NBA dagsins: Haukarnir unnu upp fimmtán stiga forskot á síðustu sex mínútunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2021 15:01 Kevin Huerter og Trae Young fagna með Tony Snell eftir að hann skoraði sigurkörfu Atlanta Hawks gegn Toronto Raptors. ap/mike carlson Þrátt fyrir að vera fimmtán stigum undir þegar sex mínútur voru eftir vann Atlanta Hawks Toronto Raptors, 120-121, í NBA-deildinni í nótt. Þetta var þriðji sigur Atlanta í jafn mörgum leikjum eftir að þjálfarinn Lloyd Pierce var látinn taka pokann sinn og Nate McMillan tók við starfi hans. Fátt benti þó til að Atlanta myndi fara með sigur af hólmi í leiknum í nótt því þegar 4. leikhluti var hálfnaður leiddi Toronto með fimmtán stigum, 112-97. Þá tóku Haukarnir við sér en þriggja stiga skot frá Stanley Johnson þegar ein mínúta og þrettán sekúndur voru eftir virtist hafa tryggt Toronto sigurinn, 120-113. Atlanta skoraði hins vegar síðustu átta stig leiksins. Tony Snell tryggði liðinu sigurinn þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem leiktíminn rann út. Öll athygli varnar Toronto var á Trae Young sem kastaði boltanum út fyrir þriggja stiga línuna á Snell sem skoraði sigurkörfuna. Young skoraði 37 stig og gaf sex stoðsendingar í leiknum. Dario Gallinari kom með tuttugu stig af bekknum og Clint Capela tók nítján fráköst og varði fimm skot. Atlanta er í 8. sæti Austurdeildarinnar með sautján sigra og tuttugu töp eins og Toronto. Nick Powell skoraði 33 stig fyrir Toronto sem var án lykilmanna á borð við Pascals Siakam, Freds VanVleet og OG Anunoby. Toronto hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Toronto og Atlanta, Brooklyn Nets og Boston Celtics og Portland Trail Blazers og Phoenix Suns auk flottustu tilþrifa næturinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ Sjá meira
Þetta var þriðji sigur Atlanta í jafn mörgum leikjum eftir að þjálfarinn Lloyd Pierce var látinn taka pokann sinn og Nate McMillan tók við starfi hans. Fátt benti þó til að Atlanta myndi fara með sigur af hólmi í leiknum í nótt því þegar 4. leikhluti var hálfnaður leiddi Toronto með fimmtán stigum, 112-97. Þá tóku Haukarnir við sér en þriggja stiga skot frá Stanley Johnson þegar ein mínúta og þrettán sekúndur voru eftir virtist hafa tryggt Toronto sigurinn, 120-113. Atlanta skoraði hins vegar síðustu átta stig leiksins. Tony Snell tryggði liðinu sigurinn þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem leiktíminn rann út. Öll athygli varnar Toronto var á Trae Young sem kastaði boltanum út fyrir þriggja stiga línuna á Snell sem skoraði sigurkörfuna. Young skoraði 37 stig og gaf sex stoðsendingar í leiknum. Dario Gallinari kom með tuttugu stig af bekknum og Clint Capela tók nítján fráköst og varði fimm skot. Atlanta er í 8. sæti Austurdeildarinnar með sautján sigra og tuttugu töp eins og Toronto. Nick Powell skoraði 33 stig fyrir Toronto sem var án lykilmanna á borð við Pascals Siakam, Freds VanVleet og OG Anunoby. Toronto hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Toronto og Atlanta, Brooklyn Nets og Boston Celtics og Portland Trail Blazers og Phoenix Suns auk flottustu tilþrifa næturinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti