„Ekki boðlegt að vera ekki með aðstæður fyrir fólk svo sómi sé af“ Kristín Ólafsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 6. mars 2021 15:31 Víðir Reynisson segir að mun meira af sínum tíma fari nú í að sinna jarðhræringunum á Reykjanesskaga en heimsfaraldrinum. Vísir/Vilhelm Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir þessa ákvörðun endurspegla góða stöðu á faraldrinum innanlands og tími hafi verið kominn til að gefa tölfræðiteyminu helgarfrí. Enn greinist fólk þó smitað á landamærum og þá hefur hingað til þurft að vísa sjö einstaklingum úr landi, sem ekki gátu framvísað tilskildum Covid-prófum eða öðrum pappírum. Unnið er að því að útbúa sérstakt svæði á Keflavíkurflugvelli fyrir þá einstaklinga sem þarf að vísa úr landi vegna þessa en fáar flugferðir gera það að verkum að þó nokkur tími getur liðið þangað til fólk kemst úr landinu. „Vonandi verður það tekið í gagnið í vikunni, þetta snýst bara um það að geta boðið mannsæmandi aðstæður á meðan fólk er að bíða eftir því að fara til baka. Það er auðvitað ekki boðlegt að vera ekki með aðstæður fyrir fólk svo sómi sé af,“ segir Víðir. Sjá verðmæti í opnu samfélagi Víði líður ekki eins og fólk sé orðið kærulausara gagnvart sóttvarnaráðstöfunum nú þegar faraldurinn er í lágmarki. „Mér finnst bara almennt að þrátt fyrir að staðan sé góð að við séum bara öll samtaka í því að reyna að halda henni þannig. Ég held að menn upplifi það, svona horfandi í kringum sig, að þetta séu ákveðin verðmæti og mjög verðmæt staða að geta þó verið með þetta opið samfélag. Okkar tilfinning er bara að fólk sé áfram á fullu með í þessu.“ Dregið hefur úr tilkynningum um möguleg sóttvarnarbrot á síðustu vikum. „Það náttúrulega tengist því að mjög mikið af þessum tilkynningum sneru að fjöldatakmörkunum og núna þegar fjöldatakmörkin eru orðin fimmtíu þá eiga flestir mjög auðvelt með að fara eftir þeim og þetta hefur bara verið að ganga mjög vel finnst okkur.“ Smitrakningarteymið komið úr níutíu í fjóra Fjórir eru nú vakt hjá smitrakningarteyminu hverju sinni en níutíu manns voru í teyminu þegar mest lét sem sinnir sömuleiðis verkefnum í tengslum við landamærin. Víðir segir að staðan sé góð á landamærunum og langflestir sem komi til landsins geti framvísað neikvæðu PCR-prófi líkt og gert er krafa um. Þó sé eitthvað um að fólk framvísi niðurstöðum sem uppfylli ekki skilyrði stjórnvalda, til að mynda úr svokölluðum hraðprófum sem ekki eru tekin gild hér á landi. Borið hefur á auknum kröfum um frekari afléttingar á sóttvarnaaðgerðum hér á landi að undanförnu nú þegar það er orðin undantekning að ný smit greinist innanlands. Núverandi reglur gilda til og með 17. mars. „Auðvitað bíða margir spenntir eftir því hvað næsta reglugerð felur í skauti sér. Hvort hún felur í sér einhverjar tilslakanir verður bara að koma í ljós, Þórólfur er að meta það og fer í það í komandi viku,“ segir Víðir en langstærstur hluti vinnutíma hans fer nú í að sinna jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engar Covid-tölur um helgar Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 6. mars 2021 10:18 Enginn greindist með veiruna innanlands sjötta daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, sjötta daginn í röð. 5. mars 2021 11:02 Telur ekki að lengja eigi tíma milli bólusetninga svo sem flestir fái fyrri sprautu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki að lengja ætti tíma milli bólusetninga við Covid-19 hjá fólki svo hægt sé að gefa sem flestum hér á landi fyrri sprautu bóluefnis. 2. mars 2021 21:19 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Unnið er að því að útbúa sérstakt svæði á Keflavíkurflugvelli fyrir þá einstaklinga sem þarf að vísa úr landi vegna þessa en fáar flugferðir gera það að verkum að þó nokkur tími getur liðið þangað til fólk kemst úr landinu. „Vonandi verður það tekið í gagnið í vikunni, þetta snýst bara um það að geta boðið mannsæmandi aðstæður á meðan fólk er að bíða eftir því að fara til baka. Það er auðvitað ekki boðlegt að vera ekki með aðstæður fyrir fólk svo sómi sé af,“ segir Víðir. Sjá verðmæti í opnu samfélagi Víði líður ekki eins og fólk sé orðið kærulausara gagnvart sóttvarnaráðstöfunum nú þegar faraldurinn er í lágmarki. „Mér finnst bara almennt að þrátt fyrir að staðan sé góð að við séum bara öll samtaka í því að reyna að halda henni þannig. Ég held að menn upplifi það, svona horfandi í kringum sig, að þetta séu ákveðin verðmæti og mjög verðmæt staða að geta þó verið með þetta opið samfélag. Okkar tilfinning er bara að fólk sé áfram á fullu með í þessu.“ Dregið hefur úr tilkynningum um möguleg sóttvarnarbrot á síðustu vikum. „Það náttúrulega tengist því að mjög mikið af þessum tilkynningum sneru að fjöldatakmörkunum og núna þegar fjöldatakmörkin eru orðin fimmtíu þá eiga flestir mjög auðvelt með að fara eftir þeim og þetta hefur bara verið að ganga mjög vel finnst okkur.“ Smitrakningarteymið komið úr níutíu í fjóra Fjórir eru nú vakt hjá smitrakningarteyminu hverju sinni en níutíu manns voru í teyminu þegar mest lét sem sinnir sömuleiðis verkefnum í tengslum við landamærin. Víðir segir að staðan sé góð á landamærunum og langflestir sem komi til landsins geti framvísað neikvæðu PCR-prófi líkt og gert er krafa um. Þó sé eitthvað um að fólk framvísi niðurstöðum sem uppfylli ekki skilyrði stjórnvalda, til að mynda úr svokölluðum hraðprófum sem ekki eru tekin gild hér á landi. Borið hefur á auknum kröfum um frekari afléttingar á sóttvarnaaðgerðum hér á landi að undanförnu nú þegar það er orðin undantekning að ný smit greinist innanlands. Núverandi reglur gilda til og með 17. mars. „Auðvitað bíða margir spenntir eftir því hvað næsta reglugerð felur í skauti sér. Hvort hún felur í sér einhverjar tilslakanir verður bara að koma í ljós, Þórólfur er að meta það og fer í það í komandi viku,“ segir Víðir en langstærstur hluti vinnutíma hans fer nú í að sinna jarðhræringunum á Reykjanesskaga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engar Covid-tölur um helgar Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 6. mars 2021 10:18 Enginn greindist með veiruna innanlands sjötta daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, sjötta daginn í röð. 5. mars 2021 11:02 Telur ekki að lengja eigi tíma milli bólusetninga svo sem flestir fái fyrri sprautu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki að lengja ætti tíma milli bólusetninga við Covid-19 hjá fólki svo hægt sé að gefa sem flestum hér á landi fyrri sprautu bóluefnis. 2. mars 2021 21:19 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Engar Covid-tölur um helgar Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 6. mars 2021 10:18
Enginn greindist með veiruna innanlands sjötta daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, sjötta daginn í röð. 5. mars 2021 11:02
Telur ekki að lengja eigi tíma milli bólusetninga svo sem flestir fái fyrri sprautu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki að lengja ætti tíma milli bólusetninga við Covid-19 hjá fólki svo hægt sé að gefa sem flestum hér á landi fyrri sprautu bóluefnis. 2. mars 2021 21:19