Gummi Ben um City: „Eins og aðallið væri að spila á móti öðrum flokki á æfingu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2021 09:01 City fagna í Búdapest, þar sem fyrri leikurinn fór fram. Manchester City FC/Getty Guðmundur Benediktsson, knattspyrnulýsandi og -spekingur, segir að yfirburðir Manchester City gegn Borussia Mönchengladbach í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í vikunni hafi verið rosalegir. Gummi Ben var gestur þeirra Henry og Rikka Gje í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag þar sem strákarnir gerðu upp Meistaradeildinni í vikku. Rikki sá ekki leik City og Borussia og Gummi lýsti honum á þennan hátt: „Ég skal segja þér nákvæmlega hvernig þessi leikur var því ég horfði á þennan leik líka. Þetta var í alvöru eins og aðallið væri að spila á móti öðrum flokki á æfingu í að halda bolta og það væri ekki mörk,“ sagði Gummi og hélt áfram. „Yfirburðirnir voru svo miklir. Þeir héldu boltanum út í eitt og þeir skoruðu þetta mark í fyrri hálfleik. Þeir voru léttir. Þetta var eins þægilegt og það verður en þeir voru stálheppnir hins vegar að fá ekki á sig mark með síðustu spyrnu leiksins þar sem Borussia hefði getað minnkað muninn. Ekki að það hefði skipt neinu máli fyrir síðari hálfleikinn.“ „Ég er sammála þér Rikki að City þurfti ekki að gera allt sitt en þeir gerðu alveg nóg og tilfinning var að ef Mönchengladbach myndi vera með einhverja stæla þá myndu City finna þrjá til fjóra gíra í viðbót og búmm, búmm, búmm.“ Gummi segir að hann hafi þrjú lið í huga hvað varðar að vinna Meistaradeildina. „Við töluðum um Bayern áðan sem að enginn skal afskrifa. Það er eitt af þessum liðum sem maður myndi nefna. París, ég held að þeir hafi leikmennina í þetta - en þeir þekkja það ekki að vinna með þessa leikmenn. Þeir fara til Barcelona og vinna 4-1, þó að Barcelona sé ekki sama Barcelona og við höfum séð. Þeir senda ákveðinn skilaboð.“ „Þetta eru þessi þrjú lið sem maður lítur til. Það er Bayern, PSG og City eins og staðan er í dag,“ bætti Gummi við. Umræðuna má heyra eftir rúmar þrettán mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Meistaradeild Evrópu Sportið í dag Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Sjá meira
Gummi Ben var gestur þeirra Henry og Rikka Gje í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag þar sem strákarnir gerðu upp Meistaradeildinni í vikku. Rikki sá ekki leik City og Borussia og Gummi lýsti honum á þennan hátt: „Ég skal segja þér nákvæmlega hvernig þessi leikur var því ég horfði á þennan leik líka. Þetta var í alvöru eins og aðallið væri að spila á móti öðrum flokki á æfingu í að halda bolta og það væri ekki mörk,“ sagði Gummi og hélt áfram. „Yfirburðirnir voru svo miklir. Þeir héldu boltanum út í eitt og þeir skoruðu þetta mark í fyrri hálfleik. Þeir voru léttir. Þetta var eins þægilegt og það verður en þeir voru stálheppnir hins vegar að fá ekki á sig mark með síðustu spyrnu leiksins þar sem Borussia hefði getað minnkað muninn. Ekki að það hefði skipt neinu máli fyrir síðari hálfleikinn.“ „Ég er sammála þér Rikki að City þurfti ekki að gera allt sitt en þeir gerðu alveg nóg og tilfinning var að ef Mönchengladbach myndi vera með einhverja stæla þá myndu City finna þrjá til fjóra gíra í viðbót og búmm, búmm, búmm.“ Gummi segir að hann hafi þrjú lið í huga hvað varðar að vinna Meistaradeildina. „Við töluðum um Bayern áðan sem að enginn skal afskrifa. Það er eitt af þessum liðum sem maður myndi nefna. París, ég held að þeir hafi leikmennina í þetta - en þeir þekkja það ekki að vinna með þessa leikmenn. Þeir fara til Barcelona og vinna 4-1, þó að Barcelona sé ekki sama Barcelona og við höfum séð. Þeir senda ákveðinn skilaboð.“ „Þetta eru þessi þrjú lið sem maður lítur til. Það er Bayern, PSG og City eins og staðan er í dag,“ bætti Gummi við. Umræðuna má heyra eftir rúmar þrettán mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Meistaradeild Evrópu Sportið í dag Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Sjá meira