The Crown sópaði til sín verðlaunum á Golden Globe Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2021 07:08 Emma Corrin tók við verðlaunum sínum í gegnum fjarfundabúnað. Vísir/Getty Golden Globe-verðlaunin, þar sem erlenda pressan í Hollywood verðlaunar kvikmynda- og sjónvarpsfólk, voru veitt í nótt. Hátíðin fór að þessu sinni fram á netinu sökum kórónuveirufaraldursins og veittu sigurvegarar verðlaunum sínum mótttöku í gegnum fjarfundabúnað Fjórða sería Netflix-þáttaraðarinnar The Crown, sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og var frumsýnd fyrr í vetur á streymisveitunni, sópaði til sín verðlaunum á hátíðinni. Þáttaröðin var valin besta dramaþáttaröðin og Emma Corrin, sem lék Díönu prinsessu í þáttunum, vann verðlaunin sem besta leikkonan í dramaþáttaröð. Þá var Josh O‘Connor sem lék Karl Bretaprins valinn besti leikarinn í dramaþáttaröð og Gillian Anderson sem fór með hlutverk Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaþætti. Schitt‘s Creek var valin besta gamanþáttaröðin og Netflix-serían The Queen‘s Gambit sem hefur notið gríðarlegra vinsælda var valin besta stutta þáttaröðin. Aðalleikkonan í þeim þáttum, Anya Taylor-Joy, fékk verðlaun fyrir besta leik í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd. Nomadland var valin besta dramamyndin og framhaldsmyndin um Borat besta myndin í gamanmynda- og söngleikjaflokknum. Leikstjóri Nomadland, Chloe Zhao, fékk verðlaun sem besti leikstjórinn en þetta var aðeins í annað sinn í sögu Golden Globe-verðlaunanna sem leikstjóraverðlaunin fara til konu. Þá hlaut Jane Fonda sérstök heiðursverðlaun Golden Globe sem kennd eru við Cecil B DeMille. Hún notaði tækifæri í þakkarræðu sinni og kallaði eftir meiri fjölbreytni í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum. „Við skulum öll leggja okkar af mörkum til að stækka tjaldið svo allir geti skinið þar inn og saga allra fái tækifæri til að sjást og heyrast. Við skulum vera leiðtogar,“ sagði Fonda meðal annars. Lista yfir alla verðlaunahafanna má sjá hér á vef BBC. Golden Globes Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Loni Anderson er látin Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira
Hátíðin fór að þessu sinni fram á netinu sökum kórónuveirufaraldursins og veittu sigurvegarar verðlaunum sínum mótttöku í gegnum fjarfundabúnað Fjórða sería Netflix-þáttaraðarinnar The Crown, sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og var frumsýnd fyrr í vetur á streymisveitunni, sópaði til sín verðlaunum á hátíðinni. Þáttaröðin var valin besta dramaþáttaröðin og Emma Corrin, sem lék Díönu prinsessu í þáttunum, vann verðlaunin sem besta leikkonan í dramaþáttaröð. Þá var Josh O‘Connor sem lék Karl Bretaprins valinn besti leikarinn í dramaþáttaröð og Gillian Anderson sem fór með hlutverk Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaþætti. Schitt‘s Creek var valin besta gamanþáttaröðin og Netflix-serían The Queen‘s Gambit sem hefur notið gríðarlegra vinsælda var valin besta stutta þáttaröðin. Aðalleikkonan í þeim þáttum, Anya Taylor-Joy, fékk verðlaun fyrir besta leik í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd. Nomadland var valin besta dramamyndin og framhaldsmyndin um Borat besta myndin í gamanmynda- og söngleikjaflokknum. Leikstjóri Nomadland, Chloe Zhao, fékk verðlaun sem besti leikstjórinn en þetta var aðeins í annað sinn í sögu Golden Globe-verðlaunanna sem leikstjóraverðlaunin fara til konu. Þá hlaut Jane Fonda sérstök heiðursverðlaun Golden Globe sem kennd eru við Cecil B DeMille. Hún notaði tækifæri í þakkarræðu sinni og kallaði eftir meiri fjölbreytni í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum. „Við skulum öll leggja okkar af mörkum til að stækka tjaldið svo allir geti skinið þar inn og saga allra fái tækifæri til að sjást og heyrast. Við skulum vera leiðtogar,“ sagði Fonda meðal annars. Lista yfir alla verðlaunahafanna má sjá hér á vef BBC.
Golden Globes Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Loni Anderson er látin Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira