Gera athugasemd við aukið flækjustig fyrir þá sem vilja ganga í hjónaband Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2021 12:28 Siðmennt hefur áhyggjur af því að ákveðnar tillögur í drögum að frumvarpi til breytinga á hjúskaparlögum muni gera einstaklingum erfiðara fyrir að ganga í hjónaband. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að könnun hjónavígsluskilyrða fari einungis fram hjá sýslumönnum en í núgildandi lögum eru það löggildir hjónavígslumenn sem hafa til þess heimild. það er prestar, forstöðumen skráðra trúfélaga eða lífsskoðunarfélaga eða umboðsmenn þeirra og borgaralegir vígslumenn. Samkvæmt greinargerð með frumvarpsdrögunum hafa starfsmenn Þjóðskrár Íslands, sem hefur meðal annars það hlutverk að taka á móti og skrá tilkynningar um hjónavígslur, orðið varir við að ágallar séu á útfyllingu eyðublaðsins um tilkynningu hjónavígslu, könnunarvottorð og svaramannavottorð. Ágallarnir séu af ýmsu tagi og því tilefni til að endurskoða ferlið. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland, formaður Siðmenntar, segist hafa áhyggjur af því að tilfærsla könnunarinnar til sýslumanna verði hins vegar til þess að flækja ferlið, lengja það og auka kostnað þeirra sem vilja ganga í hjónband. „Við höfum áhyggjur af því að þetta auki flækjustig fyrir hinn almenna borgara sem vill ganga í hjónaband. Og það getur verið jafnvel í bráðatilfellum, þegar fólk er veikt og þarf að ganga hratt í hjónband,“ segir Inga. Eins og er taki tvo til þrjá daga að klára ferlið frá hugmynd til vígslu en með breytingunum gæti það lengst í tvær til þrjár vikur. Þá segir hún að verið sé að gera fólki erfiðara fyrir, til dæmis eigi ekki allir auðvelt með að komast frá á vinnutíma og þá feli breytingarnar í sér 20 prósent kostnaðarauka frá því sem er. „Löggjafinn þarf náttúrulega alltaf að hafa í huga hvað erum við að gera hérna..? Jú, við erum að gera fólki kleyft að ganga í hjónaband; hvernig getum við gert það? Það þarf að vera öruggt en það þarf líka að vera einfalt.“ Inga varpar fram þeirri hugmynd að einfalda ferlið með því að færa verkefnið allt yfir til Þjóðskrár, sem sér nú þegar um að gefa út fæðingar- og hjúskaparvottorð. Umsagnafrestur um frumvarpsdrögin rennur út á morgun. Umsögn Siðmenntar. Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að könnun hjónavígsluskilyrða fari einungis fram hjá sýslumönnum en í núgildandi lögum eru það löggildir hjónavígslumenn sem hafa til þess heimild. það er prestar, forstöðumen skráðra trúfélaga eða lífsskoðunarfélaga eða umboðsmenn þeirra og borgaralegir vígslumenn. Samkvæmt greinargerð með frumvarpsdrögunum hafa starfsmenn Þjóðskrár Íslands, sem hefur meðal annars það hlutverk að taka á móti og skrá tilkynningar um hjónavígslur, orðið varir við að ágallar séu á útfyllingu eyðublaðsins um tilkynningu hjónavígslu, könnunarvottorð og svaramannavottorð. Ágallarnir séu af ýmsu tagi og því tilefni til að endurskoða ferlið. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland, formaður Siðmenntar, segist hafa áhyggjur af því að tilfærsla könnunarinnar til sýslumanna verði hins vegar til þess að flækja ferlið, lengja það og auka kostnað þeirra sem vilja ganga í hjónband. „Við höfum áhyggjur af því að þetta auki flækjustig fyrir hinn almenna borgara sem vill ganga í hjónaband. Og það getur verið jafnvel í bráðatilfellum, þegar fólk er veikt og þarf að ganga hratt í hjónband,“ segir Inga. Eins og er taki tvo til þrjá daga að klára ferlið frá hugmynd til vígslu en með breytingunum gæti það lengst í tvær til þrjár vikur. Þá segir hún að verið sé að gera fólki erfiðara fyrir, til dæmis eigi ekki allir auðvelt með að komast frá á vinnutíma og þá feli breytingarnar í sér 20 prósent kostnaðarauka frá því sem er. „Löggjafinn þarf náttúrulega alltaf að hafa í huga hvað erum við að gera hérna..? Jú, við erum að gera fólki kleyft að ganga í hjónaband; hvernig getum við gert það? Það þarf að vera öruggt en það þarf líka að vera einfalt.“ Inga varpar fram þeirri hugmynd að einfalda ferlið með því að færa verkefnið allt yfir til Þjóðskrár, sem sér nú þegar um að gefa út fæðingar- og hjúskaparvottorð. Umsagnafrestur um frumvarpsdrögin rennur út á morgun. Umsögn Siðmenntar.
Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira