Heyrði fyrst af áhuga Bayern eftir stærðfræðipróf í háskólanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2021 10:00 Það tók Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur aðeins tvær mínútur að skora í sínum fyrsta leik með Bayern München. bayern München Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk sannkallaða draumabyrjun með þýska stórliðinu Bayern München í fyrradag. Hún kann afar vel við sig hjá liðinu og er búin að koma sér vel fyrir í München þótt hún viðurkenni að það hafi verið krefjandi að flytja að heiman og til stórborgarinnar. Karólína kom inn á sem varamaður í fyrri leik Bayern og BIIK-Kazygurt í Kasakstan í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær á 65. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði hún með góðu skoti og kom Bayern í 0-5. Bæjarar unnu leikinn á endanum, 1-6, og eru því svo gott sem komnir í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Goals, Goals, Goals! Zu den @UWCL-TV-Highlights vs. Kazygurt! https://t.co/PmHYgQCIqt #MiaSanMia #FCBayern pic.twitter.com/VyKFqtQPLF— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 4, 2021 „Ég er mjög þakklát að hafa fengið að koma inn á og inn í hópinn. Hann er rosalega sterkur núna og það eru alltaf einhverjir utan hans. Nú er bara að byggja ofan á þetta,“ sagði Karólína í samtali við Vísi í gær. Karólína fór út til Þýskalands í byrjun árs. Þá var hún meidd og fyrstu vikurnar í München var hún í endurhæfingu. „Ég fór í æfingahóp með meiddum leikmönnum sem eru að jafna sig eftir aðgerðir og svona. Það var ekkert smá gaman að fá loks að spila,“ sagði Karólína sem reif liðþófa í hné síðasta haust og missti fyrir vikið af síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni EM. Karólína í leik Íslands og Lettlands á Laugardalsvellinum þar sem hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.vísir/vilhelm „Þetta voru krefjandi meiðsli og það tók tíma að jafna sig á þeim. En það var mjög gott að komast aftur inn á völlinn, sérstaklega fyrir andlegu hliðina,“ sagði Karólína sem hefur náð sér að fullu af meiðslunum. Ekki er langt síðan hún byrjaði að æfa eftir endurhæfinguna. „Það eru komnar tvær vikur síðan ég fór á fyrstu æfinguna með liðinu. En ég byrjaði ekki í „kontakt“ fyrr en viku seinna. Ég hef ekki æft það lengi með liðinu en það er miklu skemmtilegra en að vera bara ein í líkamsræktarsalnum og með einum þjálfara.“ Hefði orðið pirruð ef ég hefði ekki komið inn á Fyrsta tækifærið með Bayern kom því ekki löngu eftir að hún byrjaði að æfa með liðinu. „Já og nei,“ svaraði Karólína aðspurð hvort tækifærið með Bayern hafi komið fyrr en hún bjóst við. „Það eru meiðsli í hópnum og margir leikir. Vonandi stend ég mig áfram vel á æfingum og fæ að halda að áfram að spila. Ég hefði orðið pirruð ef ég hefði ekki komið inn á en það er eins og ég er. Ég er mikil keppnismanneskja og vil alltaf gera mitt besta og hjálpa liðinu. Núna þarf ég bara að koma mér aftur niður á jörðina og halda áfram að standa mig.“ Karólína niðurrignd á æfingu með Bayern.bayern münchen Bayern er eitt stærsta félag heims og Karólína segir að öll aðstaða og umgjörð þar á bæ sé eins og best verður á kosið. „Aðstaðan er mögnuð og það er haldið rosalega vel utan um liðið. Andinn í hópnum er líka ekkert smá góður. Það standa allir saman og þetta er ein stór fjölskylda hér á kampus. Það er alltaf gaman að mæta á æfingar og það var tekið svo vel á móti mér. Þetta hefur verið mjög gaman en líka erfitt að flytja frá fjölskyldunni og öllu. En að fara í svona stórt félag þar sem allt er hundrað prósent gerir þetta auðveldara,“ sagði Karólína sem verður tvítug í ágúst. Ætlaði að vera áfram heima Hún segist fyrst hafa heyrt af áhuga Bayern í lok síðasta árs. Hún ætlaði að spila áfram með Breiðabliki en segist ekki hafa getað sagt nei við félag eins og Bayern. „Ég var í lokaprófum í háskólanum og eftir stærðfræðipróf hringdi pabbi í mig og sagði að Gylfi [Sigurðsson] umboðsmaður hafi sagt sér að segja mér að Bayern hefði áhuga. Þetta var í byrjun desember og svo fór ég út í janúar,“ sagði Karólína. „Ég gat ekki sleppt þessu tækifæri. Ég ætlaði alltaf að taka eitt tímabil í viðbót heima en er mjög sátt að hafa tekið af skarið og farið hingað út.“ Karólína varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með Breiðabliki. Hún kom til liðsins frá FH fyrir tímabilið 2018.vísir/bára Lið Bayern er ógnarsterkt eins og staða liðsins í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu gefur til kynna. Bayern hefur unnið alla fjórtán leiki sína og er með fimm stiga forskot á Wolfsburg. Næsti leikur Bayern er gegn Freiburg á útivelli á morgun. „Þetta er eins sterkt lið og þau verða. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og þjálfararnir eru alltaf að segja mér til. Hér eru allir svo miklir atvinnumenn en ég held alveg í við alla hérna. Nú er bara að byggja ofan á það sem ég hef verið að gera,“ sagði Karólína. Var vel dekruð heima fyrir Hún var á hóteli fyrstu tvær vikurnar í München en er búin að koma sér fyrir í sinni eigin íbúð. „Það er mjög fínt að vera komin með sitt eigið pláss. En vegna Covid er þetta aðeins erfiðara, fá fólk í heimsókn og svona en vonandi lagast það,“ sagði Karólína. Hún segir að það hafi verið viðbrigði að flytja úr foreldrahúsum og ein til stórborgarinnar München. „Þetta var svolítið sjokk. Ég var vel dekruð heima fyrir,“ sagði Karolína hlæjandi. „Þurfti aldrei að elda eða neitt svo það var svolítið sjokk að þurfa að sjá um sig sjálfur. En ég held að ég sé að höndla þetta vel.“ Karólína er önnur íslenska fótboltakonan sem leikur með Bayern. Dagný Brynjarsdóttir varð þýskur meistari með liðinu 2015.bayern münchen Karólína er þýskunámi, hittir kennara tvisvar í viku einn og hálfan klukkutíma í senn og er að ná tökum á tungumálinu. „Ég var það heimsk að velja spænsku í Flensborg. Ég hefði getað unnið mér inn nokkur orð,“ sagði Karólína og hló. „En þetta fer að koma. Vonandi næ ég að pikka upp orð og svo að mynda setningar.“ Karólína og stöllur hennar í Bayern sækja Freiburg heim í þýsku úrvalsdeildinni á morgun. Þýski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Karólína kom inn á sem varamaður í fyrri leik Bayern og BIIK-Kazygurt í Kasakstan í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær á 65. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði hún með góðu skoti og kom Bayern í 0-5. Bæjarar unnu leikinn á endanum, 1-6, og eru því svo gott sem komnir í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Goals, Goals, Goals! Zu den @UWCL-TV-Highlights vs. Kazygurt! https://t.co/PmHYgQCIqt #MiaSanMia #FCBayern pic.twitter.com/VyKFqtQPLF— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 4, 2021 „Ég er mjög þakklát að hafa fengið að koma inn á og inn í hópinn. Hann er rosalega sterkur núna og það eru alltaf einhverjir utan hans. Nú er bara að byggja ofan á þetta,“ sagði Karólína í samtali við Vísi í gær. Karólína fór út til Þýskalands í byrjun árs. Þá var hún meidd og fyrstu vikurnar í München var hún í endurhæfingu. „Ég fór í æfingahóp með meiddum leikmönnum sem eru að jafna sig eftir aðgerðir og svona. Það var ekkert smá gaman að fá loks að spila,“ sagði Karólína sem reif liðþófa í hné síðasta haust og missti fyrir vikið af síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni EM. Karólína í leik Íslands og Lettlands á Laugardalsvellinum þar sem hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.vísir/vilhelm „Þetta voru krefjandi meiðsli og það tók tíma að jafna sig á þeim. En það var mjög gott að komast aftur inn á völlinn, sérstaklega fyrir andlegu hliðina,“ sagði Karólína sem hefur náð sér að fullu af meiðslunum. Ekki er langt síðan hún byrjaði að æfa eftir endurhæfinguna. „Það eru komnar tvær vikur síðan ég fór á fyrstu æfinguna með liðinu. En ég byrjaði ekki í „kontakt“ fyrr en viku seinna. Ég hef ekki æft það lengi með liðinu en það er miklu skemmtilegra en að vera bara ein í líkamsræktarsalnum og með einum þjálfara.“ Hefði orðið pirruð ef ég hefði ekki komið inn á Fyrsta tækifærið með Bayern kom því ekki löngu eftir að hún byrjaði að æfa með liðinu. „Já og nei,“ svaraði Karólína aðspurð hvort tækifærið með Bayern hafi komið fyrr en hún bjóst við. „Það eru meiðsli í hópnum og margir leikir. Vonandi stend ég mig áfram vel á æfingum og fæ að halda að áfram að spila. Ég hefði orðið pirruð ef ég hefði ekki komið inn á en það er eins og ég er. Ég er mikil keppnismanneskja og vil alltaf gera mitt besta og hjálpa liðinu. Núna þarf ég bara að koma mér aftur niður á jörðina og halda áfram að standa mig.“ Karólína niðurrignd á æfingu með Bayern.bayern münchen Bayern er eitt stærsta félag heims og Karólína segir að öll aðstaða og umgjörð þar á bæ sé eins og best verður á kosið. „Aðstaðan er mögnuð og það er haldið rosalega vel utan um liðið. Andinn í hópnum er líka ekkert smá góður. Það standa allir saman og þetta er ein stór fjölskylda hér á kampus. Það er alltaf gaman að mæta á æfingar og það var tekið svo vel á móti mér. Þetta hefur verið mjög gaman en líka erfitt að flytja frá fjölskyldunni og öllu. En að fara í svona stórt félag þar sem allt er hundrað prósent gerir þetta auðveldara,“ sagði Karólína sem verður tvítug í ágúst. Ætlaði að vera áfram heima Hún segist fyrst hafa heyrt af áhuga Bayern í lok síðasta árs. Hún ætlaði að spila áfram með Breiðabliki en segist ekki hafa getað sagt nei við félag eins og Bayern. „Ég var í lokaprófum í háskólanum og eftir stærðfræðipróf hringdi pabbi í mig og sagði að Gylfi [Sigurðsson] umboðsmaður hafi sagt sér að segja mér að Bayern hefði áhuga. Þetta var í byrjun desember og svo fór ég út í janúar,“ sagði Karólína. „Ég gat ekki sleppt þessu tækifæri. Ég ætlaði alltaf að taka eitt tímabil í viðbót heima en er mjög sátt að hafa tekið af skarið og farið hingað út.“ Karólína varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með Breiðabliki. Hún kom til liðsins frá FH fyrir tímabilið 2018.vísir/bára Lið Bayern er ógnarsterkt eins og staða liðsins í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu gefur til kynna. Bayern hefur unnið alla fjórtán leiki sína og er með fimm stiga forskot á Wolfsburg. Næsti leikur Bayern er gegn Freiburg á útivelli á morgun. „Þetta er eins sterkt lið og þau verða. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og þjálfararnir eru alltaf að segja mér til. Hér eru allir svo miklir atvinnumenn en ég held alveg í við alla hérna. Nú er bara að byggja ofan á það sem ég hef verið að gera,“ sagði Karólína. Var vel dekruð heima fyrir Hún var á hóteli fyrstu tvær vikurnar í München en er búin að koma sér fyrir í sinni eigin íbúð. „Það er mjög fínt að vera komin með sitt eigið pláss. En vegna Covid er þetta aðeins erfiðara, fá fólk í heimsókn og svona en vonandi lagast það,“ sagði Karólína. Hún segir að það hafi verið viðbrigði að flytja úr foreldrahúsum og ein til stórborgarinnar München. „Þetta var svolítið sjokk. Ég var vel dekruð heima fyrir,“ sagði Karolína hlæjandi. „Þurfti aldrei að elda eða neitt svo það var svolítið sjokk að þurfa að sjá um sig sjálfur. En ég held að ég sé að höndla þetta vel.“ Karólína er önnur íslenska fótboltakonan sem leikur með Bayern. Dagný Brynjarsdóttir varð þýskur meistari með liðinu 2015.bayern münchen Karólína er þýskunámi, hittir kennara tvisvar í viku einn og hálfan klukkutíma í senn og er að ná tökum á tungumálinu. „Ég var það heimsk að velja spænsku í Flensborg. Ég hefði getað unnið mér inn nokkur orð,“ sagði Karólína og hló. „En þetta fer að koma. Vonandi næ ég að pikka upp orð og svo að mynda setningar.“ Karólína og stöllur hennar í Bayern sækja Freiburg heim í þýsku úrvalsdeildinni á morgun.
Þýski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira