Fresta uppsögnum 150 starfsmanna um mánuð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. mars 2021 19:00 Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, kallar eftir því að Alþingi grípi inn í. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð hafa ákveðið að fresta uppsögnum 150 starfsmanna hjúkrunarheimila um mánuð. Þau krefjast þess að velferðarnefnd Alþingis leysi úr þeirri óvissu sem nú ríki. Segja þurfti upp öllum 150 starfsmönnum hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja eftir að ríkið tók við rekstri heimilanna. Bæjarfélögin tvö ásamt Hornafirði og Akureyri sögðu upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands um reksturinn þar sem framlög ríkisins dugðu ekki fyrir rekstrinum. Ríkið hefur tekið yfir reksturinn á Höfn og á Akureyri standa samningar yfir við tvö einkaaðila. Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð og í Eyjum eru hins vegar ósátt við hvernig staðið er að málum - það séu mánuðir síðan samningum hafi verið sagt upp og því óeðlilegt að öllu fólki sé sagt upp störfum. „Þunnur þrettándi“ „Við erum búin að eiga í samræðum við ráðuneytið um langt skeið um það að rekstrarframlög til okkar hafi ekki dugað til. Þær viðræður skiluðu engum árangri og við fórum þess vegna út í þá aðgerð að segja upp þessum rekstri, því á endanum ber heilbrigðisráðuneytið ábyrgð á heilbrigðismálum. Það eru því vonbrigði þegar það er komið að því að aðilaskipti fari fram að þetta séu viðbrögðin,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í gær að talsvert af rangfærslum hafi verið um málið. „Sveitarfélögin eru að taka ákvörðun fyrir sína parta um að veita ekki þessa þjónustu. Þá náttúrlega eðlilega þurfa þau í kjölfarið að taka ákvörðun um það að segja upp sínu starfsfólki. En um leið þarf ríkið að auglýsa þessar sömu stöður, samkvæmt lögum,“ sagði Svandís. Jón Björn segist gefa lítið fyrir þessi svör. „Við teljum að þessi svör séu frekar þunnur þrettándi,“ segir hann og vísar til ummæla Láru V. Júlíusdóttur, sérfræðings í vinnurétti, um að ríkinu beri að fara að lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja. Fólki gefið ráðrúm Jón Björn kallar eftir því að velferðarnefnd Alþingis taki málið upp og leysi úr óvissunni. Þangað til hefur uppsögnum verið frestað til 1. maí. „Það er til þess að gefa fólki ráðrúm og líka heilbrigðisstofnunum til að undirbúa sig. Og að velferðarnefnd taki málið upp núna fyrir páska og gangi frá því þannig að lög um aðilaskipti verði virkjuð og starfsfólk hjúkrunarheimila fari bara yfir til nýs vinnuveitanda því þessi hjúkrunarheimili verða ekkert rekin nema með þessu góða fólki sem þarna er,“ segir hann.„Auðvitað er starfsfólkið okkar mjög ósátt við þessa óvissu sem er undir,” bætir hann við, aðspurður um hljóðið í fólki þessa dagana. Fjarðabyggð Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18 Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44 Rekstur hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar til HSA Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa. 3. mars 2021 14:39 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Segja þurfti upp öllum 150 starfsmönnum hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja eftir að ríkið tók við rekstri heimilanna. Bæjarfélögin tvö ásamt Hornafirði og Akureyri sögðu upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands um reksturinn þar sem framlög ríkisins dugðu ekki fyrir rekstrinum. Ríkið hefur tekið yfir reksturinn á Höfn og á Akureyri standa samningar yfir við tvö einkaaðila. Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð og í Eyjum eru hins vegar ósátt við hvernig staðið er að málum - það séu mánuðir síðan samningum hafi verið sagt upp og því óeðlilegt að öllu fólki sé sagt upp störfum. „Þunnur þrettándi“ „Við erum búin að eiga í samræðum við ráðuneytið um langt skeið um það að rekstrarframlög til okkar hafi ekki dugað til. Þær viðræður skiluðu engum árangri og við fórum þess vegna út í þá aðgerð að segja upp þessum rekstri, því á endanum ber heilbrigðisráðuneytið ábyrgð á heilbrigðismálum. Það eru því vonbrigði þegar það er komið að því að aðilaskipti fari fram að þetta séu viðbrögðin,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í gær að talsvert af rangfærslum hafi verið um málið. „Sveitarfélögin eru að taka ákvörðun fyrir sína parta um að veita ekki þessa þjónustu. Þá náttúrlega eðlilega þurfa þau í kjölfarið að taka ákvörðun um það að segja upp sínu starfsfólki. En um leið þarf ríkið að auglýsa þessar sömu stöður, samkvæmt lögum,“ sagði Svandís. Jón Björn segist gefa lítið fyrir þessi svör. „Við teljum að þessi svör séu frekar þunnur þrettándi,“ segir hann og vísar til ummæla Láru V. Júlíusdóttur, sérfræðings í vinnurétti, um að ríkinu beri að fara að lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja. Fólki gefið ráðrúm Jón Björn kallar eftir því að velferðarnefnd Alþingis taki málið upp og leysi úr óvissunni. Þangað til hefur uppsögnum verið frestað til 1. maí. „Það er til þess að gefa fólki ráðrúm og líka heilbrigðisstofnunum til að undirbúa sig. Og að velferðarnefnd taki málið upp núna fyrir páska og gangi frá því þannig að lög um aðilaskipti verði virkjuð og starfsfólk hjúkrunarheimila fari bara yfir til nýs vinnuveitanda því þessi hjúkrunarheimili verða ekkert rekin nema með þessu góða fólki sem þarna er,“ segir hann.„Auðvitað er starfsfólkið okkar mjög ósátt við þessa óvissu sem er undir,” bætir hann við, aðspurður um hljóðið í fólki þessa dagana.
Fjarðabyggð Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18 Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44 Rekstur hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar til HSA Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa. 3. mars 2021 14:39 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
„Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18
Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44
Rekstur hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar til HSA Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa. 3. mars 2021 14:39