Jón Arnór: Stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2021 23:28 Jón Arnór Stefánsson var næststigahæstur Valsmanna í sigrinum á KR-ingum með tólf stig. vísir/hulda margrét Jón Arnór Stefánsson lék sinn fyrsta leik í búningi Vals á sínum gamla heimavelli, DHL-höllinni, í kvöld. Valsmenn unnu þá KR-inga, 77-87. Jón Arnór sagði tilfinninguna að spila á heimavelli KR sem leikmaður annars lið sérstaka en hann naut leiksins til hins ítrasta. „Þetta var svolítið skrítin tilfinning. Ég neita því ekki. Mikið af tilfinningum að koma hingað, keyra þessa leið sem maður hefur farið svo oft áður. Sjá þessi andlit og heyra KR-lagið. Ég stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun,“ sagði Jón Arnór léttur í lundu í samtali við Vísi eftir leikinn. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt, mikill fiðringur í maganum og gaman að spila svona leik, hvað þá á móti félaginu þar sem maður ólst upp. Þetta var mjög skemmtilegur dagur í alla staði.“ Fannst við vera með þá Liðin héldu í hendur allt þar til í upphafi 4. leikhluta þegar Valsmenn náðu góðu áhlaupi. „Þetta var stál í stál bróðurpartinn af leiknum en einhvern veginn var tilfinningin eins og við værum með þá,“ sagði Jón Arnór. „Þegar þetta small leið okkur eins og við værum með þá þar sem við vildum. Við vorum vel undirbúnir fyrir leikinn, vorum með gott plan og framkvæmdum það vel. Þetta var frábær leikur og mjög mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Jordan framúrskarandi og frábær liðsheild Jordan Roland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Vals og skoraði fjörutíu stig í kvöld. „Þetta er það sem okkur hefur vantað, að fá skorara sem breytir öllu fyrir okkur, tekur meiri pressu af liðinu og opnar möguleika fyrir marga aðra. Hann dregur athyglina að sér og þá þurfum við hinir að vera klárir að setja skotin ofan í,“ sagði Jón Arnór. „Vonandi verður bara gott jafnvægi þarna á milli. Þetta var eiginlega frábær leikur frá öllum í kvöld. Jordan var framúrskarandi og allir lögðu í púkkið. Það var frábær liðsheild sem skóp þennan sigur.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-87 | Fyrsti sigur Vals á KR á þessari öld Valur gerði góða ferð í DHL-höllina og vann KR, 77-87, í 14. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár. Síðasti sigurinn kom í lokaumferð efstu deildar 11. mars 1999. 11. mars 2021 22:50 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Jón Arnór sagði tilfinninguna að spila á heimavelli KR sem leikmaður annars lið sérstaka en hann naut leiksins til hins ítrasta. „Þetta var svolítið skrítin tilfinning. Ég neita því ekki. Mikið af tilfinningum að koma hingað, keyra þessa leið sem maður hefur farið svo oft áður. Sjá þessi andlit og heyra KR-lagið. Ég stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun,“ sagði Jón Arnór léttur í lundu í samtali við Vísi eftir leikinn. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt, mikill fiðringur í maganum og gaman að spila svona leik, hvað þá á móti félaginu þar sem maður ólst upp. Þetta var mjög skemmtilegur dagur í alla staði.“ Fannst við vera með þá Liðin héldu í hendur allt þar til í upphafi 4. leikhluta þegar Valsmenn náðu góðu áhlaupi. „Þetta var stál í stál bróðurpartinn af leiknum en einhvern veginn var tilfinningin eins og við værum með þá,“ sagði Jón Arnór. „Þegar þetta small leið okkur eins og við værum með þá þar sem við vildum. Við vorum vel undirbúnir fyrir leikinn, vorum með gott plan og framkvæmdum það vel. Þetta var frábær leikur og mjög mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Jordan framúrskarandi og frábær liðsheild Jordan Roland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Vals og skoraði fjörutíu stig í kvöld. „Þetta er það sem okkur hefur vantað, að fá skorara sem breytir öllu fyrir okkur, tekur meiri pressu af liðinu og opnar möguleika fyrir marga aðra. Hann dregur athyglina að sér og þá þurfum við hinir að vera klárir að setja skotin ofan í,“ sagði Jón Arnór. „Vonandi verður bara gott jafnvægi þarna á milli. Þetta var eiginlega frábær leikur frá öllum í kvöld. Jordan var framúrskarandi og allir lögðu í púkkið. Það var frábær liðsheild sem skóp þennan sigur.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-87 | Fyrsti sigur Vals á KR á þessari öld Valur gerði góða ferð í DHL-höllina og vann KR, 77-87, í 14. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár. Síðasti sigurinn kom í lokaumferð efstu deildar 11. mars 1999. 11. mars 2021 22:50 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-87 | Fyrsti sigur Vals á KR á þessari öld Valur gerði góða ferð í DHL-höllina og vann KR, 77-87, í 14. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár. Síðasti sigurinn kom í lokaumferð efstu deildar 11. mars 1999. 11. mars 2021 22:50
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti