Brady man ekki eftir því að hafa kastað bikarnum á milli báta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 10:31 Tom Brady með dóttur sinni Vivian á sigurhátíðinni. Hún reyndi að fá pabba sinn til að hætta við að kasta bikarnum og hann hrósaði átta ára dóttur sinni fyrir það. Getty/Mike Ehrmann Átta ára dóttir Tom Brady reyndi að fá hann til kasta ekki NFL bikarnum yfir á næsta bát í sigurhátíðinni á dögunum og hann þakkar fyrir það að innherjinn „greip frá honum „sendinguna“. NFL-meistarinn Tom Brady mætti í viðtalsþáttinn „The Late Late Show with James Corden“ í vikunni og fór meðal yfir þá ákvörðun sína að kasta Lombardi bikarnum yfir á næsta bát í sigurhátíð Tampa Bay Buccaneers liðsins. Þetta var fyrsta viðtal Brady frá atvikinu sem varð tveimur dögum eftir sigur Tampa Bay Buccaneers í Super Bowl sem var sjöundi meistaratitill Tom Brady á ferlinum. Tom Brady says he 'was not thinking' when he tossed Lombardi Trophy.https://t.co/2JTjk8KkAD— Adam Schefter (@AdamSchefter) March 3, 2021 Menn þóttust sjá nýja hlið á Brady í fögnuðinum en hann sleppti svo sannarlega af sér beltinu þennan sólríka dag á Hillsborough ánni sem rennur í gegnum miðbæ Tampa. Leikmenn Tampa Bay Buccaneers fögnuðu þá saman á nokkrum bátum og sigldu fram hjá stuðningsmönnum sem voru samankomnir á árbakkanum. Atvikið sem allir töluðu um var þó þegar Tom Brady kastaði hinum eftirsótta Lombardi bikar yfir á næsta bát. Brady viðurkenndi í viðtalinu að hann muni ekki almennilega eftir því að hafa gert þetta. Tom Brady says he doesn't remember Lombardi toss quite so well. https://t.co/v3rQS6IPQk— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) March 3, 2021 „Í fyrsta lagi þá var ég ekki að hugsa á þessari stundu. Þetta virtist bara vera eitthvað sem var gaman að gera, sagði Tom Brdy hlæjandi. „Við megum ekki gleyma því að það eru líka beittar brúnir á botni bikarsins og ég komst af því seinna að ef sendingin hefði ekki heppnast þá voru um 80 fet (rúmir 24 metrar) niður á botn. Ég er því mjög ánægður með að innherjinn Cam [Brate] greip bikarinn,“ sagði Brady. Brady talaði einnig um það að honum fyndist dóttir sín Vivi hafi verið stjarnan í myndbandinu. Rétt áður en Brady kastaði bikarnum þá kallaði hún: „Pabbi, nei“. „Þetta var litla átta ára dóttir mín. Hver hefði getað ímyndað sér að átta ára stelpa sýndi mesta hyggjuvitið á svæðinu. Eins og ég segi hún er rödd skynseminnar,“ sagði Brady. Hér fyrir neðan má sjá atvikið með bikarinn. watch on YouTube NFL Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi Sjá meira
NFL-meistarinn Tom Brady mætti í viðtalsþáttinn „The Late Late Show with James Corden“ í vikunni og fór meðal yfir þá ákvörðun sína að kasta Lombardi bikarnum yfir á næsta bát í sigurhátíð Tampa Bay Buccaneers liðsins. Þetta var fyrsta viðtal Brady frá atvikinu sem varð tveimur dögum eftir sigur Tampa Bay Buccaneers í Super Bowl sem var sjöundi meistaratitill Tom Brady á ferlinum. Tom Brady says he 'was not thinking' when he tossed Lombardi Trophy.https://t.co/2JTjk8KkAD— Adam Schefter (@AdamSchefter) March 3, 2021 Menn þóttust sjá nýja hlið á Brady í fögnuðinum en hann sleppti svo sannarlega af sér beltinu þennan sólríka dag á Hillsborough ánni sem rennur í gegnum miðbæ Tampa. Leikmenn Tampa Bay Buccaneers fögnuðu þá saman á nokkrum bátum og sigldu fram hjá stuðningsmönnum sem voru samankomnir á árbakkanum. Atvikið sem allir töluðu um var þó þegar Tom Brady kastaði hinum eftirsótta Lombardi bikar yfir á næsta bát. Brady viðurkenndi í viðtalinu að hann muni ekki almennilega eftir því að hafa gert þetta. Tom Brady says he doesn't remember Lombardi toss quite so well. https://t.co/v3rQS6IPQk— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) March 3, 2021 „Í fyrsta lagi þá var ég ekki að hugsa á þessari stundu. Þetta virtist bara vera eitthvað sem var gaman að gera, sagði Tom Brdy hlæjandi. „Við megum ekki gleyma því að það eru líka beittar brúnir á botni bikarsins og ég komst af því seinna að ef sendingin hefði ekki heppnast þá voru um 80 fet (rúmir 24 metrar) niður á botn. Ég er því mjög ánægður með að innherjinn Cam [Brate] greip bikarinn,“ sagði Brady. Brady talaði einnig um það að honum fyndist dóttir sín Vivi hafi verið stjarnan í myndbandinu. Rétt áður en Brady kastaði bikarnum þá kallaði hún: „Pabbi, nei“. „Þetta var litla átta ára dóttir mín. Hver hefði getað ímyndað sér að átta ára stelpa sýndi mesta hyggjuvitið á svæðinu. Eins og ég segi hún er rödd skynseminnar,“ sagði Brady. Hér fyrir neðan má sjá atvikið með bikarinn. watch on YouTube
NFL Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi Sjá meira