Baldur bilaði á Breiðafirði á fimmtudag og þurfti að draga ferjuna til hafnar í Stykkishólmi. Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að skipta þurfi út túrbínu og að von sé á varahlutum til Reykjavíkur í kvöld. Þeir verði fluttir í Stykkishólm strax.
Reiknað sé með því að viðgerð hefjist á morgun, reynslusiglingar á þriðjudag og að reglulegar siglingar hefjist aftur á miðvikudag, allt með fyrirvara um að varahlutirnir skili sér vel og viðgerðir gangi samkvæmt áætlun.