„Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2021 19:00 Svali Björgvinsson er flestum körfuboltaunnendum vel kunnugur. Stöð 2 Sport Svali Björgvinsson fór yfir hvaða breytingar gætu átt sér stað á ársþingi Körfuknattleiks-sambands Íslands um reglur er varða fjölda erlendra leikmanna í deildum hér á landi. Svali telur vægi íslenskra leikmanna of lítið eins og staðan er í dag. Á ársþingi KKÍ um komandi helgi verður lagt til að reglum um erlenda leikmenn verði breytt. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá viðtal við Svala um komandi þing og hans skoðanir á þessum breytingum. Um hvað snúa þessar nýju reglur? „Þetta snýst ekki um að vera útlendingur eða Íslendingur. Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta. Mörgum finnst - til dæmis í vetur og síðasta vetur – þá hefur vægi íslenskra leikmanna verið of lítið, þá sérstaklega ungra leikmanna. Ég er einn af þeim, mér finnst vægi íslenskra og ungra leikmanna vera of lítið og tækifærin sem þeir fá. Mér finnst rétt að skoða hvort önnur útfærsla sé betri en sú sem nú er til að byggja upp körfubolta til framtíðar,“ sagði Svali. Á hvaða útfærslu er verið að horfa? „Útfærslan sem hefur verið lögð fyrir þingið og liggur núna fyrir þarf ekkert að vera sú rétta. Að það sé ákveðinn fjöldi Íslendinga sem þurfi að vera uppalinn innan KKÍ á hverjum tíma þannig að liðin geti – þau sem það vilja – haft fleiri erlenda leikmenn en það sé ákveðinn fjöldi – kannski tveir eða þrír – sem þurfa að vera inn á vellinum eru uppaldir innan KKÍ. Svipaða reglu eins og er í fjölmörgum löndum.“ Lið utan af landi eiga oft erfitt með að manna sín lið þar sem leikmenn á höfuðborgarsvæðinu eru ekki alltaf tilbúnir í slík ævintýri. Þau leita því erlendis í leit að liðsstyrk. „Það eru mörg lið sem hafa gengið ljómandi vel með allskonar útfærslum og reglum. Það hefur verið að talað um að ungir iðkendur hafi oft farið til Reykjavíkur til náms,“ sagði Svali og stakk upp á að ef til vill gætu aðrar reglur verið fyrir lið sem eru ekki á suðvesturhorni Íslands. „Ég held það sé aðalatriðið að finna reglu sem flestir eru sáttir við. Að við fáum þá gæði í erlendum leikmönnum og á sama tíma gefum við ungum leikmönnum tækifæri til að blómstra og dafna í íslenskum körfubolta.“ Hefur þetta verið rætt inna hreyfingarinnar? „Þetta er rætt öllum stundum innan hreyfingarinnar. Þetta og margt annað. Körfubolti er falleg íþrótt og það eru margir fletir en það er búið að ræða þetta talsvert. Ég vona að þetta verði upplýstar og skynsamar umræður en ekki deilur. Þetta snýst ekki um hvernig tilteknu liði gengur á tilteknum tíma heldur hvernig byggjum við upp þessa fögru íþrótt, sem er í mikilli uppsveiflu, til framtíðar. „Það verður einhver lending. Mér finnst mikilvægt að allir séu sáttir við hana,“ sagði Svali að endingu. Klippa: Svali um breytingar innan KKÍ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Á ársþingi KKÍ um komandi helgi verður lagt til að reglum um erlenda leikmenn verði breytt. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá viðtal við Svala um komandi þing og hans skoðanir á þessum breytingum. Um hvað snúa þessar nýju reglur? „Þetta snýst ekki um að vera útlendingur eða Íslendingur. Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta. Mörgum finnst - til dæmis í vetur og síðasta vetur – þá hefur vægi íslenskra leikmanna verið of lítið, þá sérstaklega ungra leikmanna. Ég er einn af þeim, mér finnst vægi íslenskra og ungra leikmanna vera of lítið og tækifærin sem þeir fá. Mér finnst rétt að skoða hvort önnur útfærsla sé betri en sú sem nú er til að byggja upp körfubolta til framtíðar,“ sagði Svali. Á hvaða útfærslu er verið að horfa? „Útfærslan sem hefur verið lögð fyrir þingið og liggur núna fyrir þarf ekkert að vera sú rétta. Að það sé ákveðinn fjöldi Íslendinga sem þurfi að vera uppalinn innan KKÍ á hverjum tíma þannig að liðin geti – þau sem það vilja – haft fleiri erlenda leikmenn en það sé ákveðinn fjöldi – kannski tveir eða þrír – sem þurfa að vera inn á vellinum eru uppaldir innan KKÍ. Svipaða reglu eins og er í fjölmörgum löndum.“ Lið utan af landi eiga oft erfitt með að manna sín lið þar sem leikmenn á höfuðborgarsvæðinu eru ekki alltaf tilbúnir í slík ævintýri. Þau leita því erlendis í leit að liðsstyrk. „Það eru mörg lið sem hafa gengið ljómandi vel með allskonar útfærslum og reglum. Það hefur verið að talað um að ungir iðkendur hafi oft farið til Reykjavíkur til náms,“ sagði Svali og stakk upp á að ef til vill gætu aðrar reglur verið fyrir lið sem eru ekki á suðvesturhorni Íslands. „Ég held það sé aðalatriðið að finna reglu sem flestir eru sáttir við. Að við fáum þá gæði í erlendum leikmönnum og á sama tíma gefum við ungum leikmönnum tækifæri til að blómstra og dafna í íslenskum körfubolta.“ Hefur þetta verið rætt inna hreyfingarinnar? „Þetta er rætt öllum stundum innan hreyfingarinnar. Þetta og margt annað. Körfubolti er falleg íþrótt og það eru margir fletir en það er búið að ræða þetta talsvert. Ég vona að þetta verði upplýstar og skynsamar umræður en ekki deilur. Þetta snýst ekki um hvernig tilteknu liði gengur á tilteknum tíma heldur hvernig byggjum við upp þessa fögru íþrótt, sem er í mikilli uppsveiflu, til framtíðar. „Það verður einhver lending. Mér finnst mikilvægt að allir séu sáttir við hana,“ sagði Svali að endingu. Klippa: Svali um breytingar innan KKÍ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira