Vantar meiri þekkingu á milli manna og ekki hægt að bíða mikið lengur Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2021 22:52 Finnur Freyr Stefánsson er með lið Vals utan úrslitakeppni eins og er, í 9. sæti. „Blóðþrýstingurinn er alltaf hár í þessu sporti, sérstaklega eins og deildin er núna og hvernig allt tímabilið er búið að vera,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sem er með liðið utan úrslitakeppni og í afar erfiðri leikjatörn. Valur tapaði fyrir Stjörnunni í kvöld eftir að hafa verið ellefu stigum yfir í hálfleik. „Við þurfum bara að eiga við þetta verkefni. Núna er þessi leikur búinn, við vissum að Stjarnan er eitt besta ef ekki besta liðið á landinu, og að erfitt yrði að sækja hingað sigur. Við gerðum margt gott og tökum það með okkur en svo er fókusinn bara á ÍR,“ sagði Finnur eftir leikinn í kvöld. Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá Valsmönnum en þeir náðu ekki að fylgja honum eftir: „Mér fannst við missa þá upp í þennan hraða leik sem þeir vildu spila á stórum köflum í seinni hálfleiknum. Þeir náðu upp stemningu með fjórum þristum snemma í þriðja leikhlutanum og náðu að komast á eitthvað flug. Á sama tíma þurftum við að fara að hafa meira fyrir öllum hlutum. Svo kemur bara í ljós hversu vel þjálfað og æft þetta Stjörnulið er. Við fengum augnablik en það komu auðveldar körfur frá þeim inni á milli sem drápu þetta,“ sagði Finnur. „Mitt lið er vel mannað en það má segja um öll lið í deildinni“ „Leikirnir eru upp og niður. Það skipti ekki öllu máli hvort við vorum fimm stigum undir eða tíu stigum yfir í hálfleik, við vildum bara halda áfram að reyna að gera það sama. Það var smáskellur að fá þristana beint í andlitið í byrjun þriðja leikhluta en leikurinn var samt í fínu jafnvægi í leikhlutaskiptunum. Svo misstum við þetta aðeins frá okkur og þetta var erfitt því þeir skutu boltanum vel í seinni hálfleik. Það verður að hrósa þeim fyrir að gera margt vel á löngum köflum. Þegar mest á reyndi þá vantaði hjá okkur að vera með það enn betur á hreinu hvað við vildum gera og hvert við vildum sækja. Það vantaði meiri reynslu og þekkingu á milli manna en vesenið er að það er ekki hægt að bíða mikið lengur eftir því,“ sagði Finnur sem nýverið bætti Hjálmari Stefánssyni og Jordan Roland í sinn hóp. Eflaust eru ýmsir þeirrar skoðunar að leikmannahópur Vals sé allt of góður til að komast ekki einu sinni í átta liða úrslitakeppnina. Hvernig finnst Finni að eiga við það? „Þessi mannskapur á blaði er eins og hann er. Það er oft þannig að menn telja þá sem hafa afrekað eitthvað áður ofar en til dæmis erlendu leikmennina, sem eru margir og góðir í deildinni núna. Það skekkir myndina líka. Mitt lið er vel mannað en það má segja um öll lið í deildinni.“ Dominos-deild karla Valur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
„Við þurfum bara að eiga við þetta verkefni. Núna er þessi leikur búinn, við vissum að Stjarnan er eitt besta ef ekki besta liðið á landinu, og að erfitt yrði að sækja hingað sigur. Við gerðum margt gott og tökum það með okkur en svo er fókusinn bara á ÍR,“ sagði Finnur eftir leikinn í kvöld. Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá Valsmönnum en þeir náðu ekki að fylgja honum eftir: „Mér fannst við missa þá upp í þennan hraða leik sem þeir vildu spila á stórum köflum í seinni hálfleiknum. Þeir náðu upp stemningu með fjórum þristum snemma í þriðja leikhlutanum og náðu að komast á eitthvað flug. Á sama tíma þurftum við að fara að hafa meira fyrir öllum hlutum. Svo kemur bara í ljós hversu vel þjálfað og æft þetta Stjörnulið er. Við fengum augnablik en það komu auðveldar körfur frá þeim inni á milli sem drápu þetta,“ sagði Finnur. „Mitt lið er vel mannað en það má segja um öll lið í deildinni“ „Leikirnir eru upp og niður. Það skipti ekki öllu máli hvort við vorum fimm stigum undir eða tíu stigum yfir í hálfleik, við vildum bara halda áfram að reyna að gera það sama. Það var smáskellur að fá þristana beint í andlitið í byrjun þriðja leikhluta en leikurinn var samt í fínu jafnvægi í leikhlutaskiptunum. Svo misstum við þetta aðeins frá okkur og þetta var erfitt því þeir skutu boltanum vel í seinni hálfleik. Það verður að hrósa þeim fyrir að gera margt vel á löngum köflum. Þegar mest á reyndi þá vantaði hjá okkur að vera með það enn betur á hreinu hvað við vildum gera og hvert við vildum sækja. Það vantaði meiri reynslu og þekkingu á milli manna en vesenið er að það er ekki hægt að bíða mikið lengur eftir því,“ sagði Finnur sem nýverið bætti Hjálmari Stefánssyni og Jordan Roland í sinn hóp. Eflaust eru ýmsir þeirrar skoðunar að leikmannahópur Vals sé allt of góður til að komast ekki einu sinni í átta liða úrslitakeppnina. Hvernig finnst Finni að eiga við það? „Þessi mannskapur á blaði er eins og hann er. Það er oft þannig að menn telja þá sem hafa afrekað eitthvað áður ofar en til dæmis erlendu leikmennina, sem eru margir og góðir í deildinni núna. Það skekkir myndina líka. Mitt lið er vel mannað en það má segja um öll lið í deildinni.“
Dominos-deild karla Valur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira