The Crown sópaði til sín verðlaunum á Golden Globe Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2021 07:08 Emma Corrin tók við verðlaunum sínum í gegnum fjarfundabúnað. Vísir/Getty Golden Globe-verðlaunin, þar sem erlenda pressan í Hollywood verðlaunar kvikmynda- og sjónvarpsfólk, voru veitt í nótt. Hátíðin fór að þessu sinni fram á netinu sökum kórónuveirufaraldursins og veittu sigurvegarar verðlaunum sínum mótttöku í gegnum fjarfundabúnað Fjórða sería Netflix-þáttaraðarinnar The Crown, sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og var frumsýnd fyrr í vetur á streymisveitunni, sópaði til sín verðlaunum á hátíðinni. Þáttaröðin var valin besta dramaþáttaröðin og Emma Corrin, sem lék Díönu prinsessu í þáttunum, vann verðlaunin sem besta leikkonan í dramaþáttaröð. Þá var Josh O‘Connor sem lék Karl Bretaprins valinn besti leikarinn í dramaþáttaröð og Gillian Anderson sem fór með hlutverk Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaþætti. Schitt‘s Creek var valin besta gamanþáttaröðin og Netflix-serían The Queen‘s Gambit sem hefur notið gríðarlegra vinsælda var valin besta stutta þáttaröðin. Aðalleikkonan í þeim þáttum, Anya Taylor-Joy, fékk verðlaun fyrir besta leik í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd. Nomadland var valin besta dramamyndin og framhaldsmyndin um Borat besta myndin í gamanmynda- og söngleikjaflokknum. Leikstjóri Nomadland, Chloe Zhao, fékk verðlaun sem besti leikstjórinn en þetta var aðeins í annað sinn í sögu Golden Globe-verðlaunanna sem leikstjóraverðlaunin fara til konu. Þá hlaut Jane Fonda sérstök heiðursverðlaun Golden Globe sem kennd eru við Cecil B DeMille. Hún notaði tækifæri í þakkarræðu sinni og kallaði eftir meiri fjölbreytni í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum. „Við skulum öll leggja okkar af mörkum til að stækka tjaldið svo allir geti skinið þar inn og saga allra fái tækifæri til að sjást og heyrast. Við skulum vera leiðtogar,“ sagði Fonda meðal annars. Lista yfir alla verðlaunahafanna má sjá hér á vef BBC. Golden Globes Bíó og sjónvarp Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Hátíðin fór að þessu sinni fram á netinu sökum kórónuveirufaraldursins og veittu sigurvegarar verðlaunum sínum mótttöku í gegnum fjarfundabúnað Fjórða sería Netflix-þáttaraðarinnar The Crown, sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og var frumsýnd fyrr í vetur á streymisveitunni, sópaði til sín verðlaunum á hátíðinni. Þáttaröðin var valin besta dramaþáttaröðin og Emma Corrin, sem lék Díönu prinsessu í þáttunum, vann verðlaunin sem besta leikkonan í dramaþáttaröð. Þá var Josh O‘Connor sem lék Karl Bretaprins valinn besti leikarinn í dramaþáttaröð og Gillian Anderson sem fór með hlutverk Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaþætti. Schitt‘s Creek var valin besta gamanþáttaröðin og Netflix-serían The Queen‘s Gambit sem hefur notið gríðarlegra vinsælda var valin besta stutta þáttaröðin. Aðalleikkonan í þeim þáttum, Anya Taylor-Joy, fékk verðlaun fyrir besta leik í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd. Nomadland var valin besta dramamyndin og framhaldsmyndin um Borat besta myndin í gamanmynda- og söngleikjaflokknum. Leikstjóri Nomadland, Chloe Zhao, fékk verðlaun sem besti leikstjórinn en þetta var aðeins í annað sinn í sögu Golden Globe-verðlaunanna sem leikstjóraverðlaunin fara til konu. Þá hlaut Jane Fonda sérstök heiðursverðlaun Golden Globe sem kennd eru við Cecil B DeMille. Hún notaði tækifæri í þakkarræðu sinni og kallaði eftir meiri fjölbreytni í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum. „Við skulum öll leggja okkar af mörkum til að stækka tjaldið svo allir geti skinið þar inn og saga allra fái tækifæri til að sjást og heyrast. Við skulum vera leiðtogar,“ sagði Fonda meðal annars. Lista yfir alla verðlaunahafanna má sjá hér á vef BBC.
Golden Globes Bíó og sjónvarp Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira