Öflugur skjálfti við Fagradalsfjall í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2021 06:04 Flestir skjálftar næturinnar eiga upptök sín við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm Stór skjálfti að stærð 5,1 varð klukkan 03:14 í nótt. Skjálftinn átti upptök sín á 5,1 kílómetra dýpi, 2,4 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli. Að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúrvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, fannst skjálftinn víða um land og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist allt austur í Fljótshlíð og vestur í Búðardal. Hún segir að enginn órói hafi fylgt þessum stóra skjálfta og þá er ekki að sjá að kvika sé komin upp á yfirborðið á svæðinu. Alls hafa um 700 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Samkvæmt töflu á vef Veðurstofunnar hafa þeir langflestir verið við Fagradalsfjall. Þá hafa nokkrir einnig átt upptök sín norður eða norðaustur af Grindavík. Hulda Rós segir rúmlega tuttugu skjálfta í nótt hafa verið yfir þremur að stærð. Þeir hafi allir, fyrir utan þennan stóra um miðja nótt, verið á milli þrír og fjórir að stærð. Sumir hafa slagað hátt í fjóra; klukkan 04:35 varð skjálfti að stærð 3,9 fjóra kílómetra norðaustur af Grindavík og klukkan 05:19 varð skjálfti að stærð 3,8 2,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Tvær vikur eru nú síðan að skjálfti 5,7 að stærð reið yfir á Reykjanesskaga. Þar með hófst sú jarðskjálftahrina sem nú er í gangi og er hún talin nokkuð óvenjuleg vegna þess fjölda stórra skjálfta sem orðið hafa. Fjölmargir hafa verið yfir fjórum að stærð og þó nokkrir yfir fimm. Mikil skjálftavirkni er enn við Fagradalsfjall.Veðurstofa Íslands Vísindamenn telja kvikugang hafa myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Kvikan í ganginum er á um eins kílómeters dýpi og er gert ráð fyrir að hún geti mögulega brotið sér leið upp á yfirborðið þannig að það verði eldgos. Þrisvar sinnum í hrinunni hefur mælst svokallaður óróapúls en óróapúls þegar margir litlir skjálftar verða með svo stuttu millibili að erfitt og nær ómögulegt að greina á milli þeirra. Slíkur órói er gjarnan fyrirboði eldgoss en eins og kom fram hjá Freysteini Sigmundssyni, jarðeðlisfræðingi, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þá gæti kvikan brotið sér leið upp á yfirborði nær án fyrirvara. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúrvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, fannst skjálftinn víða um land og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist allt austur í Fljótshlíð og vestur í Búðardal. Hún segir að enginn órói hafi fylgt þessum stóra skjálfta og þá er ekki að sjá að kvika sé komin upp á yfirborðið á svæðinu. Alls hafa um 700 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Samkvæmt töflu á vef Veðurstofunnar hafa þeir langflestir verið við Fagradalsfjall. Þá hafa nokkrir einnig átt upptök sín norður eða norðaustur af Grindavík. Hulda Rós segir rúmlega tuttugu skjálfta í nótt hafa verið yfir þremur að stærð. Þeir hafi allir, fyrir utan þennan stóra um miðja nótt, verið á milli þrír og fjórir að stærð. Sumir hafa slagað hátt í fjóra; klukkan 04:35 varð skjálfti að stærð 3,9 fjóra kílómetra norðaustur af Grindavík og klukkan 05:19 varð skjálfti að stærð 3,8 2,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Tvær vikur eru nú síðan að skjálfti 5,7 að stærð reið yfir á Reykjanesskaga. Þar með hófst sú jarðskjálftahrina sem nú er í gangi og er hún talin nokkuð óvenjuleg vegna þess fjölda stórra skjálfta sem orðið hafa. Fjölmargir hafa verið yfir fjórum að stærð og þó nokkrir yfir fimm. Mikil skjálftavirkni er enn við Fagradalsfjall.Veðurstofa Íslands Vísindamenn telja kvikugang hafa myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Kvikan í ganginum er á um eins kílómeters dýpi og er gert ráð fyrir að hún geti mögulega brotið sér leið upp á yfirborðið þannig að það verði eldgos. Þrisvar sinnum í hrinunni hefur mælst svokallaður óróapúls en óróapúls þegar margir litlir skjálftar verða með svo stuttu millibili að erfitt og nær ómögulegt að greina á milli þeirra. Slíkur órói er gjarnan fyrirboði eldgoss en eins og kom fram hjá Freysteini Sigmundssyni, jarðeðlisfræðingi, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þá gæti kvikan brotið sér leið upp á yfirborði nær án fyrirvara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira