Harry Maguire fékk Rikka G til að fara upp á háa C-ið þegar hann „klúðraði einu besta færi allra tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 14:01 Harry Maguire tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma boltanum yfir markið í stað þess að koma Manchester United í 1-0 í fyrri hálfleiknum á móti AC Milan. Getty/Laurence Griffiths Manchester United átti alltaf að komast í 1-0 í fyrri hálfleiknum á móti AC Milan á Old Trafford í gærkvöldi. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, svaf örugglega ekki mikið í nótt eftir að hafa klúðrað algjöru dauðafæri í jafntefli í fyrri leiknum á móti AC Milan í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Maguire virtist hreinlega brjóta einhver grundvallarlögmál þegar honum tókst að koma boltanum í stöngina og yfir markið frekar en að setja hann í marknetið. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en markalaust var í hálfleik. Ríkharð Óskar Guðnason var að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport 2 og það er óhætt að segja að hann hafi farið á kostum þegar Maguire tókst á einhvern hátt að skjóta í stöngina og yfir markið fyrir opnu marki. Klippa: Dauðafæri Harry Maguire „Ha. Hvernig fór Harry Maguire að þessu. Hann átti bara eftir að setja boltann í markið. Þetta er bara eitt af bestu færum allra tíma. Ég á ekki til eitt aukatekið orð. Hvernig endaði þessi bolti ekki í markinu því það var miklu erfiðara að setja hann ekki í markið,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í lýsingunni. „Þetta er með lífsins ólíkindum. Hann á bara eftir að ýta boltanum inn fyrir línuna. Það væri hægt að gera heila heimildarmynd á Stöð 2 Plús í sex þáttum um hvernig hann fór að þessu og taka viðtal við alls konar sérfræðinga, Þetta er hulin ráðgáta,“ sagði Ríkharð. Amad Diallo kom Manchester United yfir í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum og þannig var staðan þar til að Simon Kjær jafnaði fyrir ítalska liðið í uppbótatíma. Harry Maguire hefur skorað 2 mörk í 41 leik á tímabilinu og komu þau bæði í ensku úrvalsdeildinni. Fyrra markið kom á móti Newcastle í október en það síðara á móti Sheffield United undir lok janúar. Maguire á enn eftir að skora mark í Evrópukeppni fyrir Manchester United en hann hefur alls leikið fjórtán leiki í Meistaradeild (5) og Evrópudeild (9) fyrir félagið án þess að skora. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Sjá meira
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, svaf örugglega ekki mikið í nótt eftir að hafa klúðrað algjöru dauðafæri í jafntefli í fyrri leiknum á móti AC Milan í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Maguire virtist hreinlega brjóta einhver grundvallarlögmál þegar honum tókst að koma boltanum í stöngina og yfir markið frekar en að setja hann í marknetið. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en markalaust var í hálfleik. Ríkharð Óskar Guðnason var að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport 2 og það er óhætt að segja að hann hafi farið á kostum þegar Maguire tókst á einhvern hátt að skjóta í stöngina og yfir markið fyrir opnu marki. Klippa: Dauðafæri Harry Maguire „Ha. Hvernig fór Harry Maguire að þessu. Hann átti bara eftir að setja boltann í markið. Þetta er bara eitt af bestu færum allra tíma. Ég á ekki til eitt aukatekið orð. Hvernig endaði þessi bolti ekki í markinu því það var miklu erfiðara að setja hann ekki í markið,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í lýsingunni. „Þetta er með lífsins ólíkindum. Hann á bara eftir að ýta boltanum inn fyrir línuna. Það væri hægt að gera heila heimildarmynd á Stöð 2 Plús í sex þáttum um hvernig hann fór að þessu og taka viðtal við alls konar sérfræðinga, Þetta er hulin ráðgáta,“ sagði Ríkharð. Amad Diallo kom Manchester United yfir í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum og þannig var staðan þar til að Simon Kjær jafnaði fyrir ítalska liðið í uppbótatíma. Harry Maguire hefur skorað 2 mörk í 41 leik á tímabilinu og komu þau bæði í ensku úrvalsdeildinni. Fyrra markið kom á móti Newcastle í október en það síðara á móti Sheffield United undir lok janúar. Maguire á enn eftir að skora mark í Evrópukeppni fyrir Manchester United en hann hefur alls leikið fjórtán leiki í Meistaradeild (5) og Evrópudeild (9) fyrir félagið án þess að skora.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Sjá meira