Kosið um það hvort stelpna- og strákalið geti mæst Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2021 09:00 Í liði Aþenu eru meðal annars stelpur sem barist hafa fyrir því að mega spila á mótum með strákum. @athenabasketballiceland Stelpnalið og strákalið í körfubolta gætu spilað í sama flokki á Íslandsmóti allt fram til 14 ára aldurs yrði tillaga þess efnis samþykkt á ársþingi KKÍ 13. mars. Aðalsöguhetjurnar í heimildamyndinni Hækkum rána, þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson og stelpurnar sem hann þjálfar, vildu fá sömu tillögu í gegn á ársþingi KKÍ fyrir tveimur árum. Stelpurnar kepptu þá á vegum ÍR sem sendi inn breytingatillöguna en á þinginu, þegar kom að því að móta tillöguna í laga- og leikreglunefnd, talaði enginn frá ÍR fyrir hugmyndinni. Málinu var því á endanum vísað frá. Tillagan kemur að þessu sinni frá Ungmennafélagi Kjalnesinga en Aþena, félagið sem Brynjar Karl kom á fót eftir að hann var rekinn frá ÍR, leikur undir hatti UMFK. Brynjar Karl mun sjálfur tala fyrir tillögunni á þinginu um aðra helgi, sem eini fulltrúi UMFK á þinginu og einn af 145 þingfulltrúum. Tillaga UMFK felur í sér að eftirfarandi verði bætt við reglu um flokkaskiptingu leikmanna: Mótanefnd KKÍ getur leyft keppni liðs í Íslandsmóti sem er annaðhvort kynjablandað eða skipað leikmönnum af gagnstæðu kyni frá minnibolta 10 ára upp í 9. flokk. Slíkt leyfi verður aðeins veitt ef félag sem óskar eftir að senda slíkt lið til keppni hefur sent inn rökstutt erindi til mótanefndar þar sem félagið hefur rökstutt með fullnægjandi hætti að mati mótanefndar að ástæða sé til að veita slíkt leyfi að teknu tilliti til meðal annars getu og/eða framþróunar liðs og/eða leikmanna sem sótt er um fyrir. Ef sótt er um slíkt leyfi fyrir lið geta leikmenn þess almennt ekki keppt bæði í flokki karla og kvenna en þó er það mögulegt ef um er að ræða tilfærslu á einstökum leikmönnum á milli liða. Blönduð lið eða lið af gagnstæðu kyni geta keppt á öllum mótum í tilteknum flokki nema í úrslitamótum þar sem endanlega er keppt um Íslandsmeistaratitil. Hafi slíkt lið áunnið sér sæti á slíku móti skal færa upp það lið sem næst kemur að stigum fyrir úrslitamót. Leyfi mótanefndar samkvæmt framangreindu tekur ekki til keppni í Bikarkeppnum KKÍ. Í núgildandi reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót er körfuknattleiksmönnum skipt í flokka eftir aldri og kyni. Þó að ekkert sé sagt um það í reglugerðinni hefur það hins vegar tíðkast að lið geti verið skipuð bæði strákum og stelpum. Aftur á móti hefur það ekki verið leyft að lið sem alfarið er skipað stelpum spili á Íslandsmóti stráka, eða öfugt. „Þetta snýst ekki um hverju við viljum ná fram, við erum að „representa“ stelpurnar. Þær vilja breyta þessu,“ segir Vésteinn Sveinsson þjálfari hjá Aþenu. „Sjálfsagður hlutur í okkar augum“ Í breytingatillögunni, sem sjá má hér að ofan, er ekki gert ráð fyrir að stelpnalið geti orðið Íslandsmeistari í flokki stráka, eða öfugt. Þau fái ekki að spila í úrslitamótunum. Aðspurður hvers vegna ekki sé gengið lengra bendir Vésteinn á að hægt verði að taka skrefið til fulls síðar. Aðspurður hvort að jarðvegurinn hefði verið kannaður – hvort stuðningur væri við tillöguna í körfuboltahreyfingunni – svarar Vésteinn: „Við höfum ekki kannað það og sáum ekki ástæðu til þess, þar sem þetta er frekar sjálfsagður hlutur í augum stelpnanna. Enda er þetta svona í fleiri löndum eins og fram kom í myndinni. Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að þessu sé breytt.“ Þó að breytingin yrði að veruleika væri ekki sjálfgefið að Aþena nýtti sér hana strax: „Það eru nú nokkrar stelpur hjá okkur sem verða komnar yfir þetta aldurstakmark á næsta ári þannig að þetta verður þá of seint fyrir þær. En við eða önnur lið gætum nýtt þetta í framtíðinni,“ segir Vésteinn. Körfubolti Íþróttir barna Tengdar fréttir „Það þarf að undirbúa stelpurnar fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra“ Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að heimildarmyndin Hækkum rána var frumsýnd í síðustu viku. Þar er fjallað um stúlknahóp sem hann hefur þjálfað undanfarin ár, fyrst hjá Stjörnunni, svo ÍR og loks Aþenu. 19. febrúar 2021 11:01 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Aðalsöguhetjurnar í heimildamyndinni Hækkum rána, þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson og stelpurnar sem hann þjálfar, vildu fá sömu tillögu í gegn á ársþingi KKÍ fyrir tveimur árum. Stelpurnar kepptu þá á vegum ÍR sem sendi inn breytingatillöguna en á þinginu, þegar kom að því að móta tillöguna í laga- og leikreglunefnd, talaði enginn frá ÍR fyrir hugmyndinni. Málinu var því á endanum vísað frá. Tillagan kemur að þessu sinni frá Ungmennafélagi Kjalnesinga en Aþena, félagið sem Brynjar Karl kom á fót eftir að hann var rekinn frá ÍR, leikur undir hatti UMFK. Brynjar Karl mun sjálfur tala fyrir tillögunni á þinginu um aðra helgi, sem eini fulltrúi UMFK á þinginu og einn af 145 þingfulltrúum. Tillaga UMFK felur í sér að eftirfarandi verði bætt við reglu um flokkaskiptingu leikmanna: Mótanefnd KKÍ getur leyft keppni liðs í Íslandsmóti sem er annaðhvort kynjablandað eða skipað leikmönnum af gagnstæðu kyni frá minnibolta 10 ára upp í 9. flokk. Slíkt leyfi verður aðeins veitt ef félag sem óskar eftir að senda slíkt lið til keppni hefur sent inn rökstutt erindi til mótanefndar þar sem félagið hefur rökstutt með fullnægjandi hætti að mati mótanefndar að ástæða sé til að veita slíkt leyfi að teknu tilliti til meðal annars getu og/eða framþróunar liðs og/eða leikmanna sem sótt er um fyrir. Ef sótt er um slíkt leyfi fyrir lið geta leikmenn þess almennt ekki keppt bæði í flokki karla og kvenna en þó er það mögulegt ef um er að ræða tilfærslu á einstökum leikmönnum á milli liða. Blönduð lið eða lið af gagnstæðu kyni geta keppt á öllum mótum í tilteknum flokki nema í úrslitamótum þar sem endanlega er keppt um Íslandsmeistaratitil. Hafi slíkt lið áunnið sér sæti á slíku móti skal færa upp það lið sem næst kemur að stigum fyrir úrslitamót. Leyfi mótanefndar samkvæmt framangreindu tekur ekki til keppni í Bikarkeppnum KKÍ. Í núgildandi reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót er körfuknattleiksmönnum skipt í flokka eftir aldri og kyni. Þó að ekkert sé sagt um það í reglugerðinni hefur það hins vegar tíðkast að lið geti verið skipuð bæði strákum og stelpum. Aftur á móti hefur það ekki verið leyft að lið sem alfarið er skipað stelpum spili á Íslandsmóti stráka, eða öfugt. „Þetta snýst ekki um hverju við viljum ná fram, við erum að „representa“ stelpurnar. Þær vilja breyta þessu,“ segir Vésteinn Sveinsson þjálfari hjá Aþenu. „Sjálfsagður hlutur í okkar augum“ Í breytingatillögunni, sem sjá má hér að ofan, er ekki gert ráð fyrir að stelpnalið geti orðið Íslandsmeistari í flokki stráka, eða öfugt. Þau fái ekki að spila í úrslitamótunum. Aðspurður hvers vegna ekki sé gengið lengra bendir Vésteinn á að hægt verði að taka skrefið til fulls síðar. Aðspurður hvort að jarðvegurinn hefði verið kannaður – hvort stuðningur væri við tillöguna í körfuboltahreyfingunni – svarar Vésteinn: „Við höfum ekki kannað það og sáum ekki ástæðu til þess, þar sem þetta er frekar sjálfsagður hlutur í augum stelpnanna. Enda er þetta svona í fleiri löndum eins og fram kom í myndinni. Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að þessu sé breytt.“ Þó að breytingin yrði að veruleika væri ekki sjálfgefið að Aþena nýtti sér hana strax: „Það eru nú nokkrar stelpur hjá okkur sem verða komnar yfir þetta aldurstakmark á næsta ári þannig að þetta verður þá of seint fyrir þær. En við eða önnur lið gætum nýtt þetta í framtíðinni,“ segir Vésteinn.
Tillaga UMFK felur í sér að eftirfarandi verði bætt við reglu um flokkaskiptingu leikmanna: Mótanefnd KKÍ getur leyft keppni liðs í Íslandsmóti sem er annaðhvort kynjablandað eða skipað leikmönnum af gagnstæðu kyni frá minnibolta 10 ára upp í 9. flokk. Slíkt leyfi verður aðeins veitt ef félag sem óskar eftir að senda slíkt lið til keppni hefur sent inn rökstutt erindi til mótanefndar þar sem félagið hefur rökstutt með fullnægjandi hætti að mati mótanefndar að ástæða sé til að veita slíkt leyfi að teknu tilliti til meðal annars getu og/eða framþróunar liðs og/eða leikmanna sem sótt er um fyrir. Ef sótt er um slíkt leyfi fyrir lið geta leikmenn þess almennt ekki keppt bæði í flokki karla og kvenna en þó er það mögulegt ef um er að ræða tilfærslu á einstökum leikmönnum á milli liða. Blönduð lið eða lið af gagnstæðu kyni geta keppt á öllum mótum í tilteknum flokki nema í úrslitamótum þar sem endanlega er keppt um Íslandsmeistaratitil. Hafi slíkt lið áunnið sér sæti á slíku móti skal færa upp það lið sem næst kemur að stigum fyrir úrslitamót. Leyfi mótanefndar samkvæmt framangreindu tekur ekki til keppni í Bikarkeppnum KKÍ.
Körfubolti Íþróttir barna Tengdar fréttir „Það þarf að undirbúa stelpurnar fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra“ Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að heimildarmyndin Hækkum rána var frumsýnd í síðustu viku. Þar er fjallað um stúlknahóp sem hann hefur þjálfað undanfarin ár, fyrst hjá Stjörnunni, svo ÍR og loks Aþenu. 19. febrúar 2021 11:01 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
„Það þarf að undirbúa stelpurnar fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra“ Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að heimildarmyndin Hækkum rána var frumsýnd í síðustu viku. Þar er fjallað um stúlknahóp sem hann hefur þjálfað undanfarin ár, fyrst hjá Stjörnunni, svo ÍR og loks Aþenu. 19. febrúar 2021 11:01