Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er jarðskjálftahrinan enn í gangi en rúmlega 2.500 jarðskjálftar hafa verið staðsettir með sjálfvirku jarðskjálftamælikerfi Veðurstofu Íslands síðan á miðnætti.
Hættustig almannavarna er í gildi vegna jarðskjálftanna á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu.

Fjölmargir skjálftar mældust í gær, sá stærsti klukkan 10:05 að stærð 5,7. Þá mældist einn klukkan 10:30 að stærð 5,0 og annar að stærð 4,8 klukkan 12:37. Ellefu jarðskjálftar yfir 4,0 hafa mælst frá því í gær og fjöldi skjálfta yfir 3,0.
Fréttin hefur verið uppfærð.