Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. mars 2021 12:35 Frá fundi þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka í dag. Vísir/Sigurjón Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Níu konur hafa ákveðið að kæra Íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu en kynferðisbrotamál sem þær höfðu kært hér á landi voru annað hvort felld niður hjá saksóknara eða rannsókn hjá lögreglu hætt. Með kærunni er krafist réttlátrar málsmeðferðar og krafa til einkalífs virt. Konurnar sem kært hafa mál sín til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) höfðu allar kært kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða kynbundið áreiti til lögreglu en mál þeirra voru felld niður eftir rannsókn sem var staðfest af ríkissaksóknara. Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Lögmaður kvennanna níu segir að ríkið hafa brugðist skyldum sínum á kerfisbundin hátt, svipt konur rétti til réttlátrar málsmeðferðar og brotið gegn rétti kvenna til einkalífs.Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta segir kærurnar hafa verið lagðar fram í Mannréttindadómstólnum hver í sínu lagi. „Nú er búið að senda níu mál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þau eru öll send sem einstök mál vegna þess að MDE tekur ekki á móti hópmálsóknum en við erum að vísa í sömu greinar Mannréttindasáttmálans í þessum málum og erum að fara yfir sömu brotalamirnar þannig að vonandi verða þau tekin fyrir saman ef það er hægt. Þau eru núna hjá dómstólnum og bíða eftir því að komast að,“ segir Steinunn.Í tilkynningu segir að einungis um 17% nauðgunarmála fari fyrir dómstól og að 13% endi með sakfellingu. „Miðað við þær tölur sem að við höfum þá sjáum við að um 70-85% af þeim málum sem eru tilkynnt til lögreglu um ofbeldisbrot gegn konum eru felld niður einhversstaðar í ferlinu. Þetta geta verið þá nokkrir tugir eða hátt í nokkur hundruð mál á ári,“ segir Steinunn. Steinunn segir að hægt sé að gera úrbætur strax. „Við höfum auðvitað ýtt við ríkisvaldinu í fjöldamörg ár um réttakerfið og að það ferli sem þar viðgengst henti ekki sérstaklega vel fyrir ofbeldismál gegn konum. Við höfum ekki fengið viðbrögð við þessu enn sem komið er en við köllum nú eftir viðbrögðum frá ríkinu og lögðum fram kröfur þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka í dag og við viljum endilega fá viðbrögð ríkisins við því. Það er margt hægt að gera til þess að bæta málsmeðferðina í þessum málaflokki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Félagasamtök Tengdar fréttir Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð. 23. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Níu konur hafa ákveðið að kæra Íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu en kynferðisbrotamál sem þær höfðu kært hér á landi voru annað hvort felld niður hjá saksóknara eða rannsókn hjá lögreglu hætt. Með kærunni er krafist réttlátrar málsmeðferðar og krafa til einkalífs virt. Konurnar sem kært hafa mál sín til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) höfðu allar kært kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða kynbundið áreiti til lögreglu en mál þeirra voru felld niður eftir rannsókn sem var staðfest af ríkissaksóknara. Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Lögmaður kvennanna níu segir að ríkið hafa brugðist skyldum sínum á kerfisbundin hátt, svipt konur rétti til réttlátrar málsmeðferðar og brotið gegn rétti kvenna til einkalífs.Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta segir kærurnar hafa verið lagðar fram í Mannréttindadómstólnum hver í sínu lagi. „Nú er búið að senda níu mál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þau eru öll send sem einstök mál vegna þess að MDE tekur ekki á móti hópmálsóknum en við erum að vísa í sömu greinar Mannréttindasáttmálans í þessum málum og erum að fara yfir sömu brotalamirnar þannig að vonandi verða þau tekin fyrir saman ef það er hægt. Þau eru núna hjá dómstólnum og bíða eftir því að komast að,“ segir Steinunn.Í tilkynningu segir að einungis um 17% nauðgunarmála fari fyrir dómstól og að 13% endi með sakfellingu. „Miðað við þær tölur sem að við höfum þá sjáum við að um 70-85% af þeim málum sem eru tilkynnt til lögreglu um ofbeldisbrot gegn konum eru felld niður einhversstaðar í ferlinu. Þetta geta verið þá nokkrir tugir eða hátt í nokkur hundruð mál á ári,“ segir Steinunn. Steinunn segir að hægt sé að gera úrbætur strax. „Við höfum auðvitað ýtt við ríkisvaldinu í fjöldamörg ár um réttakerfið og að það ferli sem þar viðgengst henti ekki sérstaklega vel fyrir ofbeldismál gegn konum. Við höfum ekki fengið viðbrögð við þessu enn sem komið er en við köllum nú eftir viðbrögðum frá ríkinu og lögðum fram kröfur þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka í dag og við viljum endilega fá viðbrögð ríkisins við því. Það er margt hægt að gera til þess að bæta málsmeðferðina í þessum málaflokki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta.
Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Félagasamtök Tengdar fréttir Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð. 23. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð. 23. ágúst 2019 18:30