„Þætti ofsalega vænt um að dómaranefnd KKÍ myndi bera meiri virðingu fyrir kvennaboltanum heldur en þetta“ Atli Arason skrifar 3. mars 2021 23:10 Jón Halldór er oftast líflegur á hliðarlínunni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var ansi heitt í hamsi í viðtali eftir tapið gegn Haukum í framlengdum leik Dominos deildinni í kvöld. Jón var langt frá því að vera sáttur með dómgæsluna í kvöld og lét KKÍ heyra það. „Mér þætti ofsalega vænt um að dómaranefnd KKÍ myndi bera meiri virðingu fyrir kvennaboltanum heldur en þetta. Að setja tvo óvana dómara með Davíð á þennan leik er ekki gott fyrir þá né leikinn, það er bara ósköp einfalt mál. Bæði ég og þjálfari Hauka vorum ósáttir við dómgæsluna á löngum köflum í þessum leik, það réði ekkert úrslitunum í þessum leik en það voru tveir mjög, mjög vafasamir dómar, sem þeir þorðu ekki að dæma. Bæði í lok venjulegs leiktíma og í ákeyrslu Emelíu í restina, þeir þorðu ekki að dæma á það. Ef það hefðu verið þrír alvöru dómarar eins og hefði verið í karlaboltanum, á svona stórum leik, þá hefði þetta verið tekið fyrir,“ svaraði Jón Halldór aðspurður um dómgæsluna í leiknum. Keflavíkur liðið var ólíkt sjálfu sér í fyrri hálfleik í kvöld. Þær töpuðu tveimur fyrstu leikhlutunum í kvöld gegn spræku liði Hauka. Það var allt annað Keflavíkurlið sem kom út í seinni hálfleik en aðspurður sagði Jón að hann hafi ekki þurft að peppa sínar stelpur neitt sérstaklega inn í klefa í hálfleik. „Ég sagði ekki neitt. Þetta er ungt lið og við erum að reyna að móta flottan kjarna af leikmönnum og það gengur ótrúlega vel. Við erum að spila við lið sem er all-in í að vinna titilinn. Þær voru að bæta við sig einum af tveimur bestu leikmönnum Íslands í liðið sitt. Ég tek bara hatt minn ofan fyrir mínum stelpum. Ég sagði ekki neitt við þær í hálfleik, þær vita alveg hvað þær geta og ég veit alveg hvað þær geta. Stundum þurfum við bara að lenda á svona hálfleik til að vita hvar við stöndum og það gerðist í dag en við sýndum frábæran karakter í seinni.“ Keflavík var grátlega nálægt því að fá eitthvað út úr þessum leik og viðhalda 100% árangri sínum á tímabilinu. Þær fengu lokaskotið í bæði venjulegum leiktíma og í framlengingunni en það vildi ekki ofan í. Bæði skotin féllu í hendur Önnu Ingunnar sem var augljóslega niðurbrotin í leikslok þegar niðurstaðan varð ljós. „Ég er ánægður með stelpurnar mínar. Þær sýndu frábæran karakter hérna í dag. Þær komu okkur aftur inn í leikinn í seinni hálfleik eftir að við vörum daprar sóknarlega í fyrri hálfleik. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Þær sýna alvöru þor hérna í restina, það eru ekki allir sem hefðu þorað að taka þetta skot sem Anna Ingunn tók í lokin. Ég er ekkert smá stoltur af henni,“ sagði Jón Halldór. Þetta var fyrsti heimaleikur Keflavíkur með áhorfendur í salnum og stemningin í kvöld var gífurleg. Jonni sendi að lokum sérstakar kveðjur til þeirra sem mættu. „Það er búið að vanta eitthvað, svona að vera ekki með áhorfendur en núna fáum við þá og það er bara yndislegt að fólkið okkar fái að njóta þessa frábæra liðs sem við erum með. Þetta eru ungar og ótrúlega sprækar stelpur. Þær eru lífsglaðar og leggja mikið á sig. Áhorfendurnir sýndu það í dag að þau eru 100% á bak við þetta lið. Þetta var frábært.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
„Mér þætti ofsalega vænt um að dómaranefnd KKÍ myndi bera meiri virðingu fyrir kvennaboltanum heldur en þetta. Að setja tvo óvana dómara með Davíð á þennan leik er ekki gott fyrir þá né leikinn, það er bara ósköp einfalt mál. Bæði ég og þjálfari Hauka vorum ósáttir við dómgæsluna á löngum köflum í þessum leik, það réði ekkert úrslitunum í þessum leik en það voru tveir mjög, mjög vafasamir dómar, sem þeir þorðu ekki að dæma. Bæði í lok venjulegs leiktíma og í ákeyrslu Emelíu í restina, þeir þorðu ekki að dæma á það. Ef það hefðu verið þrír alvöru dómarar eins og hefði verið í karlaboltanum, á svona stórum leik, þá hefði þetta verið tekið fyrir,“ svaraði Jón Halldór aðspurður um dómgæsluna í leiknum. Keflavíkur liðið var ólíkt sjálfu sér í fyrri hálfleik í kvöld. Þær töpuðu tveimur fyrstu leikhlutunum í kvöld gegn spræku liði Hauka. Það var allt annað Keflavíkurlið sem kom út í seinni hálfleik en aðspurður sagði Jón að hann hafi ekki þurft að peppa sínar stelpur neitt sérstaklega inn í klefa í hálfleik. „Ég sagði ekki neitt. Þetta er ungt lið og við erum að reyna að móta flottan kjarna af leikmönnum og það gengur ótrúlega vel. Við erum að spila við lið sem er all-in í að vinna titilinn. Þær voru að bæta við sig einum af tveimur bestu leikmönnum Íslands í liðið sitt. Ég tek bara hatt minn ofan fyrir mínum stelpum. Ég sagði ekki neitt við þær í hálfleik, þær vita alveg hvað þær geta og ég veit alveg hvað þær geta. Stundum þurfum við bara að lenda á svona hálfleik til að vita hvar við stöndum og það gerðist í dag en við sýndum frábæran karakter í seinni.“ Keflavík var grátlega nálægt því að fá eitthvað út úr þessum leik og viðhalda 100% árangri sínum á tímabilinu. Þær fengu lokaskotið í bæði venjulegum leiktíma og í framlengingunni en það vildi ekki ofan í. Bæði skotin féllu í hendur Önnu Ingunnar sem var augljóslega niðurbrotin í leikslok þegar niðurstaðan varð ljós. „Ég er ánægður með stelpurnar mínar. Þær sýndu frábæran karakter hérna í dag. Þær komu okkur aftur inn í leikinn í seinni hálfleik eftir að við vörum daprar sóknarlega í fyrri hálfleik. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Þær sýna alvöru þor hérna í restina, það eru ekki allir sem hefðu þorað að taka þetta skot sem Anna Ingunn tók í lokin. Ég er ekkert smá stoltur af henni,“ sagði Jón Halldór. Þetta var fyrsti heimaleikur Keflavíkur með áhorfendur í salnum og stemningin í kvöld var gífurleg. Jonni sendi að lokum sérstakar kveðjur til þeirra sem mættu. „Það er búið að vanta eitthvað, svona að vera ekki með áhorfendur en núna fáum við þá og það er bara yndislegt að fólkið okkar fái að njóta þessa frábæra liðs sem við erum með. Þetta eru ungar og ótrúlega sprækar stelpur. Þær eru lífsglaðar og leggja mikið á sig. Áhorfendurnir sýndu það í dag að þau eru 100% á bak við þetta lið. Þetta var frábært.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira