Sumargleðin hjá Ragga Bjarna reyndist örlagarík Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2021 20:55 Hjónin Vigdís Sigurðardóttir og Eiríkur Kristjánsson eru bændur í Borgum í Kollavík. Arnar Halldórsson Í vinalegum víkum í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar stunda bændur sauðfjárrækt og hlunnindabúskap og saga enn niður rekavið. Eyðijarðir eru nýttar af afkomendum síðustu bænda til orlofsdvalar yfir sumartímann. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er farið um afskekktar slóðir við vestanverðan Þistilfjörð. Heilsað er upp á fólk í dagsins önnum en einnig rifjaðar upp minningar frá fyrri tíð. Feðgarnir í Sveinungsvík, þeir Árni Gunnarsson og Heimir Sigurpáll Árnason.Arnar Halldórsson Í Sveinungsvík hittum við feðgana Árna Gunnarsson bónda og þrettán ára son hans, Heimi Sigurpál Árnason, sem er orðinn ágætlega fær í harmonikkuleik, þótt hann hafi aðeins stundað hljóðfæranámið í eitt ár. Í Krossavík heimsækjum við tvö eyðibýli þar sem fólk dvelur yfir sumartímann um lengri eða skemmri tíma. Þau Birgir Sveinbjörnsson og Rósbjörg Halldóra Jónasdóttir í Krossavík 2 rifja upp minningar frá síldarævintýrinu á Raufarhöfn.Arnar Halldórsson Í Krossavík tvö hittum við þau Birgi Sveinbjörnsson og Rósbjörgu Halldóru Jónasdóttur en þar var hennar æskuheimili. Hún ólst upp við tilveru án rafmagns og þangað kom fyrst vegur þegar hún fermdist. Í Krossavík eitt hittum við þau Felix Högnason og Báru Denný Ívarsdóttur og nítján ára dóttur þeirra, Þyrí Stellu Felixdóttur. Þar var nýting rekaviðar einn helsti þáttur búskaparins. Felix Högnason lektor sýnir minjar frá þeim tíma sem afi hans og amma voru bændur í Krossavík við Þistilfjörð.Arnar Halldórsson Á bænum Borgum í Kollavík segja þau Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir frá byggðinni og ákvörðun sinni um að hætta sauðfjárbúskap. Einnig hittum við tvö af börnum þeirra, þau Sigurð og Önnu Maríu, og tvö af barnabörnunum. Á hlaðinu í Borgum. Eiríkur og Vigdís með tveimur barna sinna, Sigurði til vinstri og Önnu Maríu til hægri, og tveimur barnabarna, Valgerði Ósk Kjaran Janusdóttur og Halldóri Kjaran Janussyni.Arnar Halldórsson Þá ræðum við um rómantíkina á Raufarhöfn og hjónaböndin sem þar urðu til, ekki bara í síldinni heldur einnig löngu eftir að hún var horfin. Þátturinn um víkurnar við vestanverðan Þistilfjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Svalbarðshreppur Norðurþing Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er farið um afskekktar slóðir við vestanverðan Þistilfjörð. Heilsað er upp á fólk í dagsins önnum en einnig rifjaðar upp minningar frá fyrri tíð. Feðgarnir í Sveinungsvík, þeir Árni Gunnarsson og Heimir Sigurpáll Árnason.Arnar Halldórsson Í Sveinungsvík hittum við feðgana Árna Gunnarsson bónda og þrettán ára son hans, Heimi Sigurpál Árnason, sem er orðinn ágætlega fær í harmonikkuleik, þótt hann hafi aðeins stundað hljóðfæranámið í eitt ár. Í Krossavík heimsækjum við tvö eyðibýli þar sem fólk dvelur yfir sumartímann um lengri eða skemmri tíma. Þau Birgir Sveinbjörnsson og Rósbjörg Halldóra Jónasdóttir í Krossavík 2 rifja upp minningar frá síldarævintýrinu á Raufarhöfn.Arnar Halldórsson Í Krossavík tvö hittum við þau Birgi Sveinbjörnsson og Rósbjörgu Halldóru Jónasdóttur en þar var hennar æskuheimili. Hún ólst upp við tilveru án rafmagns og þangað kom fyrst vegur þegar hún fermdist. Í Krossavík eitt hittum við þau Felix Högnason og Báru Denný Ívarsdóttur og nítján ára dóttur þeirra, Þyrí Stellu Felixdóttur. Þar var nýting rekaviðar einn helsti þáttur búskaparins. Felix Högnason lektor sýnir minjar frá þeim tíma sem afi hans og amma voru bændur í Krossavík við Þistilfjörð.Arnar Halldórsson Á bænum Borgum í Kollavík segja þau Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir frá byggðinni og ákvörðun sinni um að hætta sauðfjárbúskap. Einnig hittum við tvö af börnum þeirra, þau Sigurð og Önnu Maríu, og tvö af barnabörnunum. Á hlaðinu í Borgum. Eiríkur og Vigdís með tveimur barna sinna, Sigurði til vinstri og Önnu Maríu til hægri, og tveimur barnabarna, Valgerði Ósk Kjaran Janusdóttur og Halldóri Kjaran Janussyni.Arnar Halldórsson Þá ræðum við um rómantíkina á Raufarhöfn og hjónaböndin sem þar urðu til, ekki bara í síldinni heldur einnig löngu eftir að hún var horfin. Þátturinn um víkurnar við vestanverðan Þistilfjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Svalbarðshreppur Norðurþing Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Sjá meira
Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30
Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“