Tæknirisar horfa til Íslands í baráttunni gegn hamfarahlýnun Edda Sif Aradóttir og Jan Wurzbacher skrifa 2. mars 2021 07:31 Að snúa við hamfarahlýnun er stærsta áskorun sem mannkyn hefur staðið frammi fyrir. Ríki heims, fyrirtæki og einstaklingar hafa sett sér metnaðarfull markmið og nú reynir á að fylgja þeim eftir með áræðnum aðgerðum. Við vitum hvað þarf að gera og allar lausnirnar sem þarf að innleiða og skala upp hafa þegar verið þróaðar. Gróft á litið fela loftslagsaðgerðir í sér að annars vegar stöðva útblástur gróðurhúsalofttegunda og hins vegar að hreinsa til eftir síðustu áratugi – þ.e. að fanga það koldíoxíð sem þegar hefur verið losað í andrúmsloftið og binda varanlega. Aragrúi lausna er til í hvorum flokki fyrir sig en mikilvægt er að velja hagkvæmustu lausnina á hverjum stað fyrir sig til að hámarka áhrif loftslagsaðgerða. Alþjóðlegt stórfyrirtæki taka þátt Undanfarin misseri hafa alþjóðlegir tæknirisar gerst virkir þátttakendur í loftslagsaðgerðum. Amazon, líkt og Ísland, stefnir t.a.m. á kolefnishlutleysi ekki síðar en 2040 en Apple ætlar að ná því markmiði áratug fyrr. Microsoft er með enn framsæknari loftslagsmarkmið sem fela í sér að fyrirtækið verði með neikvætt kolefnisspor árið 2030 og að árið 2050 hafi öll losun félagsins frá stofnun þess verið endurheimt. Það er virkilega jákvætt að sjá nokkur af stærstu og efnuðustu fyrirtækjum heims ganga fram fyrir skjöldu með þessum hætti enda mikilvægt að fordæmið fyrir loftslagsvænni og arðbærri starfsemi stórfyrirtækja sé sett sem fyrst. Microsoft fjárfestir á Hellisheiði Nokkur þessara fyrirtækja hafa horft til íslenskra verkefna og tæknilausna í sínum loftslagsaðgerðum og hefur samþætt tækni Carbfix og svissneska fyrirtækisins Climeworks líklega vakið hvað mesta athygli en hún felur í sér að fanga koldíoxíð úr andrúmslofti, leysa það upp í vatni og dæla djúpt niður í berglög þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Aðgangur að grænni orku er forsenda hámarksávinnings fyrir loftslagið af slíkum lausnum enda felst stærsta spor kolefnisföngunar og -förgunar í orkunotkun. Nú er unnið að því að skala upp starfsemi Carbfix og Climeworks í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði og mun afkastagetan aukast margfalt í sumarbyrjun. Til marks um alþjóðlegan áhuga á starfseminni á Hellisheiði er fjöldi aðila í áskrift hjá Climeworks að varanlegri hreinsun og förgun á sínu kolefnisspori þ.á.m. stórfyrirtækin Microsoft og Stripe. Þá mun loftslagssjóður Microsoft einnig fjárfesta beint í loftsugunum á Hellisheiði. Loftslagsvænn iðnaður á Íslandi Ljóst er að byggja þarf upp innviði til föngunar og förgunar koldíoxiðs á stórum skala til að loftslagsmarkmið náist og mun slík uppbygging leiða af sér nýjan loftslagsvænan iðnað. Einnig má gera ráð fyrir að annars konar iðnaði verði í auknum mæli valinn staður í námunda við slíka starfsemi. Ísland hefur skapað sér forskot á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu kolefnisneikvæðra tæknilausna – hvergi annars staðar í heiminum er verið að endurfanga koldíoxíð og breyta varanlega í stein. Áhugi alþjóðlegra tæknirisa á starfseminni er til marks um þá miklu möguleika sem felast í íslenska berggrunninum, tækniþekkingu og hreinni orku. Spilum sóknarleik til að undirbyggja stærsta sigur mannkyns - að stöðva hamfarahlýnun. Edda Sif Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix. Jan Wurzbacher annar forstjóri og meðstofnandi Climeworks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Jarðhiti Edda Sif Aradóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Að snúa við hamfarahlýnun er stærsta áskorun sem mannkyn hefur staðið frammi fyrir. Ríki heims, fyrirtæki og einstaklingar hafa sett sér metnaðarfull markmið og nú reynir á að fylgja þeim eftir með áræðnum aðgerðum. Við vitum hvað þarf að gera og allar lausnirnar sem þarf að innleiða og skala upp hafa þegar verið þróaðar. Gróft á litið fela loftslagsaðgerðir í sér að annars vegar stöðva útblástur gróðurhúsalofttegunda og hins vegar að hreinsa til eftir síðustu áratugi – þ.e. að fanga það koldíoxíð sem þegar hefur verið losað í andrúmsloftið og binda varanlega. Aragrúi lausna er til í hvorum flokki fyrir sig en mikilvægt er að velja hagkvæmustu lausnina á hverjum stað fyrir sig til að hámarka áhrif loftslagsaðgerða. Alþjóðlegt stórfyrirtæki taka þátt Undanfarin misseri hafa alþjóðlegir tæknirisar gerst virkir þátttakendur í loftslagsaðgerðum. Amazon, líkt og Ísland, stefnir t.a.m. á kolefnishlutleysi ekki síðar en 2040 en Apple ætlar að ná því markmiði áratug fyrr. Microsoft er með enn framsæknari loftslagsmarkmið sem fela í sér að fyrirtækið verði með neikvætt kolefnisspor árið 2030 og að árið 2050 hafi öll losun félagsins frá stofnun þess verið endurheimt. Það er virkilega jákvætt að sjá nokkur af stærstu og efnuðustu fyrirtækjum heims ganga fram fyrir skjöldu með þessum hætti enda mikilvægt að fordæmið fyrir loftslagsvænni og arðbærri starfsemi stórfyrirtækja sé sett sem fyrst. Microsoft fjárfestir á Hellisheiði Nokkur þessara fyrirtækja hafa horft til íslenskra verkefna og tæknilausna í sínum loftslagsaðgerðum og hefur samþætt tækni Carbfix og svissneska fyrirtækisins Climeworks líklega vakið hvað mesta athygli en hún felur í sér að fanga koldíoxíð úr andrúmslofti, leysa það upp í vatni og dæla djúpt niður í berglög þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Aðgangur að grænni orku er forsenda hámarksávinnings fyrir loftslagið af slíkum lausnum enda felst stærsta spor kolefnisföngunar og -förgunar í orkunotkun. Nú er unnið að því að skala upp starfsemi Carbfix og Climeworks í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði og mun afkastagetan aukast margfalt í sumarbyrjun. Til marks um alþjóðlegan áhuga á starfseminni á Hellisheiði er fjöldi aðila í áskrift hjá Climeworks að varanlegri hreinsun og förgun á sínu kolefnisspori þ.á.m. stórfyrirtækin Microsoft og Stripe. Þá mun loftslagssjóður Microsoft einnig fjárfesta beint í loftsugunum á Hellisheiði. Loftslagsvænn iðnaður á Íslandi Ljóst er að byggja þarf upp innviði til föngunar og förgunar koldíoxiðs á stórum skala til að loftslagsmarkmið náist og mun slík uppbygging leiða af sér nýjan loftslagsvænan iðnað. Einnig má gera ráð fyrir að annars konar iðnaði verði í auknum mæli valinn staður í námunda við slíka starfsemi. Ísland hefur skapað sér forskot á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu kolefnisneikvæðra tæknilausna – hvergi annars staðar í heiminum er verið að endurfanga koldíoxíð og breyta varanlega í stein. Áhugi alþjóðlegra tæknirisa á starfseminni er til marks um þá miklu möguleika sem felast í íslenska berggrunninum, tækniþekkingu og hreinni orku. Spilum sóknarleik til að undirbyggja stærsta sigur mannkyns - að stöðva hamfarahlýnun. Edda Sif Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix. Jan Wurzbacher annar forstjóri og meðstofnandi Climeworks.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun