Öll sýni gærdagsins reyndust neikvæð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2021 08:16 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands en annar þeirra er starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3. Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar á deildinni eru í sóttkví og þá teygir smitrakning sig einnig inn í Hörpu þar sem starfsmaður spítalans sótti tónleika þar á föstudaginn. Tíu manns sem sátu næst þeim smitaða eru einnig komnir í sóttkví. Rætt var við Þórólf í Bítinu í morgun. Þar var hann spurður að því hvenær það komi í ljós hvort þessi tilteknu smit „springi í andlitið á okkur,“ eins og það var orðað. „Það kemur í ljós í dag og á morgun myndi ég halda í stórum dráttum. Það var mjög ánægjulegt að sjá að öll þessi sýni sem tekin voru í gær uppi á Landspítala og í kringum tilfellin hér innanlands voru öll neikvæð þannig að það er bara mjög ánægjulegt. Við höfum boðað þá sem voru í Hörpu á föstudaginn í sýnatöku í dag og vonandi gengur það bara vel og útkoman úr því góð,“ sagði Þórólfur. Innanlandssmitin tvö sem greindust um helgina eru fyrstu innanlandssmitin sem greinast utan sóttkvíar í um einn og hálfan mánuð. Grunur er um að fólkið hafi smitast af sameiginlegum snertiflötum á stigagangi og þá af nágranna sínum sem kom hingað til lands 26. febrúar. Sá var með neikvætt PCR-próf þegar hann kom til landsins og var neikvæður í fyrri sýnatöku við landamæraskimun. Viðkomandi fór í sóttkví eins og reglur gera ráð fyrir en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Veirustofninn reyndist vera hið svokallaða breska afbrigði sem talið er meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur sagði að það ætti ekki að koma fólki á óvart að þessi staða hefði komið upp. Þetta er það sem maður eigi að búast við en auðvitað vona að gerist ekki. „Við vitum að það þarf ekki nema eitt tilfelli og þess vegna er það að við náum góðum árangri með þessum aðgerðum en við vitum að það mun alltaf eitthvað leka í gegn fyrr eða síðar og það er nánast sama hvað við gerum. En þá þurfum við bara að vera fljótir að grípa inn í og það er það sem var gert núna um helgina,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ekki til skoðunar að endurskoða aðgerðir á landamærunum í ljósi þessara smita. „Við munum aldrei geta komið algjörlega í veg fyrir að einhver smitaður komi inn, sama hvað við gerum. Auðvitað minnkum við líkurnar en þessar aðgerðir sem við höfum verið með á landamærunum hafa alveg sannað sig,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands en annar þeirra er starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3. Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar á deildinni eru í sóttkví og þá teygir smitrakning sig einnig inn í Hörpu þar sem starfsmaður spítalans sótti tónleika þar á föstudaginn. Tíu manns sem sátu næst þeim smitaða eru einnig komnir í sóttkví. Rætt var við Þórólf í Bítinu í morgun. Þar var hann spurður að því hvenær það komi í ljós hvort þessi tilteknu smit „springi í andlitið á okkur,“ eins og það var orðað. „Það kemur í ljós í dag og á morgun myndi ég halda í stórum dráttum. Það var mjög ánægjulegt að sjá að öll þessi sýni sem tekin voru í gær uppi á Landspítala og í kringum tilfellin hér innanlands voru öll neikvæð þannig að það er bara mjög ánægjulegt. Við höfum boðað þá sem voru í Hörpu á föstudaginn í sýnatöku í dag og vonandi gengur það bara vel og útkoman úr því góð,“ sagði Þórólfur. Innanlandssmitin tvö sem greindust um helgina eru fyrstu innanlandssmitin sem greinast utan sóttkvíar í um einn og hálfan mánuð. Grunur er um að fólkið hafi smitast af sameiginlegum snertiflötum á stigagangi og þá af nágranna sínum sem kom hingað til lands 26. febrúar. Sá var með neikvætt PCR-próf þegar hann kom til landsins og var neikvæður í fyrri sýnatöku við landamæraskimun. Viðkomandi fór í sóttkví eins og reglur gera ráð fyrir en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Veirustofninn reyndist vera hið svokallaða breska afbrigði sem talið er meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur sagði að það ætti ekki að koma fólki á óvart að þessi staða hefði komið upp. Þetta er það sem maður eigi að búast við en auðvitað vona að gerist ekki. „Við vitum að það þarf ekki nema eitt tilfelli og þess vegna er það að við náum góðum árangri með þessum aðgerðum en við vitum að það mun alltaf eitthvað leka í gegn fyrr eða síðar og það er nánast sama hvað við gerum. En þá þurfum við bara að vera fljótir að grípa inn í og það er það sem var gert núna um helgina,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ekki til skoðunar að endurskoða aðgerðir á landamærunum í ljósi þessara smita. „Við munum aldrei geta komið algjörlega í veg fyrir að einhver smitaður komi inn, sama hvað við gerum. Auðvitað minnkum við líkurnar en þessar aðgerðir sem við höfum verið með á landamærunum hafa alveg sannað sig,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira