Klopp, Solskjaer og Guardiola hafa áhyggjur af sóttkví leikmanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. mars 2021 16:00 Jürgen Klopp og Pep Guardiola faðmast eftir leik Liverpool og Manchester City á dögunum Peter Byrne/Getty Nokkrir þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni hafa áhyggjur af því að leikmenn þeirra þurfi að fara í 10 daga sóttkví eftir komandi landsleikjahlé. Meðal þeirra eru Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, Pep Guardiola, þjálfari Manchester City og Ole Gunnar Solskjaer, þjálfari Manchester United. Reglur í Englandi kveða á um að allir þeir sem koma inn í landið frá löndum af svokölluðum rauðum lista vgna kórónuveirunnar, þurfi að fara í 10 daga sóttkví. Meðal landa á þessum rauða lista eru Portúgal, öll Suður-Ameríka og nokkur Afríkulönd. Nú þegar að stutt er í næsta landsleikjahlé hafa nokkrir þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni áhyggjur af því að leikmenn þeirra þurfi að fara í sóttkví við komuna til baka og geti því misst af mikilvægum leikjum í deildinni. Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, gekk svo langt að hann sagðist ætla að banna leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni ef það þýddi að þeir þyrftu að fara í 10 daga sóttkví. "It makes no sense..." Pep Guardiola says he will stop Manchester City players from joining up with their international teams this month if they are required to quarantine for 10 days on their return. pic.twitter.com/yiV6i6i7Wz— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 5, 2021 Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, tekur í sama streng og segir að það sé ekki hægt að geðjast öllum. „Leikmennirnir fá borgað frá félögunum og það þýðir að við þurfum að vera efstir í forgangsröðinni,“ sagði Klopp. „Ég held að allir geti verið sammála um það að við getum ekki leyft leikömmun að fara og spila fyrir sína þjóð, koma svo til baka og þurfa að vera í 10 daga sóttkví á hóteli. Það er ekki mögulegt.“ Ole Gunnar Solskjaer, þjálfari Manchester United, var ekki jafn harðorður, en var þó sammála kollegum sínum. Solskjaer sagði að leikmönnum sínum yrði ráðlagt að ferðast ekki og sagði að það væri óskiljanlegt ef leikmenn fara í landsliðsverkefni og þurfi að vera frá liðinu í 10 daga við heimkomu. Fleiri þjálfarar hafa tekið í sama streng, þar á meðal Steve Bruce, þjálfari Newcastle, og Carlo Ancelotti, þjálfari Everton. Ljóst er að þetta gæti haft áhrif á fjölda liða, en alls eru sjö lið sem eru með þrjá eða fleiri leikmenn sem eru frá löndum sem eru af þessum rauða lista. Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira
Reglur í Englandi kveða á um að allir þeir sem koma inn í landið frá löndum af svokölluðum rauðum lista vgna kórónuveirunnar, þurfi að fara í 10 daga sóttkví. Meðal landa á þessum rauða lista eru Portúgal, öll Suður-Ameríka og nokkur Afríkulönd. Nú þegar að stutt er í næsta landsleikjahlé hafa nokkrir þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni áhyggjur af því að leikmenn þeirra þurfi að fara í sóttkví við komuna til baka og geti því misst af mikilvægum leikjum í deildinni. Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, gekk svo langt að hann sagðist ætla að banna leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni ef það þýddi að þeir þyrftu að fara í 10 daga sóttkví. "It makes no sense..." Pep Guardiola says he will stop Manchester City players from joining up with their international teams this month if they are required to quarantine for 10 days on their return. pic.twitter.com/yiV6i6i7Wz— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 5, 2021 Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, tekur í sama streng og segir að það sé ekki hægt að geðjast öllum. „Leikmennirnir fá borgað frá félögunum og það þýðir að við þurfum að vera efstir í forgangsröðinni,“ sagði Klopp. „Ég held að allir geti verið sammála um það að við getum ekki leyft leikömmun að fara og spila fyrir sína þjóð, koma svo til baka og þurfa að vera í 10 daga sóttkví á hóteli. Það er ekki mögulegt.“ Ole Gunnar Solskjaer, þjálfari Manchester United, var ekki jafn harðorður, en var þó sammála kollegum sínum. Solskjaer sagði að leikmönnum sínum yrði ráðlagt að ferðast ekki og sagði að það væri óskiljanlegt ef leikmenn fara í landsliðsverkefni og þurfi að vera frá liðinu í 10 daga við heimkomu. Fleiri þjálfarar hafa tekið í sama streng, þar á meðal Steve Bruce, þjálfari Newcastle, og Carlo Ancelotti, þjálfari Everton. Ljóst er að þetta gæti haft áhrif á fjölda liða, en alls eru sjö lið sem eru með þrjá eða fleiri leikmenn sem eru frá löndum sem eru af þessum rauða lista.
Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira