„Ekki boðlegt að vera ekki með aðstæður fyrir fólk svo sómi sé af“ Kristín Ólafsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 6. mars 2021 15:31 Víðir Reynisson segir að mun meira af sínum tíma fari nú í að sinna jarðhræringunum á Reykjanesskaga en heimsfaraldrinum. Vísir/Vilhelm Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir þessa ákvörðun endurspegla góða stöðu á faraldrinum innanlands og tími hafi verið kominn til að gefa tölfræðiteyminu helgarfrí. Enn greinist fólk þó smitað á landamærum og þá hefur hingað til þurft að vísa sjö einstaklingum úr landi, sem ekki gátu framvísað tilskildum Covid-prófum eða öðrum pappírum. Unnið er að því að útbúa sérstakt svæði á Keflavíkurflugvelli fyrir þá einstaklinga sem þarf að vísa úr landi vegna þessa en fáar flugferðir gera það að verkum að þó nokkur tími getur liðið þangað til fólk kemst úr landinu. „Vonandi verður það tekið í gagnið í vikunni, þetta snýst bara um það að geta boðið mannsæmandi aðstæður á meðan fólk er að bíða eftir því að fara til baka. Það er auðvitað ekki boðlegt að vera ekki með aðstæður fyrir fólk svo sómi sé af,“ segir Víðir. Sjá verðmæti í opnu samfélagi Víði líður ekki eins og fólk sé orðið kærulausara gagnvart sóttvarnaráðstöfunum nú þegar faraldurinn er í lágmarki. „Mér finnst bara almennt að þrátt fyrir að staðan sé góð að við séum bara öll samtaka í því að reyna að halda henni þannig. Ég held að menn upplifi það, svona horfandi í kringum sig, að þetta séu ákveðin verðmæti og mjög verðmæt staða að geta þó verið með þetta opið samfélag. Okkar tilfinning er bara að fólk sé áfram á fullu með í þessu.“ Dregið hefur úr tilkynningum um möguleg sóttvarnarbrot á síðustu vikum. „Það náttúrulega tengist því að mjög mikið af þessum tilkynningum sneru að fjöldatakmörkunum og núna þegar fjöldatakmörkin eru orðin fimmtíu þá eiga flestir mjög auðvelt með að fara eftir þeim og þetta hefur bara verið að ganga mjög vel finnst okkur.“ Smitrakningarteymið komið úr níutíu í fjóra Fjórir eru nú vakt hjá smitrakningarteyminu hverju sinni en níutíu manns voru í teyminu þegar mest lét sem sinnir sömuleiðis verkefnum í tengslum við landamærin. Víðir segir að staðan sé góð á landamærunum og langflestir sem komi til landsins geti framvísað neikvæðu PCR-prófi líkt og gert er krafa um. Þó sé eitthvað um að fólk framvísi niðurstöðum sem uppfylli ekki skilyrði stjórnvalda, til að mynda úr svokölluðum hraðprófum sem ekki eru tekin gild hér á landi. Borið hefur á auknum kröfum um frekari afléttingar á sóttvarnaaðgerðum hér á landi að undanförnu nú þegar það er orðin undantekning að ný smit greinist innanlands. Núverandi reglur gilda til og með 17. mars. „Auðvitað bíða margir spenntir eftir því hvað næsta reglugerð felur í skauti sér. Hvort hún felur í sér einhverjar tilslakanir verður bara að koma í ljós, Þórólfur er að meta það og fer í það í komandi viku,“ segir Víðir en langstærstur hluti vinnutíma hans fer nú í að sinna jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engar Covid-tölur um helgar Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 6. mars 2021 10:18 Enginn greindist með veiruna innanlands sjötta daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, sjötta daginn í röð. 5. mars 2021 11:02 Telur ekki að lengja eigi tíma milli bólusetninga svo sem flestir fái fyrri sprautu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki að lengja ætti tíma milli bólusetninga við Covid-19 hjá fólki svo hægt sé að gefa sem flestum hér á landi fyrri sprautu bóluefnis. 2. mars 2021 21:19 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Unnið er að því að útbúa sérstakt svæði á Keflavíkurflugvelli fyrir þá einstaklinga sem þarf að vísa úr landi vegna þessa en fáar flugferðir gera það að verkum að þó nokkur tími getur liðið þangað til fólk kemst úr landinu. „Vonandi verður það tekið í gagnið í vikunni, þetta snýst bara um það að geta boðið mannsæmandi aðstæður á meðan fólk er að bíða eftir því að fara til baka. Það er auðvitað ekki boðlegt að vera ekki með aðstæður fyrir fólk svo sómi sé af,“ segir Víðir. Sjá verðmæti í opnu samfélagi Víði líður ekki eins og fólk sé orðið kærulausara gagnvart sóttvarnaráðstöfunum nú þegar faraldurinn er í lágmarki. „Mér finnst bara almennt að þrátt fyrir að staðan sé góð að við séum bara öll samtaka í því að reyna að halda henni þannig. Ég held að menn upplifi það, svona horfandi í kringum sig, að þetta séu ákveðin verðmæti og mjög verðmæt staða að geta þó verið með þetta opið samfélag. Okkar tilfinning er bara að fólk sé áfram á fullu með í þessu.“ Dregið hefur úr tilkynningum um möguleg sóttvarnarbrot á síðustu vikum. „Það náttúrulega tengist því að mjög mikið af þessum tilkynningum sneru að fjöldatakmörkunum og núna þegar fjöldatakmörkin eru orðin fimmtíu þá eiga flestir mjög auðvelt með að fara eftir þeim og þetta hefur bara verið að ganga mjög vel finnst okkur.“ Smitrakningarteymið komið úr níutíu í fjóra Fjórir eru nú vakt hjá smitrakningarteyminu hverju sinni en níutíu manns voru í teyminu þegar mest lét sem sinnir sömuleiðis verkefnum í tengslum við landamærin. Víðir segir að staðan sé góð á landamærunum og langflestir sem komi til landsins geti framvísað neikvæðu PCR-prófi líkt og gert er krafa um. Þó sé eitthvað um að fólk framvísi niðurstöðum sem uppfylli ekki skilyrði stjórnvalda, til að mynda úr svokölluðum hraðprófum sem ekki eru tekin gild hér á landi. Borið hefur á auknum kröfum um frekari afléttingar á sóttvarnaaðgerðum hér á landi að undanförnu nú þegar það er orðin undantekning að ný smit greinist innanlands. Núverandi reglur gilda til og með 17. mars. „Auðvitað bíða margir spenntir eftir því hvað næsta reglugerð felur í skauti sér. Hvort hún felur í sér einhverjar tilslakanir verður bara að koma í ljós, Þórólfur er að meta það og fer í það í komandi viku,“ segir Víðir en langstærstur hluti vinnutíma hans fer nú í að sinna jarðhræringunum á Reykjanesskaga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engar Covid-tölur um helgar Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 6. mars 2021 10:18 Enginn greindist með veiruna innanlands sjötta daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, sjötta daginn í röð. 5. mars 2021 11:02 Telur ekki að lengja eigi tíma milli bólusetninga svo sem flestir fái fyrri sprautu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki að lengja ætti tíma milli bólusetninga við Covid-19 hjá fólki svo hægt sé að gefa sem flestum hér á landi fyrri sprautu bóluefnis. 2. mars 2021 21:19 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Engar Covid-tölur um helgar Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 6. mars 2021 10:18
Enginn greindist með veiruna innanlands sjötta daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, sjötta daginn í röð. 5. mars 2021 11:02
Telur ekki að lengja eigi tíma milli bólusetninga svo sem flestir fái fyrri sprautu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki að lengja ætti tíma milli bólusetninga við Covid-19 hjá fólki svo hægt sé að gefa sem flestum hér á landi fyrri sprautu bóluefnis. 2. mars 2021 21:19