Körfubolti

Sýning West­brooks dugði ekki til

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessir tveir fóru á kostum í nótt.
Þessir tveir fóru á kostum í nótt. Rob Carr/Getty Images

Russell Westbrook fór á kostum í liði Washington í nótt en það dugði ekki til gegn Milwaukee. Washington tapaði með sex stigum fyrir Milwaukee, 125-119, í einum af átta leikjum næturinnar.

Westbrook gerði 42 stig og tók tólf fráköst í tapinu nauma gegn Milwaukee. Giannis Antetokounmpo var stigahæstur hjá Milwaukee er hann gerði 33 stig og gaf ellefu stoðsendingar.

Karl-Anthony Towns átti einnig ansi góðan leik fyrir Minnesota. Þeir töpuðu þó fyrir Portland naumlega, 125-121, en Towns gerði 34 stig og tók tíu fráköst. Carmelo Antony gerði 26 stig fyrir Portland.

Atlanta vann fjórða leikinn í röð er þeir unnu fimmtán stiga sigur á Sacramento, 121-106. De’Aaron Fox skoraði 32 stig fyrir Sacramento og gaf sex stoðsendingar. Trae Young gerði 28 stig og tók níu fráköst.

Leikir næturinnar:

New York - Oklahoma City 119-97

Detroit - Brooklyn 95-100

Milwaukee - Washington 125-119

Toronto - Charlotte 104-114

Sacramento - Atlanta 106-121

Portland - Minnesota 125-121

Dallas - Denver 116-103

Indiana - Phoenix 122-111


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×