„Mér líður vel. Ég er heppinn að ganga til liðs við jafn gott lið og Valur er. Við náum vel saman, erum með reynslumikla leikmenn eins og Jón [Arnór Stefánsson] og Pavel [Ermolinskij]. Ég er að njóta þess til þessa,“ sagði Jordan í viðtali fyrr í dag.
Jordan segist ekki hafa þekkt leikmenn deildarinnar áður en hann kom til landsins. Hann spilaði þó oft við landsliðsmanninn Jón Axel Guðmundsson í bandaríska háskólaboltanum svo hann spurði Jón aðeins út í land og þjóð áður en hann kom til landsins.
„Ég hafði heyrt aðeins um ríginn. Maður fann orkuna í byggingunni og að þessi leikur skipti aðeins meira máli en aðrir leikir í deildinni,“ sagði Jordan um stórleik vikunnar. Hann lét það ekki á sig fá og var allt í öllu er Valur eins og áður sagði vann loksins KR í efstu deild í körfubolta hér á landi.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.