil með Saints en það var í febrúar 2010. Drew Brees á NFL-metin yfir að hafa sent boltann flesta jarda (80.358) og er í öðru sæti í snertimarkssendingum á eftir Tom Brady. Hann lék 287 leiki í NFL-deildinni og var í sigurliði í 172 þeirra. Brees fer ekki mjög langt frá NFL-deildinni því hann mun starfa sem sérfræðingur í sjónvarpi hjá NBC sjónvarpsstöðinni. NFL Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Einn besti leikstjórnandinn í sögu NFL-deildarinnar hefur ákveðið að segja þetta gott en Drew Brees notaði óvenjulega aðferð til að tilkynna það að hann væri hættur í boltanum. Það er ekki hægt að segja að það hafi komi sérfræðingum og öðrum á óvart að Drew Brees sé hættur að spila amerískan fótbolta en það hefur stefnt í þetta síðan að hann og félagar hans í New Orleans Saints duttu úr úr úrslitakeppninni á móti Tom Brady og félögum í janúar. Brees fékk börnin sín fjögur til að tilkynna heiminum að hann væri hættur en einnig lét hann fylgja með smá pistil sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Drew Brees (@drewbrees) Börnin hans eru Rylen Judith Brees, Bowen Christopher Brees, Baylen Robert Brees og Callen Christian Brees en hann á þau með eiginkonu sinni frá 2003, Brittany Brees. Strákarnir voru allir í treyjum pabba síns en eina stelpan var greinilega ekki til að fylgja þeim í því. Drew Brees spilaði með San Diego Chargers frá 2001 til 2005 en hefur spilað með New Orleans Saints frá 2006. Brees vann einn titil með Saints en það var í febrúar 2010. Drew Brees á NFL-metin yfir að hafa sent boltann flesta jarda (80.358) og er í öðru sæti í snertimarkssendingum á eftir Tom Brady. Hann lék 287 leiki í NFL-deildinni og var í sigurliði í 172 þeirra. Brees fer ekki mjög langt frá NFL-deildinni því hann mun starfa sem sérfræðingur í sjónvarpi hjá NBC sjónvarpsstöðinni.
NFL Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira