Urðu að semja við nýjan Bandaríkjamann af því Glover gat farið hvenær sem er Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 16:01 Shawn Glover getur hoppað frá borði hvenær sem er á Króknum svo framarlega sem annað félag er tilbúið að kaupa hann út úr samningnum við Tindastól. Hér er hann í leik á móti KR. Vísir/Elín Björg Kanamál karlakörfuboltaliðs Tindastóls eru í uppnámi af því að samningamál Shawn Glover voru að gera félaginu erfitt fyrir rétt áður en félagskiptaglugginn lokaði. Flenard Whitfield er nú kominn með félagsskipti til Tindastóls og er annar Bandaríkjamaður liðsins. Sá sem fyrir er, Shawn Glover, vildi ekki gefa eftir klásúlu í samningi sínum sem gerði honum kleift að losna undan samningi hvenær sem er, fyrir ákveðið verð. Feykir fjallar um þessa furðulegu samningagerð Tindastólsmanna sem er nú að gera félaginu erfitt fyrir. „Við settumst svo niður með honum eftir síðasta leik gegn Grindavík og vildum finna lausnir á því að breyta þessu ákvæði og fá hann til að klára tímabilið og sýna commitment fyrir klúbbinn. Hann, með sínum umboðsmanni neituðu þessu og svarið var bara þannig að daginn eftir var hann boðinn til flestra klúbba í Evrópu og á Íslandi líka. Með það að glugginn sé að loka 1. mars þá setti þetta okkur algjörlega í þá stöðu að við urðum að semja við annan Bandaríkjamann ef við ætluðum ekki að missa bandaríska ígildið þegar myndi líða á tímabilið,“ segir Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í viðtali við Feyki. Shawn Glover er með 27,3 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í níu leikjum með Tindastól í Domino´s deildinni í vetur. Hann er annar stigahæstir leikmaður deildarinnar og er einnig í öðru sæti yfir hæsta framlagið í leik. Flenard Whitfield lék á síðasta tímabili með Haukum en hefur ekki spilað síðan. Hann er því í engri leikæfingu og ekki er vitað um formið hjá honum. Whitfield átti frábært tímabil með Skallagrími 2016-17 en hann var þá með 29,4 stig, 14,6 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili var hann með 20,8 stig, 10,3 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik. Shawn Glover verður áfram leikmaður Tindastóls samkvæmt viðtalinu við Baldur en næsti leikur Stólanna er á móti Stjörnunni í Garðabæ á mánudagskvöldið. Nú hefur KKÍ staðfest félagsskipti Flenard Whitfield í Tindastól og mun hann því leika með liðinu í Dominos deild karla...Posted by Feykir on Föstudagur, 26. febrúar 2021 Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Flenard Whitfield er nú kominn með félagsskipti til Tindastóls og er annar Bandaríkjamaður liðsins. Sá sem fyrir er, Shawn Glover, vildi ekki gefa eftir klásúlu í samningi sínum sem gerði honum kleift að losna undan samningi hvenær sem er, fyrir ákveðið verð. Feykir fjallar um þessa furðulegu samningagerð Tindastólsmanna sem er nú að gera félaginu erfitt fyrir. „Við settumst svo niður með honum eftir síðasta leik gegn Grindavík og vildum finna lausnir á því að breyta þessu ákvæði og fá hann til að klára tímabilið og sýna commitment fyrir klúbbinn. Hann, með sínum umboðsmanni neituðu þessu og svarið var bara þannig að daginn eftir var hann boðinn til flestra klúbba í Evrópu og á Íslandi líka. Með það að glugginn sé að loka 1. mars þá setti þetta okkur algjörlega í þá stöðu að við urðum að semja við annan Bandaríkjamann ef við ætluðum ekki að missa bandaríska ígildið þegar myndi líða á tímabilið,“ segir Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í viðtali við Feyki. Shawn Glover er með 27,3 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í níu leikjum með Tindastól í Domino´s deildinni í vetur. Hann er annar stigahæstir leikmaður deildarinnar og er einnig í öðru sæti yfir hæsta framlagið í leik. Flenard Whitfield lék á síðasta tímabili með Haukum en hefur ekki spilað síðan. Hann er því í engri leikæfingu og ekki er vitað um formið hjá honum. Whitfield átti frábært tímabil með Skallagrími 2016-17 en hann var þá með 29,4 stig, 14,6 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili var hann með 20,8 stig, 10,3 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik. Shawn Glover verður áfram leikmaður Tindastóls samkvæmt viðtalinu við Baldur en næsti leikur Stólanna er á móti Stjörnunni í Garðabæ á mánudagskvöldið. Nú hefur KKÍ staðfest félagsskipti Flenard Whitfield í Tindastól og mun hann því leika með liðinu í Dominos deild karla...Posted by Feykir on Föstudagur, 26. febrúar 2021
Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira