Svona gekk fyrsta flug Icelandair með Max vélinni eftir kyrrsetningu Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2021 10:30 Fyrsta áætlunarflug Max vélanna var flogið til Kaupmannahafnar í gær. Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max vélar Icelandair var í gærmorgun en vélin fór til Kaupmannahafnar. Í Íslandi í dag í gærkvöldi kynnti Sindri Sindrason sér vélina og fékk að vera um borð þegar starfsfólk Icelandair fór í útsýnisflug á laugardaginn. Vélintegundin hafði verið kyrrsett í tvö ár áður en hún fékk aftur leyfi til að fljúga á nýjan leik en tvö mannskæð flugslys urðu þess valdandi að lagfæra þurfti vélabúnað Max vélanna. Flugið á laugardaginn var um klukkustunda útsýnisflug með forstjóra og öðrum starfsmönnum Icelandair. Aðeins máttu fimmtíu manns vera um borð í vélinni vegna ástandsins. „Þetta er frábær dagur. Í þessum mánuði erum við að taka tvær vélar í notkun og svo mun þeim fjölga eftir því sem líður nær að sumri,“ segir Ásgeir Gunnar Stefánsson aðstoðaryfirflugstjóri Icelandair. Tólf flugfélög í heiminum hafa þegar tekið Max vélarnar í rekstur á ný. Frá kyrrsetningu hafa verið farnar níu þúsund ferðir með 737 Max. „Þetta er stór dagur. Við erum bara virkilega ánægð að fá þessa vél aftur í rekstur. Við erum búnir að vera fljúga þessum vélum í prófunum undanfarið og erum bara mjög sáttir við allt,“ segir Kári Kárason flugstjóri hjá fyrirtækinu. Þetta var í raun fyrsta flug fyrirtækisins með Max vélinni þar sem full áhöfn var til staðar og farþegar. „Við erum með 43 farþega og svo erum við sex í áhöfn,“ segir Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir flugfreyja um borð. „Þetta er svona lokaundirbúningsflugið áður en vélin fer aftur inn í leiðakerfið þannig að þetta er mikill gleðidagur,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Það verða tólf Max vélar þegar við erum búin að fá þær allar afhentar. Þessar vélar munu skapa tækifæri í leiðakerfinu sem núverandi floti getur í rauninni ekki búið til. Bæði hvað varðar tíðni og nýja áfangastaði. Við trúum því fullum fetum að þetta muni gjörbylta okkar rekstri á jákvæðan máta,“ segir Bogi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fréttir af flugi Ísland í dag Icelandair Boeing Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. 2. mars 2021 12:36 Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Í Íslandi í dag í gærkvöldi kynnti Sindri Sindrason sér vélina og fékk að vera um borð þegar starfsfólk Icelandair fór í útsýnisflug á laugardaginn. Vélintegundin hafði verið kyrrsett í tvö ár áður en hún fékk aftur leyfi til að fljúga á nýjan leik en tvö mannskæð flugslys urðu þess valdandi að lagfæra þurfti vélabúnað Max vélanna. Flugið á laugardaginn var um klukkustunda útsýnisflug með forstjóra og öðrum starfsmönnum Icelandair. Aðeins máttu fimmtíu manns vera um borð í vélinni vegna ástandsins. „Þetta er frábær dagur. Í þessum mánuði erum við að taka tvær vélar í notkun og svo mun þeim fjölga eftir því sem líður nær að sumri,“ segir Ásgeir Gunnar Stefánsson aðstoðaryfirflugstjóri Icelandair. Tólf flugfélög í heiminum hafa þegar tekið Max vélarnar í rekstur á ný. Frá kyrrsetningu hafa verið farnar níu þúsund ferðir með 737 Max. „Þetta er stór dagur. Við erum bara virkilega ánægð að fá þessa vél aftur í rekstur. Við erum búnir að vera fljúga þessum vélum í prófunum undanfarið og erum bara mjög sáttir við allt,“ segir Kári Kárason flugstjóri hjá fyrirtækinu. Þetta var í raun fyrsta flug fyrirtækisins með Max vélinni þar sem full áhöfn var til staðar og farþegar. „Við erum með 43 farþega og svo erum við sex í áhöfn,“ segir Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir flugfreyja um borð. „Þetta er svona lokaundirbúningsflugið áður en vélin fer aftur inn í leiðakerfið þannig að þetta er mikill gleðidagur,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Það verða tólf Max vélar þegar við erum búin að fá þær allar afhentar. Þessar vélar munu skapa tækifæri í leiðakerfinu sem núverandi floti getur í rauninni ekki búið til. Bæði hvað varðar tíðni og nýja áfangastaði. Við trúum því fullum fetum að þetta muni gjörbylta okkar rekstri á jákvæðan máta,“ segir Bogi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Fréttir af flugi Ísland í dag Icelandair Boeing Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. 2. mars 2021 12:36 Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. 2. mars 2021 12:36
Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36