Beyoncé og Taylor Swift skráðu sig á spjöld Grammy-sögunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2021 07:16 Beyoncé á Grammy-verðlaunahátíðinni í gær. Getty/Kevin Winter Bandarísku tónlistarkonurnar Beyoncé og Taylor Swift rituðu nöfn sín á spjöld sögunnar á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í gær. Beyoncé vann sín 28. Grammy-verðlaun og hefur enginn í sögu verðlaunanna unnið fleiri. Beyoncé tók þannig fram úr bluegrass-söngkonunni Alison Krauss sem hefur unnið til 27 Grammy-verðlauna. Beyoncé vann til tveggja verðlauna í gær, annars vegar fyrir besta tónlistarmyndbandið við lagið Brown Skin Girl og hins vegar fyrir bestu frammistöðuna í R&B-tónlist fyrir lag sitt Black Parade. Taylor Swift var verðlaunuð fyrir plötu ársins, Folklore, og varð þar með fyrsti kvenkyns tónlistarmaðurinn til að vinna í þeim flokki þrisvar sinnum. Swift fékk sömu verðlaun 2010 fyrir plötu sína Fearless og svo aftur 2016 fyrir plötuna 1989. Aðeins þrír karlkyns tónlistarmenn höfðu áður náð þeim árangri að vinna þrisvar fyrir bestu plötuna, þeir Frank Sinatra, Paul Simon og Stevie Wonder. Billie Eilish vann síðan fyrir bestu smáskífuna annað árið í röð með lagi sínu Everything I Wanted. I Can‘t Breathe með H.E.R. var valið lag ársins og nýliði ársins var Megan Thee Stallion. watch on YouTube Þá vann Hildur Guðnadóttir, tónskáld, Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókerinn eins og greint var frá hér á Vísi í gærkvöldi. Helstu sigurvegarar Grammy-verðlaunanna 2021: Smáskífa ársins: Billie Eilish – Everything I Wanted Plata ársins: Taylor Swift – Folklore Lag ársins: H.E.R. – I Can‘t Breathe Nýliði ársins: Megan Thee Stallion Besta poppplatan – sungin: Dua Lipa – Future Nostalgia Besti sóló-poppflytjandinn: Harry Styles – Watermelon Sugar Besta poppdúóið/poppsveitin: Lady Gaga og Ariana Grande – Rain on Me Besta poppplatan – hefðbundin: James Taylor – American Standard Besta raftónlistarplatan: Kaytranada - Bubba Besta rokkplatan: The Strokes – The New Abnormal Besta alternative-platan: Fiona Apple – Fetch the Bolt Cutters Besta R&B-platan: John Legend – Bigger Love Besta rappplatan: Nas – King‘s Disease Besta kántríplatan: Miranda Lambert – Wildcard Ítarlegri lista um sigurvegara á Grammy-verðlaununum 2021 má nálgast á vef Guardian. Hér fyrir neðan má sjá tónlistaratriðin sem flutt voru á verðlaunaathöfninni í gær. watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube Grammy Menning Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Beyoncé vann sín 28. Grammy-verðlaun og hefur enginn í sögu verðlaunanna unnið fleiri. Beyoncé tók þannig fram úr bluegrass-söngkonunni Alison Krauss sem hefur unnið til 27 Grammy-verðlauna. Beyoncé vann til tveggja verðlauna í gær, annars vegar fyrir besta tónlistarmyndbandið við lagið Brown Skin Girl og hins vegar fyrir bestu frammistöðuna í R&B-tónlist fyrir lag sitt Black Parade. Taylor Swift var verðlaunuð fyrir plötu ársins, Folklore, og varð þar með fyrsti kvenkyns tónlistarmaðurinn til að vinna í þeim flokki þrisvar sinnum. Swift fékk sömu verðlaun 2010 fyrir plötu sína Fearless og svo aftur 2016 fyrir plötuna 1989. Aðeins þrír karlkyns tónlistarmenn höfðu áður náð þeim árangri að vinna þrisvar fyrir bestu plötuna, þeir Frank Sinatra, Paul Simon og Stevie Wonder. Billie Eilish vann síðan fyrir bestu smáskífuna annað árið í röð með lagi sínu Everything I Wanted. I Can‘t Breathe með H.E.R. var valið lag ársins og nýliði ársins var Megan Thee Stallion. watch on YouTube Þá vann Hildur Guðnadóttir, tónskáld, Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókerinn eins og greint var frá hér á Vísi í gærkvöldi. Helstu sigurvegarar Grammy-verðlaunanna 2021: Smáskífa ársins: Billie Eilish – Everything I Wanted Plata ársins: Taylor Swift – Folklore Lag ársins: H.E.R. – I Can‘t Breathe Nýliði ársins: Megan Thee Stallion Besta poppplatan – sungin: Dua Lipa – Future Nostalgia Besti sóló-poppflytjandinn: Harry Styles – Watermelon Sugar Besta poppdúóið/poppsveitin: Lady Gaga og Ariana Grande – Rain on Me Besta poppplatan – hefðbundin: James Taylor – American Standard Besta raftónlistarplatan: Kaytranada - Bubba Besta rokkplatan: The Strokes – The New Abnormal Besta alternative-platan: Fiona Apple – Fetch the Bolt Cutters Besta R&B-platan: John Legend – Bigger Love Besta rappplatan: Nas – King‘s Disease Besta kántríplatan: Miranda Lambert – Wildcard Ítarlegri lista um sigurvegara á Grammy-verðlaununum 2021 má nálgast á vef Guardian. Hér fyrir neðan má sjá tónlistaratriðin sem flutt voru á verðlaunaathöfninni í gær. watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube
Grammy Menning Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira