Hörmulegt gengi Everton á heimavelli heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 19:25 Jóhann Berg í leik dagsins. Gareth Copley/Getty Images Gylfi Þór æfði lítið í vikunni vegna meiðsla og var því eflaust ekki leikfær í dag. Fyrri hálfleikur á Goodison Park var hin besta skemmtun í dag. Chris Wood kom gestunum yfir eftir fínan undirbúning Josh Brownhill. Á 24. mínútu skoraði Dwight McNeil eitt af mörkum ársins er hann fór illa með brasilíska miðjumanninn Alan og smurði knöttinn upp í samskeytin. Magnað mark í alla staði. WHAT A GOAL Dwight McNeil bends a GORGEOUS shot right into the top corner Burnley lead Everton 2-0 pic.twitter.com/oKCo4koQDX— Goal (@goal) March 13, 2021 Skömmu síðar átti Jóhann Berg þrumuskot í stöngina sem hefði gert endanlega út um leikinn. Dominic Calver-Lewin kom Everton inn í leikinn eftir fyrirgjöf Tom Davis og staðan 2-1 Burnley í vil er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Everton varð reyndar fyrir áfalli skömmu eftir að Calver-Lewin minnkaði muninn en Jordan Pickford þurfti þá að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Robin Olsen hefur verið varamarkvörður Everton á leiktíðinni en hann var ekki með í dag og því var það hinn 21 árs gamli João Virgínia sem kom inn af bekknum. Fátt markvert gerðist í síðari hálfleik og fór það svo að Burnley vann leikinn 2-1. Jóhann Berg var tekinn af velli á 67. mínútu. Everton hefur nú aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum á Goodison Park. Liðið hefur gert eitt jafntefli og tapað fimm. Burnley er nú með 33 stig í 15. sæti deildarinnar en Everton er sem fyrr í 6. sæti með 46 stig. Enski boltinn Fótbolti
Gylfi Þór æfði lítið í vikunni vegna meiðsla og var því eflaust ekki leikfær í dag. Fyrri hálfleikur á Goodison Park var hin besta skemmtun í dag. Chris Wood kom gestunum yfir eftir fínan undirbúning Josh Brownhill. Á 24. mínútu skoraði Dwight McNeil eitt af mörkum ársins er hann fór illa með brasilíska miðjumanninn Alan og smurði knöttinn upp í samskeytin. Magnað mark í alla staði. WHAT A GOAL Dwight McNeil bends a GORGEOUS shot right into the top corner Burnley lead Everton 2-0 pic.twitter.com/oKCo4koQDX— Goal (@goal) March 13, 2021 Skömmu síðar átti Jóhann Berg þrumuskot í stöngina sem hefði gert endanlega út um leikinn. Dominic Calver-Lewin kom Everton inn í leikinn eftir fyrirgjöf Tom Davis og staðan 2-1 Burnley í vil er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Everton varð reyndar fyrir áfalli skömmu eftir að Calver-Lewin minnkaði muninn en Jordan Pickford þurfti þá að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Robin Olsen hefur verið varamarkvörður Everton á leiktíðinni en hann var ekki með í dag og því var það hinn 21 árs gamli João Virgínia sem kom inn af bekknum. Fátt markvert gerðist í síðari hálfleik og fór það svo að Burnley vann leikinn 2-1. Jóhann Berg var tekinn af velli á 67. mínútu. Everton hefur nú aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum á Goodison Park. Liðið hefur gert eitt jafntefli og tapað fimm. Burnley er nú með 33 stig í 15. sæti deildarinnar en Everton er sem fyrr í 6. sæti með 46 stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti