Mikael hóf leik á varamannabekk Midtjylland og kom ekkert við sögu.
Hjörtur hins vegar lék allan leikinn í vörn Bröndby.
Eitt mark skildi liðin að en það var skorað á 65.mínútu þegar Gustav Isaksen kom Midtjylland í forystu og skoraði það sem reyndist sigurmarkið.
Með sigrinum fór Midtjylland upp fyrir Bröndby og trónir nú á toppi deildarinnar með tveggja stiga forystu á Bröndby.