Gummi Ben: Hef oft áhyggjur af geðheilsu þeirra sem styðja Arsenal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. febrúar 2021 13:32 Það getur tekið á taugarnar að halda með Arsenal. getty/Shaun Botterill Guðmundur Benediktsson segist ekki vera viss á hvaða leið Arsenal sé, réttri eða rangri. Hann var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi meðal annars um Skytturnar. Arsenal mætir Benfica í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar klukkan 17:55 í kvöld. Fyrri leikurinn fór 1-1 og Arsenal er því í góðri stöðu með útivallarmark. Gummi Ben segir erfitt að leggja mat á lið Arsenal sem er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann vorkennir aðallega stuðningsmönnum félagsins. „Ég þekki þónokkuð marga sem styðja Arsenal og ég hef oft áhyggjur af geðheilsu þeirra. Aðrar eins sveiflur hef ég ekki séð hjá vinum mínum. Það fer eftir því hvaða dagur er,“ sagði Gummi. „Staða Arsenal í deildinni segir að liðið er ekki á réttum stað miðað við það hvar það á að vera.“ Mikel Arteta hefur stýrt Arsenal í rúmt ár en þetta er hans fyrsta aðalþjálfarastarf á ferlinum. „Þetta tekur bara tíma. Þú verður bara góður þjálfari með því að fá reynslu. Maður spyr sig líka hvort Arsenal sé rétta félagið fyrir þjálfara að fá reynslu eins og Arteta. Hann á klárlega margt ólært eins og allir ungir stjórar,“ sagði Gummi sem á erfitt með að svara því hvort Skytturnar séu á réttri leið. „Ég veit það ekki. Sama hvaða leið Arsenal er á, þá á Arsenal alltaf að vera að berjast í topp fjórum. Arsenal er þannig félag.“ Leikur Arsenal og Benfica hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Sjá meira
Arsenal mætir Benfica í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar klukkan 17:55 í kvöld. Fyrri leikurinn fór 1-1 og Arsenal er því í góðri stöðu með útivallarmark. Gummi Ben segir erfitt að leggja mat á lið Arsenal sem er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann vorkennir aðallega stuðningsmönnum félagsins. „Ég þekki þónokkuð marga sem styðja Arsenal og ég hef oft áhyggjur af geðheilsu þeirra. Aðrar eins sveiflur hef ég ekki séð hjá vinum mínum. Það fer eftir því hvaða dagur er,“ sagði Gummi. „Staða Arsenal í deildinni segir að liðið er ekki á réttum stað miðað við það hvar það á að vera.“ Mikel Arteta hefur stýrt Arsenal í rúmt ár en þetta er hans fyrsta aðalþjálfarastarf á ferlinum. „Þetta tekur bara tíma. Þú verður bara góður þjálfari með því að fá reynslu. Maður spyr sig líka hvort Arsenal sé rétta félagið fyrir þjálfara að fá reynslu eins og Arteta. Hann á klárlega margt ólært eins og allir ungir stjórar,“ sagði Gummi sem á erfitt með að svara því hvort Skytturnar séu á réttri leið. „Ég veit það ekki. Sama hvaða leið Arsenal er á, þá á Arsenal alltaf að vera að berjast í topp fjórum. Arsenal er þannig félag.“ Leikur Arsenal og Benfica hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Sjá meira