Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna fimmtán ára Heimsljós 11. mars 2021 14:01 Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna fimmtán ára UN Photo/Perret Neyðarsjóður sameinuðu þjóðanna hefur ráðstafað um 900 milljörðum frá því hann var stofnaður í mars 2006 Í þessum mánuði eru fimmtán ár liðin frá því Sameinuðu þjóðirnar settu á fót sérstakan neyðarsjóð – Central Emergency Response Fund (CERF) – í þeim tilgangi að bregðast í skyndi við mannúðar- og neyðaraðstoð á átakasvæðum og í kjölfar náttúruhamfara. Neyðarsjóðurinn er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. Frá því sjóðurinn var stofnaður í mars 2006 hefur hann ráðstafað um 900 milljörðum bandarískra dala til lífsbjargandi stuðnings við fólk í eitt hundrað þjóðríkjum. Á síðasta ári veitti sjóðurinn matvælaaðstoð til sjö milljóna manna og veitti 5,5 milljónum kvenna og stúlkna vernd á átaka- og hamfarasvæðum. CERF eykur viðbragðsflýti stofnana Sameinuðu þjóðanna og beinir sjónum að undirfjármögnuðum og gleymdum neyðarsvæðum. Sjóðurinn leggur áherslu á snemmtækar og skilvirkar aðgerðir til að draga úr manntjóni og neyð og grípur inn í þar sem neyðin er viðvarandi og gleymd. Í þróunarsamvinnustefnu Íslands er lögð áhersla á fyrirsjáanleg framlög til mannúðaraðstoðar. Í samræmi við þá áherslu endurnýjaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á síðasta ári rammasamning við CERF fyrir tímabilið 2020-2023. Ársframlög Íslands til sjóðsins nema 50 milljónum króna á ári en á sérstakri framlagsráðstefnu CERF seint á síðasta ári varð ákveðið að verja 40 milljónum króna í viðbótarframlag til sjóðsins. Frá því að CERF var sett á laggirnar 2006 hefur mannúðarþörf í heiminum aukist margfalt. Þeim sem þurfa á mannúðaraðstoð og vernd að halda hefur fjölgað úr 32 milljónum manns árið 2006 í 260 milljón manns árið 2020, samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Í þessum mánuði eru fimmtán ár liðin frá því Sameinuðu þjóðirnar settu á fót sérstakan neyðarsjóð – Central Emergency Response Fund (CERF) – í þeim tilgangi að bregðast í skyndi við mannúðar- og neyðaraðstoð á átakasvæðum og í kjölfar náttúruhamfara. Neyðarsjóðurinn er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. Frá því sjóðurinn var stofnaður í mars 2006 hefur hann ráðstafað um 900 milljörðum bandarískra dala til lífsbjargandi stuðnings við fólk í eitt hundrað þjóðríkjum. Á síðasta ári veitti sjóðurinn matvælaaðstoð til sjö milljóna manna og veitti 5,5 milljónum kvenna og stúlkna vernd á átaka- og hamfarasvæðum. CERF eykur viðbragðsflýti stofnana Sameinuðu þjóðanna og beinir sjónum að undirfjármögnuðum og gleymdum neyðarsvæðum. Sjóðurinn leggur áherslu á snemmtækar og skilvirkar aðgerðir til að draga úr manntjóni og neyð og grípur inn í þar sem neyðin er viðvarandi og gleymd. Í þróunarsamvinnustefnu Íslands er lögð áhersla á fyrirsjáanleg framlög til mannúðaraðstoðar. Í samræmi við þá áherslu endurnýjaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á síðasta ári rammasamning við CERF fyrir tímabilið 2020-2023. Ársframlög Íslands til sjóðsins nema 50 milljónum króna á ári en á sérstakri framlagsráðstefnu CERF seint á síðasta ári varð ákveðið að verja 40 milljónum króna í viðbótarframlag til sjóðsins. Frá því að CERF var sett á laggirnar 2006 hefur mannúðarþörf í heiminum aukist margfalt. Þeim sem þurfa á mannúðaraðstoð og vernd að halda hefur fjölgað úr 32 milljónum manns árið 2006 í 260 milljón manns árið 2020, samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent