Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. mars 2021 19:00 Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug Jarðhræringar á Reykjanesskaga halda áfram þótt skjálftum stærri en þrír hafi fækkað verulega. Virknin jókst í morgunsárið syðst í kvikuganginum, og er virknin nær staðbundin þar. Á sama tíma myndaðist óróahviða sem stóð í um tvær klukkustundir. Sú þriðja í röðinni. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu en kvikan er á um eins kílómetra dýpi og þarf ekki mikið til þess að brjótast út. Vísindamenn telja að kvikan hafi þrjá möguleika til þess að vaxa syðsta endanum. Það er að hún þrýstir út frá sér á þeim stað þar sem hún er. Að hún leiti til hliðar í stað þess að ná upp á yfirborðið eða að kvikan nái upp á yfirboðið með eldgosi. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir stöðuna krítíska og að fylgjast þurfi vel með. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsVísir/Egill „Þegar að kvikan er svona skammt undir yfirborðinu að þá eru merki kannski ekki svo sterk. Það er ekkert stórt sem að gerist áður en að kvikan kemur upp til yfirborðs. Þetta er alls saman mjög krítískt og búið að búa til leið fyrir kvikuna til þess að ná nánast alla leið upp á yfirborð. Stærð gossins, komist það upp á yfirborðið, væri í líkindum við þrjár til fjórar Elliðaár, yrði rólegt hraungos og tíu sinnum minna en eldgosið í Holuhrauni í lok ágúst 2014. Vísindamenn telja að kvikan getið hegðað sér á þrjá vegu í kvikugöngunum. Hún gæti staðið í stað og þanist út á þeim stað sem hún er í jarpskorpunni. Hún gæti fundið sér leið áfram lárétt undir jarðlögum eða haldið áfram þá leið sem hún stefnir, upp á yfirborðið. Vísir/HÞ Þannig að brjótist eldgos út á þessu svæði þá gæti það gerst á þess að menn myndu vita af því? „Við reiknum með að sjá einhver ummerki sérstaklega í skjálftunum og hugsanlega aflögun en þau merki gætu verið mjög veik. Við höfum dæmi eins og eldgosið á Fimmvörðuhálsi þar sem að merkin voru svo væg að það voru bændur í kring sem sáu fyrst eldgosið,“ segir Freysteinn. Vísindaráð almannavarna fundaði ekki í dag en í tilkynningu frá því í gær segir að gera megi ráð fyrir jarðskjálftavirkni og óróahviðum sambærilegum og þeim sem mældust nú í morgun samfara stækkun kvikugangsins. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. 9. mars 2021 12:01 Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Jarðhræringar á Reykjanesskaga halda áfram þótt skjálftum stærri en þrír hafi fækkað verulega. Virknin jókst í morgunsárið syðst í kvikuganginum, og er virknin nær staðbundin þar. Á sama tíma myndaðist óróahviða sem stóð í um tvær klukkustundir. Sú þriðja í röðinni. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu en kvikan er á um eins kílómetra dýpi og þarf ekki mikið til þess að brjótast út. Vísindamenn telja að kvikan hafi þrjá möguleika til þess að vaxa syðsta endanum. Það er að hún þrýstir út frá sér á þeim stað þar sem hún er. Að hún leiti til hliðar í stað þess að ná upp á yfirborðið eða að kvikan nái upp á yfirboðið með eldgosi. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir stöðuna krítíska og að fylgjast þurfi vel með. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsVísir/Egill „Þegar að kvikan er svona skammt undir yfirborðinu að þá eru merki kannski ekki svo sterk. Það er ekkert stórt sem að gerist áður en að kvikan kemur upp til yfirborðs. Þetta er alls saman mjög krítískt og búið að búa til leið fyrir kvikuna til þess að ná nánast alla leið upp á yfirborð. Stærð gossins, komist það upp á yfirborðið, væri í líkindum við þrjár til fjórar Elliðaár, yrði rólegt hraungos og tíu sinnum minna en eldgosið í Holuhrauni í lok ágúst 2014. Vísindamenn telja að kvikan getið hegðað sér á þrjá vegu í kvikugöngunum. Hún gæti staðið í stað og þanist út á þeim stað sem hún er í jarpskorpunni. Hún gæti fundið sér leið áfram lárétt undir jarðlögum eða haldið áfram þá leið sem hún stefnir, upp á yfirborðið. Vísir/HÞ Þannig að brjótist eldgos út á þessu svæði þá gæti það gerst á þess að menn myndu vita af því? „Við reiknum með að sjá einhver ummerki sérstaklega í skjálftunum og hugsanlega aflögun en þau merki gætu verið mjög veik. Við höfum dæmi eins og eldgosið á Fimmvörðuhálsi þar sem að merkin voru svo væg að það voru bændur í kring sem sáu fyrst eldgosið,“ segir Freysteinn. Vísindaráð almannavarna fundaði ekki í dag en í tilkynningu frá því í gær segir að gera megi ráð fyrir jarðskjálftavirkni og óróahviðum sambærilegum og þeim sem mældust nú í morgun samfara stækkun kvikugangsins.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. 9. mars 2021 12:01 Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. 9. mars 2021 12:01
Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17