Brooklyn vann baráttuna um New York og rýkur upp Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2021 07:31 James Harden kominn að körfu New York Knicks í sigrinum í nótt. AP/Frank Franklin II Línurnar eru teknar að skýrast í NBA-deildinni í körfubolta en liðin í efsta hlutanum í bæði vestur- og austurdeild fögnuðu sigri í nótt. Brooklyn Nets unnu baráttuna um New York þegar þeir fengu Knicks í heimsókn í gær, 117-112. James Harden var einn af nokkrum sem skoruðu þrefalda tvennu í leikjum gærdagsins en hann var með 21 stig, 15 fráköst og 15 stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 34 stig og var stigahæstur Nets. Eins og vonir stóðu til varð Brooklyn eitt albesta lið deildarinnar með komu Hardens í janúar. Eftir fimm sigra í röð er Brooklyn í 2. sæti austurdeildar með 27 sigra eins og Philadelphia 76ers, en 13 töp í stað 12 hjá Philadelphia. The @BrooklynNets move to 13-1 in their last 14 games! pic.twitter.com/5SS8GceTGC— NBA (@NBA) March 16, 2021 Giannis og LeBron með þrefalda tvennu Milwaukee Bucks eru svo í 3. sætinu með 25 sigra og 14 töp. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liðinu í gær í 133-122 sigri gegn Washington Wizards. Grikkinn gerði þrefalda tvennu í þriðja leiknum í röð en hann skoraði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Giannis (31 PTS, 15 REB, 10 AST) leads the @Bucks to 4 straight wins and becomes the 1st player with 3 straight triple-doubles in franchise history! pic.twitter.com/TlscmIn8Ey— NBA (@NBA) March 16, 2021 Eftir sigurinn góða á Utah Jazz áttu Golden State Warriors hins vegar ekki roð við meisturum Los Angeles Lakers í gær. LeBron James skoraði 22 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst, í 128-97 sigri Lakers. Stephen Curry skoraði 27 stig og gaf tvær stoðsendingar. Þar með hefur hann gefið flestar stoðsendingar í sögu Golden State eða 4.855, einni fleiri en Guy Rodgers. Þetta afrekaði Curry degi eftir að hafa orðið 33 ára, á sinni tólftu leiktíð í NBA. Lakers eru í 3. sæti vesturdeildar með 26 sigra líkt og Phoenix Suns og LA Clippers sem einnig unnu í nótt. Utah Jazz er á toppnum með sigurhlutfallið 28/10, Phoenix er með 26/12, Lakers 26/13 og Clippers 26/15. Úrslitin í nótt: Charlotte 122-116 Sacramento Washington 122-133 Milwaukee Detroit 99-109 San Antonio Brooklyn 117-112 New York Dallas 99-109 LA Clippers Denver 121-106 Indiana Phoenix 122-99 Memphis Golden State 97-128 LA Lakers NBA Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Brooklyn Nets unnu baráttuna um New York þegar þeir fengu Knicks í heimsókn í gær, 117-112. James Harden var einn af nokkrum sem skoruðu þrefalda tvennu í leikjum gærdagsins en hann var með 21 stig, 15 fráköst og 15 stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 34 stig og var stigahæstur Nets. Eins og vonir stóðu til varð Brooklyn eitt albesta lið deildarinnar með komu Hardens í janúar. Eftir fimm sigra í röð er Brooklyn í 2. sæti austurdeildar með 27 sigra eins og Philadelphia 76ers, en 13 töp í stað 12 hjá Philadelphia. The @BrooklynNets move to 13-1 in their last 14 games! pic.twitter.com/5SS8GceTGC— NBA (@NBA) March 16, 2021 Giannis og LeBron með þrefalda tvennu Milwaukee Bucks eru svo í 3. sætinu með 25 sigra og 14 töp. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liðinu í gær í 133-122 sigri gegn Washington Wizards. Grikkinn gerði þrefalda tvennu í þriðja leiknum í röð en hann skoraði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Giannis (31 PTS, 15 REB, 10 AST) leads the @Bucks to 4 straight wins and becomes the 1st player with 3 straight triple-doubles in franchise history! pic.twitter.com/TlscmIn8Ey— NBA (@NBA) March 16, 2021 Eftir sigurinn góða á Utah Jazz áttu Golden State Warriors hins vegar ekki roð við meisturum Los Angeles Lakers í gær. LeBron James skoraði 22 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst, í 128-97 sigri Lakers. Stephen Curry skoraði 27 stig og gaf tvær stoðsendingar. Þar með hefur hann gefið flestar stoðsendingar í sögu Golden State eða 4.855, einni fleiri en Guy Rodgers. Þetta afrekaði Curry degi eftir að hafa orðið 33 ára, á sinni tólftu leiktíð í NBA. Lakers eru í 3. sæti vesturdeildar með 26 sigra líkt og Phoenix Suns og LA Clippers sem einnig unnu í nótt. Utah Jazz er á toppnum með sigurhlutfallið 28/10, Phoenix er með 26/12, Lakers 26/13 og Clippers 26/15. Úrslitin í nótt: Charlotte 122-116 Sacramento Washington 122-133 Milwaukee Detroit 99-109 San Antonio Brooklyn 117-112 New York Dallas 99-109 LA Clippers Denver 121-106 Indiana Phoenix 122-99 Memphis Golden State 97-128 LA Lakers
Charlotte 122-116 Sacramento Washington 122-133 Milwaukee Detroit 99-109 San Antonio Brooklyn 117-112 New York Dallas 99-109 LA Clippers Denver 121-106 Indiana Phoenix 122-99 Memphis Golden State 97-128 LA Lakers
NBA Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira