Fjallið æfir sig næst í bardaga á móti „155 kílóa skrímsli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 08:00 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig vel niður og lítur vel út. Instagram/@thorbjornsson Vilhjálmur Hernandez, þjálfari Hafþórs Júlíusar Björnsson, segir að næsti mótherji Fjallsins í hnefaleikahringnum sé jafnvel mun erfiðari en sá sem bíður hans í Veðmálaborginni í haust. Hafþór Júlíus er að undirbúa sig fyrir boxbardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september og er núna búinn að skipuleggja annan æfingabardaga. Hafþór Júlíus færði fylgjendum sínum fréttir í nýjasta myndbandinu á Youtube síðu sinni. Hafþór keppti við Steven „Quiet Man“ Ward í Dúbaí í sínum fyrsta æfingabardaga snemma á þessu ári en Hafþór segist hafa lært mikið á þeim bardaga þótt að hann hafi reyndar nælt sér í kórónuveiruna í leiðinni. „Það er nýr æfingabardagi fram undan og hann verður að öllum líkindum á næstu tólf vikum. Ég get ekki sagt ykkur nákvæma dagsetningu núna en við erum að leita að bestu dagsetninguna fyrir mig og mótherja minn“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu. „Það eru mestar líkur á því að annar æfingabardagi minn fari fram eftir tólf vikur en það er ekki hundrað prósent hvar þessi bardagi fer fram en líklegast í Dúbaí,“ sagði Hafþór Júlíus. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Næsti bardagi minn verður á móti rosalegum bardagamanni. Hann er algjört skrímsli og hann er bara tankur. Hann er mjög sterkur og líklega um 150 til 155 kíló. Þetta er stór strákur en hann er mikill íþróttamaður,“ sagði Hafþór Júlíus. Vilhjálmur Hernandez, þjálfari Hafþórs Júlíusar grínaðist þá með að hann væri einilega hræddari við þennan gæja heldur en Eddie Hall. „Ég vildi fara alla leið og ekki hræddur við áskoranir. Ég vildi fá að prófa mig á besta boxaranum sem ég átti möguleika á að mæta. Ég var að leita að manni sem var líkur mótherja mínum í september og að mínu mati þá gat ég ekki fundið betri mótherja,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ef þú lítur vel út á móti þessum kappa þá verður bardaginn á móti Eddie leikur einn,“ sagði Vilhjálmur Hernandez. Hafþór Júlíus staðfesti það líka að hann sé hættur við að taka þrjá æfingabardaga og ætlar bara að taka tvo. Hann kennir kórónuveirunni um það. Það má sjá til Hafþórs á æfingunni sem og hann að ræða komandi bardaga í Youtube myndbandinu hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Fleiri fréttir Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Sjá meira
Hafþór Júlíus er að undirbúa sig fyrir boxbardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september og er núna búinn að skipuleggja annan æfingabardaga. Hafþór Júlíus færði fylgjendum sínum fréttir í nýjasta myndbandinu á Youtube síðu sinni. Hafþór keppti við Steven „Quiet Man“ Ward í Dúbaí í sínum fyrsta æfingabardaga snemma á þessu ári en Hafþór segist hafa lært mikið á þeim bardaga þótt að hann hafi reyndar nælt sér í kórónuveiruna í leiðinni. „Það er nýr æfingabardagi fram undan og hann verður að öllum líkindum á næstu tólf vikum. Ég get ekki sagt ykkur nákvæma dagsetningu núna en við erum að leita að bestu dagsetninguna fyrir mig og mótherja minn“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu. „Það eru mestar líkur á því að annar æfingabardagi minn fari fram eftir tólf vikur en það er ekki hundrað prósent hvar þessi bardagi fer fram en líklegast í Dúbaí,“ sagði Hafþór Júlíus. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Næsti bardagi minn verður á móti rosalegum bardagamanni. Hann er algjört skrímsli og hann er bara tankur. Hann er mjög sterkur og líklega um 150 til 155 kíló. Þetta er stór strákur en hann er mikill íþróttamaður,“ sagði Hafþór Júlíus. Vilhjálmur Hernandez, þjálfari Hafþórs Júlíusar grínaðist þá með að hann væri einilega hræddari við þennan gæja heldur en Eddie Hall. „Ég vildi fara alla leið og ekki hræddur við áskoranir. Ég vildi fá að prófa mig á besta boxaranum sem ég átti möguleika á að mæta. Ég var að leita að manni sem var líkur mótherja mínum í september og að mínu mati þá gat ég ekki fundið betri mótherja,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ef þú lítur vel út á móti þessum kappa þá verður bardaginn á móti Eddie leikur einn,“ sagði Vilhjálmur Hernandez. Hafþór Júlíus staðfesti það líka að hann sé hættur við að taka þrjá æfingabardaga og ætlar bara að taka tvo. Hann kennir kórónuveirunni um það. Það má sjá til Hafþórs á æfingunni sem og hann að ræða komandi bardaga í Youtube myndbandinu hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Fleiri fréttir Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni