Leyfði leikmanni sínum að klippa sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 13:02 Bill Belichick hefur náð frábærum árangri með New England Patriots liðið undanfarin tvo áratugi. Getty/Adam Glanzman Brandon King hafði taugarnar í að klippa þjálfara sinn Bill Belichick og fékk líka nokkra brandara að launum. Bill Belichick er einn besti þjálfarinn í sögu NFL-deildarinnar. Hann er líka einn sá harðasti og miskunnarlausasti í faginu. Belichick var tilbúinn að bregða á leik til að safna pening fyrir góðu málefni. Belichick leyfði leikmanni sínum, Brandon King, að klippa sig í tilefni af söfnum fyrir barnaspítalann í Boston. Söfnunin heitir „Saving by Shaving“ og New England Patriots bauð upp á það að þjálfari liðsins settist í rakarastólinn. Belichick fórnaði ekki aðeins hárinu sínu heldur sló líka á létta strengi sem er eitthvað sem hann gerir ekki oft opinberlega enda með óvenju stífa framkomu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu. Cuts for a cause The barber: @_king205In the chair: Bill Belichick pic.twitter.com/ELMVS4c9jx— New England Patriots (@Patriots) March 11, 2021 „Það er erfitt verkefni að láta mig líta vel út. Oftast var nú meira hár til að klippa,“ sagði Belichick í léttum tón. Belichick hélt um tíma á hárunum í lófanum og sagði við King: „Sjáðu gráu hárin hérna, þetta er vegna þriðju tilraunar og þegar það langt í endurnýjun,“ sagði Bill Belichick. Hann sagðist ennfremur ekki fengið svona klippingu síðan hann var tólf eða þrettán ára. Hinn 68 ára gamli Bill Belichick hefur gert New England Patriots sex sinnum að NFL-meisturum síðan að hann tók við liðinu um aldarmótin en áður hafði hann hjálpað New York Giants að vinna tvo titla sem varnarþjálfari. Patriots hefur myndað sterk tengsli við barnaspítalann í Boston sem hefur undanfarin ár verið kosinn besti spítalinn í Bandaríkjunum af U.S. News & World Report. Allir nýliðar hjá New England Patriots þurfa að fara í heimsókn á spítalann. NFL Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Bill Belichick er einn besti þjálfarinn í sögu NFL-deildarinnar. Hann er líka einn sá harðasti og miskunnarlausasti í faginu. Belichick var tilbúinn að bregða á leik til að safna pening fyrir góðu málefni. Belichick leyfði leikmanni sínum, Brandon King, að klippa sig í tilefni af söfnum fyrir barnaspítalann í Boston. Söfnunin heitir „Saving by Shaving“ og New England Patriots bauð upp á það að þjálfari liðsins settist í rakarastólinn. Belichick fórnaði ekki aðeins hárinu sínu heldur sló líka á létta strengi sem er eitthvað sem hann gerir ekki oft opinberlega enda með óvenju stífa framkomu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu. Cuts for a cause The barber: @_king205In the chair: Bill Belichick pic.twitter.com/ELMVS4c9jx— New England Patriots (@Patriots) March 11, 2021 „Það er erfitt verkefni að láta mig líta vel út. Oftast var nú meira hár til að klippa,“ sagði Belichick í léttum tón. Belichick hélt um tíma á hárunum í lófanum og sagði við King: „Sjáðu gráu hárin hérna, þetta er vegna þriðju tilraunar og þegar það langt í endurnýjun,“ sagði Bill Belichick. Hann sagðist ennfremur ekki fengið svona klippingu síðan hann var tólf eða þrettán ára. Hinn 68 ára gamli Bill Belichick hefur gert New England Patriots sex sinnum að NFL-meisturum síðan að hann tók við liðinu um aldarmótin en áður hafði hann hjálpað New York Giants að vinna tvo titla sem varnarþjálfari. Patriots hefur myndað sterk tengsli við barnaspítalann í Boston sem hefur undanfarin ár verið kosinn besti spítalinn í Bandaríkjunum af U.S. News & World Report. Allir nýliðar hjá New England Patriots þurfa að fara í heimsókn á spítalann.
NFL Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira