Allir fjórir með breska afbrigðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2021 09:04 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Allir þeir fjórir sem greinst hafa með kórónuveiruna innanlands síðustu daga og verið utan sóttkvíar eru með breska afbrigði veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir í Bítinu á Bylgjunni, í morgun. Þá sagði hann ekki endilega á þessari stundu verið að ræða um einhverjar harðar aðgerðir. Sjá þurfi hvað komið hafi út úr sýnatökum gærdagsins en endanlegar tölur eru ekki komnar. Þórólfur sagði að á meðan ekki væru fleiri orðnir ónæmir fyrir veirunni hér innanlands þá gætu smit alltaf komið upp. „Við höfum verið að gera allt sem við getum til að lágmarka þessa áhættu, bæði fá veiruna inn og eins og að hún smitist. En svo gerist þetta og þá var bara gripið til mjög harðra aðgerða í kringum þessi tilfelli bæði skima mikið og margir settir í sóttkví,“ sagði Þórólfur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði hann tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum ekki á dagskrá og í morgun sagði hann ekki verið að ræða harðar aðgerðir á þessari stundu. „Við þurfum að sjá hvað sýnatökurnar í gær skiluðu, það er ekki komin endanleg niðurstaða á það. Svo þurfum við að sjá bara næstu daga því eins og við vitum þá tekur upp undir viku að fá fram veikindi ef einhver hafa orðið. Þannig að við þurfum bara að sjá hvernig vikan verður svolítið,“ sagði Þórólfur. Þá staðfesti hann að öll fjögur innanlandssmitin sem tengjast landamærasmitinu sem greindist í byrjun mars, og reyndist vera breska afbrigðið, séu einnig af þeim sama veirustofni. „Þetta er allt saman breska afbrigðið. Auk þess getur raðgreiningin sýnt nokkurn veginn hver hefur smitað hvern þannig að við vitum að þetta tilheyrir sama upprunanum,“ sagði Þórólfur. Of snemmt væri að segja til um það hvort fjórða bylgja faraldursins væri hafin. Sjá þyrfti hvernig takist að ná utan um smitin núna. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir í Bítinu á Bylgjunni, í morgun. Þá sagði hann ekki endilega á þessari stundu verið að ræða um einhverjar harðar aðgerðir. Sjá þurfi hvað komið hafi út úr sýnatökum gærdagsins en endanlegar tölur eru ekki komnar. Þórólfur sagði að á meðan ekki væru fleiri orðnir ónæmir fyrir veirunni hér innanlands þá gætu smit alltaf komið upp. „Við höfum verið að gera allt sem við getum til að lágmarka þessa áhættu, bæði fá veiruna inn og eins og að hún smitist. En svo gerist þetta og þá var bara gripið til mjög harðra aðgerða í kringum þessi tilfelli bæði skima mikið og margir settir í sóttkví,“ sagði Þórólfur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði hann tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum ekki á dagskrá og í morgun sagði hann ekki verið að ræða harðar aðgerðir á þessari stundu. „Við þurfum að sjá hvað sýnatökurnar í gær skiluðu, það er ekki komin endanleg niðurstaða á það. Svo þurfum við að sjá bara næstu daga því eins og við vitum þá tekur upp undir viku að fá fram veikindi ef einhver hafa orðið. Þannig að við þurfum bara að sjá hvernig vikan verður svolítið,“ sagði Þórólfur. Þá staðfesti hann að öll fjögur innanlandssmitin sem tengjast landamærasmitinu sem greindist í byrjun mars, og reyndist vera breska afbrigðið, séu einnig af þeim sama veirustofni. „Þetta er allt saman breska afbrigðið. Auk þess getur raðgreiningin sýnt nokkurn veginn hver hefur smitað hvern þannig að við vitum að þetta tilheyrir sama upprunanum,“ sagði Þórólfur. Of snemmt væri að segja til um það hvort fjórða bylgja faraldursins væri hafin. Sjá þyrfti hvernig takist að ná utan um smitin núna. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira