„Það kom smá kjánalegt öskur og svo stóð ég bara frosinn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. mars 2021 15:23 Gísli segir að myndin hafi verið hugsuð frekar fyrir Íslendinga en útlendinga og því ánægjulegt að sjá hve vel hún nái til útlendinga og Óskarsverðlaunaakademíunnar. Vísir/SigurjónÓ Gísli Darri Halldórsson var svakalega hissa þegar Já-fólkið var á meðal þeirra fimm stuttu teiknimynda sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna. Hann segist hafa öðlast aukna virðingu fyrir Óskarsakademíunni enda hafi hann ekki leitað allra leiða til að kynna myndina sína fyrir aðilum ytra. Það gefi honum þá tilfinningu að myndin hafi verið metin að verðleikum. „Eins klisjukennt og það er þá er ég svakalega hissa,“ segir Gísli Darri í samtali við Vísi. „Þetta er pínulítil mynd, ég var alls ekki viðbúinn þessu og já, ég er bara algjörlega stúmm.“ Á leið í hádegismat Svo vanbúinn var Gísli fyrir daginn í dag að hann var á leið í hádegismat með vini sínum klukkan tólf þegar kærastan hans benti honum á að hann væri að misreikna hlutina. „Ég ætlaði að fara í hádegismat með vini mínum því ég hélt að þetta væri klukkan 13. Svo sagði kærastan mín að þetta væri klukkan 12,“ segir Gísli Darri léttur og settist við skjáinn líkt og fleiri. Tilnefningar voru lesnar upp og svo kom að flokknum styttri teiknimyndir. Yes-People (teaser) from Gísli Darri on Vimeo. En hvernig ætli stuttteiknimyndaleikstjórar fagni Óskarstilnefningu? Leggjast menn á hnén, hoppa hæð sína í lofti eða halda ró sinni? „Við erum svo miklir introvertar,“ segir Gísli hlæjandi. „Það kom smá kjánalegt öskur og svo stóð ég bara frosinn. Var bara hissa, ekki beint atriði úr Braveheart.“ Vildi sanna fyrir sjálfum sér Greinilegt er á Gísla Darra að hann er stoltur yfir velgengni myndar sinnar. „Ég vildi bara sanna það að ég gæti leikstýrt teiknimynd með fjármagni,“ segir Gísli Darri. Hann vísar til þess að fyrri myndir hans hafi verið gerðar af ástríðu og fyrir nánast engann pening. Fyrri myndir Gísla Darra 1999 Kókó 2000 Reykjavik Safari 2001 Froskablús 2005 Whatever 2008 Great Unrest „Ég vildi sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti gert þetta sjálfur. Ég vildi færa mig yfir á þetta plan. Ég hef mest megnis verið kvikari í gegnum tíðina, hef skrifað frekar mikið en langað svakalega mikið að færa mig í þennan leikstjórastól. Ég vildi fara upp á næsta plan.“ Kvikari er íslenska orðið yfir animator sem Gísli Darri lýsir sem þeim sem glæðir karaktera í teiknimyndum lífi, lætur þá hugsa, anda, hlæja og svo fram vegis. Kvikari er þannig hálfpartinn leikari og grafískur hönnuðu á sama tíma, meða marga hatta úr mörgum listformum. „Það er ofsalega gefandi og skemmtileg vinna, en tekur óskaplega langan tíma.“ Þessar fimm eru tilnefndar í flokknum. Alls ekki bara fyrir börn Hann segir styttri teiknimyndir frekar nýlegt listform og ekki komið almennilega upp á yfirborðið fyrr en um aldamótin síðustu. „Þetta hafa hingað til mest verið barnamyndir en ég hef alltaf haft trú á því að þetta sé miðill fyrir alla. Ég held að Óskarstilnefningarnar sýni það líka. Það eru alls konar myndir þarna inni og líka alls konar frábærar sem var hafnað. Þær sýna lífið í öllum litum.“ Aðspurður um samkeppnina í úrslitunum, ef svo má segja, segir Gísli Darri þær frábærar. „Ef ég á að segja eins og er þá er ég mjög saddur og tilbúinn að lúta höfði.“ Genius Loci er í uppáhaldi hjá honum. „Þar er animation tekin inn á ljóðrænt og skemmtilegt plan,“ segir Gísli Darri. Burrow sé í Disney-stíl og fylgi þeirri hefð kvikmyndarisans. Þá hafi Opera upphaflega verið hugsuð sem listaverk en um er að ræða eina samfellda töku í átta mínútur. „Það er gaman að sjá eitthvað öðruvísi.“ Þögla týpan sem fylgist með Já-fólkið er teiknimynd sem fjallar um íbúa í ónefndri blokk sem vakna einn vetrarmorgun og rútína hversdagsleikans tekur við - hvort sem það er vinnan, skólinn eða heimilislífið. Fólkinu er fylgt eftir í einn sólahring en þegar líða tekur á daginn fer lífsmunstur hvers og eins að kristalla persónurnar (dugnaður, leti, fíkn og ástríða). Um kvöldið eru allir komnir heim og um blokkina ómar ýmist ástaratlot eða æpandi þögn sambandsleysis. Að lokum þarf hver og einn að horfast í augu við gjörðir dagsins. Þetta er gamansöm, hálf-þögul teiknimynd um fjötra vanans, segir um myndina á vef Kvikmyndamiðstöðvar. Gísli segir sækja innblástur í fólk sem hann þekki eða hafi fylgst með. „Ég er þögla týpan sem fylgist með. Ég hef gaman af því að sitja og hlusta,“ segir Gísli Darri. Amma og afi Gísla Darra eru viss fyrirmynd í Já-fólkinu. Óður til fallegs sambands afa og ömmu „Amma og afi dóu á meðan gerð myndarinnar stóð. Það er smá óður til þeirra sambands. Mér fannst magnað hve lengi þau voru saman og hve fallegt þeirra samband var.“ Aðspurður hvar fólk geti séð myndina segir hann það allt saman í vinnslu og vonandi verði hægt að sjá myndina í íslensku sjónvarpi innan tíðar. Gísli Darri frumsýndi Já-fólkið í janúar í fyrra. Hann segir hana hafa farið á flug sumarið 2020 og sýnda á yfir fjörutíu kvikmyndahátíðum. Vegna kórónuveirunnar hefur hann bara getað mætt á eina, RIFF í Bíó Paradís, sem var hápunktur síðasta árs. Gísli Darri er tíundi Íslendingurinn til að vera tilnefndur til Óskarsverðlaunanna. Hildur Guðnadóttir braut í fyrra blað í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar með því að vinna Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í myndinni Joker. Þar með varð hún fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn. Óskarsverðlaunin verða afhent aðfaranótt mánudagsins 26. apríl næstkomandi. Óskarinn Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Konur fyrirferðamiklar í tilnefningum til Óskarsins Í dag voru tilnefningar til Óskarsins árið 2021 kynntar í beinni útsendingu á YouTube-síðu Óskarsverðlaunanna. 15. mars 2021 14:01 Húsavík tilnefnt til Óskarsins Nú fyrir stundu varð það ljóst að lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd. 15. mars 2021 12:53 Já-fólkið eftir Gísla Darra í forvalinu til Óskarsverðlaunanna Stuttmyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson er á meðal tíu stuttmynda sem eru í forvalinu fyrir tilnefningu til Óskarsverðlauna í ár. 10. febrúar 2021 12:44 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hann segist hafa öðlast aukna virðingu fyrir Óskarsakademíunni enda hafi hann ekki leitað allra leiða til að kynna myndina sína fyrir aðilum ytra. Það gefi honum þá tilfinningu að myndin hafi verið metin að verðleikum. „Eins klisjukennt og það er þá er ég svakalega hissa,“ segir Gísli Darri í samtali við Vísi. „Þetta er pínulítil mynd, ég var alls ekki viðbúinn þessu og já, ég er bara algjörlega stúmm.“ Á leið í hádegismat Svo vanbúinn var Gísli fyrir daginn í dag að hann var á leið í hádegismat með vini sínum klukkan tólf þegar kærastan hans benti honum á að hann væri að misreikna hlutina. „Ég ætlaði að fara í hádegismat með vini mínum því ég hélt að þetta væri klukkan 13. Svo sagði kærastan mín að þetta væri klukkan 12,“ segir Gísli Darri léttur og settist við skjáinn líkt og fleiri. Tilnefningar voru lesnar upp og svo kom að flokknum styttri teiknimyndir. Yes-People (teaser) from Gísli Darri on Vimeo. En hvernig ætli stuttteiknimyndaleikstjórar fagni Óskarstilnefningu? Leggjast menn á hnén, hoppa hæð sína í lofti eða halda ró sinni? „Við erum svo miklir introvertar,“ segir Gísli hlæjandi. „Það kom smá kjánalegt öskur og svo stóð ég bara frosinn. Var bara hissa, ekki beint atriði úr Braveheart.“ Vildi sanna fyrir sjálfum sér Greinilegt er á Gísla Darra að hann er stoltur yfir velgengni myndar sinnar. „Ég vildi bara sanna það að ég gæti leikstýrt teiknimynd með fjármagni,“ segir Gísli Darri. Hann vísar til þess að fyrri myndir hans hafi verið gerðar af ástríðu og fyrir nánast engann pening. Fyrri myndir Gísla Darra 1999 Kókó 2000 Reykjavik Safari 2001 Froskablús 2005 Whatever 2008 Great Unrest „Ég vildi sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti gert þetta sjálfur. Ég vildi færa mig yfir á þetta plan. Ég hef mest megnis verið kvikari í gegnum tíðina, hef skrifað frekar mikið en langað svakalega mikið að færa mig í þennan leikstjórastól. Ég vildi fara upp á næsta plan.“ Kvikari er íslenska orðið yfir animator sem Gísli Darri lýsir sem þeim sem glæðir karaktera í teiknimyndum lífi, lætur þá hugsa, anda, hlæja og svo fram vegis. Kvikari er þannig hálfpartinn leikari og grafískur hönnuðu á sama tíma, meða marga hatta úr mörgum listformum. „Það er ofsalega gefandi og skemmtileg vinna, en tekur óskaplega langan tíma.“ Þessar fimm eru tilnefndar í flokknum. Alls ekki bara fyrir börn Hann segir styttri teiknimyndir frekar nýlegt listform og ekki komið almennilega upp á yfirborðið fyrr en um aldamótin síðustu. „Þetta hafa hingað til mest verið barnamyndir en ég hef alltaf haft trú á því að þetta sé miðill fyrir alla. Ég held að Óskarstilnefningarnar sýni það líka. Það eru alls konar myndir þarna inni og líka alls konar frábærar sem var hafnað. Þær sýna lífið í öllum litum.“ Aðspurður um samkeppnina í úrslitunum, ef svo má segja, segir Gísli Darri þær frábærar. „Ef ég á að segja eins og er þá er ég mjög saddur og tilbúinn að lúta höfði.“ Genius Loci er í uppáhaldi hjá honum. „Þar er animation tekin inn á ljóðrænt og skemmtilegt plan,“ segir Gísli Darri. Burrow sé í Disney-stíl og fylgi þeirri hefð kvikmyndarisans. Þá hafi Opera upphaflega verið hugsuð sem listaverk en um er að ræða eina samfellda töku í átta mínútur. „Það er gaman að sjá eitthvað öðruvísi.“ Þögla týpan sem fylgist með Já-fólkið er teiknimynd sem fjallar um íbúa í ónefndri blokk sem vakna einn vetrarmorgun og rútína hversdagsleikans tekur við - hvort sem það er vinnan, skólinn eða heimilislífið. Fólkinu er fylgt eftir í einn sólahring en þegar líða tekur á daginn fer lífsmunstur hvers og eins að kristalla persónurnar (dugnaður, leti, fíkn og ástríða). Um kvöldið eru allir komnir heim og um blokkina ómar ýmist ástaratlot eða æpandi þögn sambandsleysis. Að lokum þarf hver og einn að horfast í augu við gjörðir dagsins. Þetta er gamansöm, hálf-þögul teiknimynd um fjötra vanans, segir um myndina á vef Kvikmyndamiðstöðvar. Gísli segir sækja innblástur í fólk sem hann þekki eða hafi fylgst með. „Ég er þögla týpan sem fylgist með. Ég hef gaman af því að sitja og hlusta,“ segir Gísli Darri. Amma og afi Gísla Darra eru viss fyrirmynd í Já-fólkinu. Óður til fallegs sambands afa og ömmu „Amma og afi dóu á meðan gerð myndarinnar stóð. Það er smá óður til þeirra sambands. Mér fannst magnað hve lengi þau voru saman og hve fallegt þeirra samband var.“ Aðspurður hvar fólk geti séð myndina segir hann það allt saman í vinnslu og vonandi verði hægt að sjá myndina í íslensku sjónvarpi innan tíðar. Gísli Darri frumsýndi Já-fólkið í janúar í fyrra. Hann segir hana hafa farið á flug sumarið 2020 og sýnda á yfir fjörutíu kvikmyndahátíðum. Vegna kórónuveirunnar hefur hann bara getað mætt á eina, RIFF í Bíó Paradís, sem var hápunktur síðasta árs. Gísli Darri er tíundi Íslendingurinn til að vera tilnefndur til Óskarsverðlaunanna. Hildur Guðnadóttir braut í fyrra blað í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar með því að vinna Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í myndinni Joker. Þar með varð hún fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn. Óskarsverðlaunin verða afhent aðfaranótt mánudagsins 26. apríl næstkomandi.
Fyrri myndir Gísla Darra 1999 Kókó 2000 Reykjavik Safari 2001 Froskablús 2005 Whatever 2008 Great Unrest
Óskarinn Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Konur fyrirferðamiklar í tilnefningum til Óskarsins Í dag voru tilnefningar til Óskarsins árið 2021 kynntar í beinni útsendingu á YouTube-síðu Óskarsverðlaunanna. 15. mars 2021 14:01 Húsavík tilnefnt til Óskarsins Nú fyrir stundu varð það ljóst að lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd. 15. mars 2021 12:53 Já-fólkið eftir Gísla Darra í forvalinu til Óskarsverðlaunanna Stuttmyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson er á meðal tíu stuttmynda sem eru í forvalinu fyrir tilnefningu til Óskarsverðlauna í ár. 10. febrúar 2021 12:44 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Konur fyrirferðamiklar í tilnefningum til Óskarsins Í dag voru tilnefningar til Óskarsins árið 2021 kynntar í beinni útsendingu á YouTube-síðu Óskarsverðlaunanna. 15. mars 2021 14:01
Húsavík tilnefnt til Óskarsins Nú fyrir stundu varð það ljóst að lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd. 15. mars 2021 12:53
Já-fólkið eftir Gísla Darra í forvalinu til Óskarsverðlaunanna Stuttmyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson er á meðal tíu stuttmynda sem eru í forvalinu fyrir tilnefningu til Óskarsverðlauna í ár. 10. febrúar 2021 12:44